Landsbankinn á Guernsey hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta en bankinn hefur verið í greiðslustöðvun frá 2008 í kjölfar bankahrunsins á Íslandi.
Í frétt um málið á BBC segir að dómstólinn Guernsey's Royal Court hafi samþykkt að stjórnendur bankans á greiðslustöðvunartímabilinu verði skipaðir skiptastjórnar þrotabúsins.
Um 1.600 manns áttu innistæður í Landsbankanum á Gurnesey þegar hann féll og er um þriðjungur þeirra búsettur á eyjunni. Fram til þessa hafa innistæðueigendur fengið endurgreiddar 67,5% af innistæðum sínum.
Skiptastjórarnir, Richard Garrard og Lee Manning, búast við því að endurgreiðsluhlutfallið hækki um 7,5% á næsta ári.
Innlánseigendur hafa barist fyrir því að stjórnvöld á Guernsey greiði þeim mismuninn á endurheimtunum og þeim upphæðum sem voru á reikningunum þegar bankinn féll. Þeir hafa einnig vísað ágreiningi sínum til íslenska dómstóla.