Ný ofurtölva frá IBM keppir í spurningaleiknum Jeopardy 16. desember 2010 07:36 Ný ofurtölva sem IBM hefur smíðað mun keppa við tvo einstaklinga í hinum geysivinsæla spurningaþætti Jeopardy eða Háskaleik í bandaríska sjónvarpinu. Tölva þessi hefur hlotið nafnið Watson í höfuðið á Thomas J Watson stofnenda IBM og er það nýjasta í heiminum á sviði gervigreindar. Þar að auki er tölvan með nýju forriti sem gerir henni kleyft að skilja mælt mál þannig að hvorki þarf lyklaborð né snertiskjá til að eiga samskipti við hana. Dr. David Ferrucci yfirmaður vísindadeildar IBM segir að þátttaka Watson í Háskaleik sé mesta áskorun sem hægt sé að finna fyrir tölvuna því árangur í spurningakeppninni byggi öðru fremur á útsjónarsemi og ályktunarhæfni auk hæfileikans til að lesa rétt í glettnar gátur. Einstaklingarnir tveir sem Watson keppir við eru engin aukvisar þegar kemur að spurningakeppnum. Annar þeirra hefur unnið 74 Háskaleikskeppnir í röð og hinn hefur unnið mesta verðlaunafé í sögu keppninnar. Í boði eru milljón dollarar í verðlaun. Þess má svo geta að önnur ofurtölva IBM. Deep Blue, vann eitt sinn heimsmeistarann fyrrverandi Garry Kasparov í skák. Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ný ofurtölva sem IBM hefur smíðað mun keppa við tvo einstaklinga í hinum geysivinsæla spurningaþætti Jeopardy eða Háskaleik í bandaríska sjónvarpinu. Tölva þessi hefur hlotið nafnið Watson í höfuðið á Thomas J Watson stofnenda IBM og er það nýjasta í heiminum á sviði gervigreindar. Þar að auki er tölvan með nýju forriti sem gerir henni kleyft að skilja mælt mál þannig að hvorki þarf lyklaborð né snertiskjá til að eiga samskipti við hana. Dr. David Ferrucci yfirmaður vísindadeildar IBM segir að þátttaka Watson í Háskaleik sé mesta áskorun sem hægt sé að finna fyrir tölvuna því árangur í spurningakeppninni byggi öðru fremur á útsjónarsemi og ályktunarhæfni auk hæfileikans til að lesa rétt í glettnar gátur. Einstaklingarnir tveir sem Watson keppir við eru engin aukvisar þegar kemur að spurningakeppnum. Annar þeirra hefur unnið 74 Háskaleikskeppnir í röð og hinn hefur unnið mesta verðlaunafé í sögu keppninnar. Í boði eru milljón dollarar í verðlaun. Þess má svo geta að önnur ofurtölva IBM. Deep Blue, vann eitt sinn heimsmeistarann fyrrverandi Garry Kasparov í skák.
Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira