Viðskipti erlent

Eyjafjallajökull lék British Airways grátt
Öskuskýið úr Eyjafjallajökli lék flugfélagið British Airways grátt, en félagið skilaði 164 milljóna punda tapi á öðrum ársfjórðungi, andvirði um 30 milljarða króna.

Big Mac dýrastur á Norðurlöndunum
Það er dýrast að kaupa Big Mac hamborgara á Norðurlöndunum samkvæmt nýrri Big Mac vísitölu. Með vísitölunni er verð á Bic Mac hamborgurum borið saman þvert á landamæri. Samkvæmt henni kostar Bic Mac í Noregi 7,20 bandaríkjadali. Í Bandaríkjunum kostar samskonar borgari einungis 3,73 dali.

Disney seldi Miramax fyrir 79 milljarða
Walt Disney hefur selt Miramax kvikmyndaverið fyrir 660 milljónir dala, eða sem nemur 79 milljörðum íslenskra króna. Salan hefur átt sér töluvert langan aðdraganda enda ljóst að um áhrifamikið fyrirtæki á þessu sviði er að ræða. Fjölmargir höfðu áhuga á að eignast fyrirtækið þar á meðal Harvey og Bob Weinstein en þeir stofnuðu það upphaflega fyrir 31 ári síðan.

Facebook fer senn á hlutabréfamarkað
Til stendur að setja fyrirtækið sem rekur Facebook samskiptavefinn á markað fljótlega, en notendur vefjarins náðu á dögunum 500 milljóna markinu.

Microsoft leitar að svari við iPad
Steve Balmer, forstjóri Microsoft, segir að það sé forgangsatriði hjá fyrirtækinu að hanna búnað sem geti verið svar framleiðandans við Apple iPad. Balmer sagði á ráðstefnu í Seattle á dögunum að Microsoft ynni að því með fyrirtækjum á borð við HP, Lenovo, Asus, Dell og Toshiba að hanna tölvu með sömu eiginleikum og iPad. Það var breska blaðið Telegraph sem greindi frá þessu.

Norrænir stórbankar eru þeir öruggustu í Evrópu
Norrænu stórbankarnir Danske Bank, Handelsbanken, DnB NOR og Nordea eru þeir öruggustu í Evrópu. Þeir komu mjög vel út úr nýlegu álagsprófi ESB og skuldatryggingaálag þeirra endurspeglar trausta stöðu þeirra.

Nútíma Hrói höttur rænir spilavíti og gefur fátækum
Maður sem kallar sig Hróa hött vinnur fyrir sér sem fjárhættuspilari í Las Vegas. Þar „rænir" hann spilavíti borgarinnar með kunnáttu sinni og gefur féið sem honum áskotnast til fátækra og nauðstaddra.

Íhuga að innkalla allar eins punds myntir í Bretlandi
Konunglega myntsláttan í Bretlandi er nú alvarlega að íhuga að innkalla allar eins punds myntir í landinu sökum þess hve hátt hlutfall þeirra eru falsaðar.

Eyjafjallajökull var EasyJet dýr
Gosið í Eyjafjallajökli kostaði breska lággjaldaflugfélagið EasyJet 65 milljónir sterlingspunda. Það gerir um 12.3 milljarða króna.

Portúgalir hagnast á hamstri fyrrum einræðisherra síns
Portúgalir geta nú þakkað Antonia Salazar fyrrum einræðisherra sínum að slæm efnahagsstaða þeirra sé ekki mun verri en hún er.

Spáir öðru hruni á danska fasteignamarkaðinum
Lítilsháttar hækkanir á fasteignaverðum í Danmörku að undanförnu eru skammgóður vermir fyrir danska íbúðaeigendur að mati Jakob Madsen prófessors við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.

Ljósmyndaplötur keyptar fyrir smáaura reyndust 24 milljarða virði
Ljósmyndaplötur úr gleri sem keyptar voru á skransölu fyrir 45 dollara er nú taldar vera 200 milljóna dollara eða 24 milljarða króna virði.

Nýtt olíuævintýri mögulega í uppsiglingu í Danmörku
Norska olíufélagið Noreco er tilbúið að eyða um 100 milljörðum kr. í að rannsaka nýtt mögulegt olíuvinnslusvæði í Norðursjó skammt undan ströndum Vestur-Jótlands. Finnist olía á þessu svæði í því magni sem Noreco telur þar vera yrðu það kærkomnar fréttir fyrir Dani.

Gott uppgjör hjá Deutsche Bank
Deutsche Bank skilaði góðu uppgjöri fyrir annan ársfjórðung ársins en hreinn hagnaður bankans á tímabilinu nam 1,2 milljarði evra eða tæplega 190 milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður bankans 1,1 milljarði kr.

BP staðfestir að Hayward láti af störfum
Stjórn BP olíufélagsins hefur staðfest að Tony Hayward láti af störfum sem forstjóri félagsins og að Bandaríkjamaðurinn Bob Dudley taki við stöðunni.

Olíusjóðurinn að kaupa verslunargötu af Bretadrottningu
Hluti af einni þekktustu verslunargötu í miðborg London, Regent Street, er til sölu. Eigandi götunnar er Elísabet II Bretadrotting.

BP greinir frá mesta tapi í sögu félagsins
Reiknað er með að BP olíufélagið muni tilkynna um mesta taprekstur í sögu sinni þegar uppgjör félagsins fyrir annan ársfjórðung verður birt í vikunni.

Ryanair ræðst á easyJet með Mugabe
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birti í dag mynd af Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, í auglýsingu þar sem stundvísi aðalkeppinautarins easyJet er líkt við Air Zimbabwe.

Netverslun Dana vex gífurlega milli ára
Netverslun Dana hefur vaxið gríðarlega milli ára og í fréttum danskra fjölmiðla um málið segir að Dankortin séu glóandi heit á netinu en netverslunin jókst um 42,1% milli ára.

Yfir 100 bankar fallnir í Bandaríkjunum
Það sem af er árinu hafa 101 banki í Bandaríkjunum orðið gjaldþrota. Þetta er töluvert meiri fjöldi en á sama tíma í fyrra.

Móðurfélag Roberts Tchenguiz heldur áfram að skila tapi
Rekstur R20 móðurfélags breska fjárfestirins Roberts Tchenguiz, fyrrum stjórnarmanns í Exista, heldur áfram að skila tapi þótt dregið hafi úr taprekstrinum milli tveggja síðustu ára.

AGS vill stækka útlánagetu sjóðsins í 1.000 milljarða dollara
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur ákveðið að biðja eigendur sína um að stækka útlánagetu sjóðsins upp í 1.000 milljarða dollara eða rúmlega 122 þúsund milljarða króna.

Indverjar hanna ódýrustu fartölvu heimsins
Indverjar hafa hannað litla fartölvu sem á aðeins að kosta rúmlega 4.000 krónur þegar hún verður sett á markað. Verður hún þar með ódýrasta fartölvan á markaðinum.

Flestir telja að Hayward fari þrátt fyrir stuðning stjórnar BP
Flestir breskir fjölmiðlar gera ráð fyrir að Tony Hayward forstjóri BP olíufélagsins muni láta af störfum í dag eða á næstu dögum.

Hagnaður Aurora Fashions 4,3 milljarðar
Viðskipti Viðsnúningur hefur orðið á rekstri tískuverslanakeðjanna Karen Millen, Oasis, Coast og Warehouse, samkvæmt nýbirtu uppgjöri.

Sjö bankar féllu á prófinu
Sjö bankar innan Evrópusambandsins standast ekki álagspróf. Þá skortir samtals 3,5 milljarða evra.

Nokkrir spænskir bankar falla á álagsprófi ESB
Nokkrir spænskir bankar munu falla á álagsprófi Evrópusambandsins samkvæmt fréttum fjölmiðla þar í landi.

Methagnaður hjá Microsoft
Methagnaður varð af starfsemi tölvurisans Microsoft á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Mikil söluaukning hjá Iceland í bresku veðurblíðunni
Breska verslunarkeðjan Iceland hefur notið góðs af HM í knattspyrnu og hinni miklu veðurblíðu sem ríkt hefur á Bretlandi undanfarnar vikur.

Álagspróf á stórbanka í Evrópu birt í dag
Bankastjórar í mörgum af stærstu bönkum Evrópu bíða nú með öndina í hálsinum en seinna í dag verður greint frá álagsprófi á 91 stórbanka í álfunni sem framkvæmt var á vegum Evrópusambandsins.