Slegist hefur verið um hluti í skartgripafyrirtækinu Pandóru í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Verð á hlut er komið í 245,5 danskar kr. en það byrjaði daginn í 210 dönskum kr.
Samkvæmt frétt um málið í Politiken var markaðsvirði Pandóru komið í yfir 31 milljarð danskra kr. eða yfir 620 milljarða kr. eftir að viðskipti höfðu staðið yfir í hálftíma.
Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir að þessi skráning Pandóru á markað heppnist vel eins og áður hefur komið fram í fréttum á visir.is.