Vill að Gordon Brown hljóti sömu örlög og Geir H. Haarde 29. september 2010 13:58 Jeremy Warner aðstoðarritstjóri blaðsins Daily Telegraph og helsti efnahagssérfræðingur þess vill að Gordon Brown fyrrum forsætisráðherra Bretlands hljóti sömu örlög og Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra Íslands. Þar á Warner við fréttina um að Geir H. Haarde verður dreginn fyrir Landsdóm til að standa skil á gjörðum sínum, eða aðgerðaleysi í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Warner fjallar um málið á bloggi sínu og þar veltir hann fyrir sér þeirri spurningu hvort ekki sé hægt að byggja upp samsvarandi málssókn gegn Gordon Brown og Geir H. Haarde stendur nú frammi fyrir. Warner telur auðvelt að sækja Brown til saka. Hann bendir á að Brown hafi tekið allar bremsurnar af aukningu opinberra útgjalda í stjórnartíð sinni og honum hafi mistekist að hafa stjórn á ábyrgðarlausri útþennslu bankanna í Bretlandi. Þá hafi Brown tekið valdið af Englandsbanka hvað fjármálaeftirlit varðar og komið því í hendur á nýrri, pólitískt réttri, stofnun sem engan veginn var starfinu vaxin og gaf breska þinginu stöðugt villandi upplýsingar um stöðuna í efnahagsmálum hins opinbera. „Hvað sem öllu öðru líður er þetta nægilegt til að koma Brown bakvið lás og slá," segir Warner. „En mér er sagt að fangelsin hér séu yfirfull þannig að skilorðsbundinn dómur væri í lagi," segir Warner. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Jeremy Warner aðstoðarritstjóri blaðsins Daily Telegraph og helsti efnahagssérfræðingur þess vill að Gordon Brown fyrrum forsætisráðherra Bretlands hljóti sömu örlög og Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra Íslands. Þar á Warner við fréttina um að Geir H. Haarde verður dreginn fyrir Landsdóm til að standa skil á gjörðum sínum, eða aðgerðaleysi í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Warner fjallar um málið á bloggi sínu og þar veltir hann fyrir sér þeirri spurningu hvort ekki sé hægt að byggja upp samsvarandi málssókn gegn Gordon Brown og Geir H. Haarde stendur nú frammi fyrir. Warner telur auðvelt að sækja Brown til saka. Hann bendir á að Brown hafi tekið allar bremsurnar af aukningu opinberra útgjalda í stjórnartíð sinni og honum hafi mistekist að hafa stjórn á ábyrgðarlausri útþennslu bankanna í Bretlandi. Þá hafi Brown tekið valdið af Englandsbanka hvað fjármálaeftirlit varðar og komið því í hendur á nýrri, pólitískt réttri, stofnun sem engan veginn var starfinu vaxin og gaf breska þinginu stöðugt villandi upplýsingar um stöðuna í efnahagsmálum hins opinbera. „Hvað sem öllu öðru líður er þetta nægilegt til að koma Brown bakvið lás og slá," segir Warner. „En mér er sagt að fangelsin hér séu yfirfull þannig að skilorðsbundinn dómur væri í lagi," segir Warner.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira