Viðskipti innlent

Base parking gjald­þrota

Bílastæðaþjónustan Base Parking á Keflavíkurflugvelli var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vefsíðu hennar hefur verið lokað, rúmum tveimur vikum eftir að nafni félagsins var breytt í Siglt í strand ehf. Fyrirtækið hefur ítrekað ratað í fréttir vegna óánægju viðskiptavina með þjónustuna.

Viðskipti innlent

Magnús eignast Latabæ á nýjan leik

Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan.

Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Rue de Net

Guðrún Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Rue de Net og tekur hún við starfinu af Alfred B. Þórðarsyni sem mun taka við nýju hlutverki sem tæknistjóri Rue de Net og leiða nýsköpun og vöruþróun.

Viðskipti innlent

Ætlar að gera Grillhúsið að heitasta staðnum í Borgar­nesi

Örvar Bessason er reynslumikill matreiðslumaður til sjós og lands. Hann lærði sjó­kokk­inn fyr­ir um 30 árum og starfaði sem kokk­ur á frysti­tog­ur­um árum sam­an. Þess á milli vann hann á veit­inga­stöðum í landi. Hans næsta verkefni er að gera Grillhúsið í Borgarnesi að heitasta veitinga- og samverustaðnum í Borgarnesi.

Viðskipti innlent

Eig­endur TGI Fridays kaupa Grillhúsið

Helgi Magnús Hermannsson og Jóhannes Birgir Skúlason hafa fest kaup á Grillhúsinu sem rekur veitingastaði á Laugavegi og Sprengisandi í Reykjavík. Þá hefur hópur fjárfesta undir forystu Örvars Bessasonar keypt Grillhúsið í Borgarnesi.

Viðskipti innlent

Brottfarirnar í apríl nokkuð færri en á síðasta ári

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 137 þúsund í nýliðnum apríl samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Um er að ræða fimm þúsund færri brottfarir en mældust í apríl í fyrra (-3,5 prósent). Ríflega þriðjungur brottfara voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna og Breta.

Viðskipti innlent

Mun stýra tækni­sviði Car­b­fix

Sólveig Hrönn Sigurðardóttir hefur verið ráðin til Carbfix þar sem hún mun stýra tæknisviði félagsins. Hún var áður forstöðumaður upplýsingatæknireksturs hjá Alvotech og þar á undan forstöðumaður þjónustustýringar hjá Reiknistofu bankanna.

Viðskipti innlent

Aukið at­vinnu­leysi

Í marsmánuði voru 9.500 manns atvinnulausir á Íslandi samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 4,1 prósent og jókst um 0,5 prósentustig milli mánaða. 

Viðskipti innlent