Inter gagnrýnir Símann 12. júní 2004 00:01 Inter, samtök netþjónustufyrirtækja, gagnrýna skort á gagnsæi í ársreikningum Símans. Samtökin telja þar eigi að koma fram rekstrarlegur aðskilnaður sviða Símans sem eiga í samkeppnisrekstri. "Kveðið er á um í samkeppnislögum að fyrirtæki í markaðsráðandi greini þannig á milli. Í staðinn er afkoma deilda tekin saman í eina tölu," segir Björn Davíðsson, stjórnarmaður í Inter. "Við höfum gert því skóna að Síminn hafi t.d. látið deildina sem við keppum við [Síminn Internet] sleppa við tiltekinn kostnað, svo sem við hönnun og gerð auglýsinga," segir Björn. Í svari fjármálaráðherra um sama mál á Alþingi segir að ráðuneytinu sé ekki kunnugt um að Póst - og fjarskiptastofnun hafi farið fram á við Símann "að hann viðhafi fjárhagslegan aðskilnað í umræddri starfsemi". Björn furðar sig á þessu svari. "Það er mjög alvarlegt mál ef ráðherrar eru farnir að víkja sér undan því að svara spurningum í stað þess að afla upplýsinganna sem þeir þó hafa aðgang að sem handhafi hlutabréfsins," sagði hann. Að sögn Björns er Inter með nokkur mál í gangi hjá Samkeppnisstofnun vegna Símans, bæði umkvartanir og ábendingar og svo einnig kærur, t.d. vegna samtvinnunar þjónustu frá óskyldum deildum. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að af hálfu stofnunarinnar sé farið fram á bókhaldslegan aðskilnað, en það sé dálítið annað en fjárhagslegur aðskilnaður líkt og farið sé fram á af hálfu Samkeppnisstofnunar. "En hún mælti fyrir um slíkan aðskilnað með ákvörðun númer 17 frá árinu 1999," sagði Hrafnkell. "Varðandi bókhaldslegan aðskilnað milli deilda fylgjum við ákvörðunum Samkeppnisstofnunar og laga og reglugerðarfyrirmælum þar að lútandi. Enda höfum við hvorki fengið athugasemdir við framkvæmdina á því frá Samkeppnisstofnun, né Póst- og fjarskiptastofnun," sagði Páll Ásgrímsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Símans, og bætti við að Síminn kysi annars að tjá sig ekki um mál á meðan þau væru til meðferðar hjá Samkeppnisstofnun. "Við höfum frest til júníloka að veita umsögn um erindi stofnunarinnar og í bili er ekki meira um það að segja," sagði Páll. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Inter, samtök netþjónustufyrirtækja, gagnrýna skort á gagnsæi í ársreikningum Símans. Samtökin telja þar eigi að koma fram rekstrarlegur aðskilnaður sviða Símans sem eiga í samkeppnisrekstri. "Kveðið er á um í samkeppnislögum að fyrirtæki í markaðsráðandi greini þannig á milli. Í staðinn er afkoma deilda tekin saman í eina tölu," segir Björn Davíðsson, stjórnarmaður í Inter. "Við höfum gert því skóna að Síminn hafi t.d. látið deildina sem við keppum við [Síminn Internet] sleppa við tiltekinn kostnað, svo sem við hönnun og gerð auglýsinga," segir Björn. Í svari fjármálaráðherra um sama mál á Alþingi segir að ráðuneytinu sé ekki kunnugt um að Póst - og fjarskiptastofnun hafi farið fram á við Símann "að hann viðhafi fjárhagslegan aðskilnað í umræddri starfsemi". Björn furðar sig á þessu svari. "Það er mjög alvarlegt mál ef ráðherrar eru farnir að víkja sér undan því að svara spurningum í stað þess að afla upplýsinganna sem þeir þó hafa aðgang að sem handhafi hlutabréfsins," sagði hann. Að sögn Björns er Inter með nokkur mál í gangi hjá Samkeppnisstofnun vegna Símans, bæði umkvartanir og ábendingar og svo einnig kærur, t.d. vegna samtvinnunar þjónustu frá óskyldum deildum. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að af hálfu stofnunarinnar sé farið fram á bókhaldslegan aðskilnað, en það sé dálítið annað en fjárhagslegur aðskilnaður líkt og farið sé fram á af hálfu Samkeppnisstofnunar. "En hún mælti fyrir um slíkan aðskilnað með ákvörðun númer 17 frá árinu 1999," sagði Hrafnkell. "Varðandi bókhaldslegan aðskilnað milli deilda fylgjum við ákvörðunum Samkeppnisstofnunar og laga og reglugerðarfyrirmælum þar að lútandi. Enda höfum við hvorki fengið athugasemdir við framkvæmdina á því frá Samkeppnisstofnun, né Póst- og fjarskiptastofnun," sagði Páll Ásgrímsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Símans, og bætti við að Síminn kysi annars að tjá sig ekki um mál á meðan þau væru til meðferðar hjá Samkeppnisstofnun. "Við höfum frest til júníloka að veita umsögn um erindi stofnunarinnar og í bili er ekki meira um það að segja," sagði Páll.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira