Íslenskur her í Afganistan 13. júní 2004 00:01 Íslenska friðargæslan - Björgvin Guðmundsson Íslenskur her er nú í Afganistan og tekur þátt í hernámi landsins. Er það kaldhæðnislegt,að þjóð,sem barist hefur gegn erlendu hernámi og þurft hefur að heyja langvarandi baráttu fyrir eigin sjálfstæði skuli nú taka þátt í að hernema erlenda þjóð og senda þangað hermenn.Reynt er að breiða yfir það að íslensku liðsmennirnir í Afganistan séu hermenn og þeir kallaðir "friðargæslumenn". En þessir menn, sem eru 17 talsins, eru í einkennisbúningum og bera vopn. Þeir fengu herþjálfun í Noregi. Slíkir menn hafa til þessa verið kallaðir hermenn. Það hefur ekki verið rætt sérstaklega á Alþingi hvort Ísland væri reiðubúið að stofna umræddan her í Afganistan. Svo virðist sem utanríkisráðherra hafi upp á sitt eindæmi ákveðið að stofna umrædda íslenska herdeild. Er það eftir öðru en margar ákvarðanir stjórnarherranna eru nú teknar án þess að leggja þær fyrir Alþingi. Telja má víst, að stofnun íslenskrar herdeildar í Afganistan sé ólögleg. Þegar Björn Bjarnason hreyfði hugmyndum um stofnun íslensks hers sættu þær mikilli andstöðu.Á ráðherrafundi NATO í Prag 2002 lofuðu forsætis-og utanríkisráðherra að leggja 300 millj. kr. til herflutninga til Írak með íslenskum flugvélum. Þetta loforð sætti mikilli gagnrýni enda virtist svo sem nota ætti íslenskar farþegaflugvélar til herflutninga. Íslensk stjórnvöld urðu því að draga loforðið frá Prag að hluta til baka. Í staðinn var ákveðið að verja peningum til flutninga til Afganistan og Írak. Ísland hefur því kostað flutninga til Afganistan og nú tekur Ísland einnig að sér stjórn flugvallarins í Kabul á vegum NATO með því að senda þangað íslenska herdeild.Það er mjög óeðlilegt, að Ísland sé að taka þátt í hernámi í landi, sem Bandaríkin réðust inn, í enda þótt sú innrás hafi verið gerð til þess að leita að Bin Laden og ráðast gegn Al Kaida. Nær væri fyrir Ísland að styðja í ríkari mæli en nú uppbyggingarstarf í þróunarlöndum og mannréttindabaráttu þar. Í þeim löndum eru verkefni næg. Ísland hefur unnið nokkurt starf á þessu sviði í Afríku en auka má það starf verulega,einkum aðstoð við mannréttindabaráttu.Ekki var rætt mikið á Alþingi um fjárveitingar til Afgangistan. Fram kom í fréttum, að Ísland léti 200 mill. kr. renna til Afganistan. Þess verður að vænta, að Alþingi hafi samþykkt þá fjárveitingu, þ.e. til flutninga til Afganistan og stjórnunar flugvallarins í Kabul. Ísland getur ekki í dag rekið stærsta spítala sinn á sómasamlegan hátt. Þar er skorið niður svo mjög, að öryggi sjúklinga er stefnt í hættu. Á sama tíma og þannig er ástatt er hlálegt, að Ísland sé að stunda hermannaleik í fjarlægu landi, Afganistan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Íslenska friðargæslan - Björgvin Guðmundsson Íslenskur her er nú í Afganistan og tekur þátt í hernámi landsins. Er það kaldhæðnislegt,að þjóð,sem barist hefur gegn erlendu hernámi og þurft hefur að heyja langvarandi baráttu fyrir eigin sjálfstæði skuli nú taka þátt í að hernema erlenda þjóð og senda þangað hermenn.Reynt er að breiða yfir það að íslensku liðsmennirnir í Afganistan séu hermenn og þeir kallaðir "friðargæslumenn". En þessir menn, sem eru 17 talsins, eru í einkennisbúningum og bera vopn. Þeir fengu herþjálfun í Noregi. Slíkir menn hafa til þessa verið kallaðir hermenn. Það hefur ekki verið rætt sérstaklega á Alþingi hvort Ísland væri reiðubúið að stofna umræddan her í Afganistan. Svo virðist sem utanríkisráðherra hafi upp á sitt eindæmi ákveðið að stofna umrædda íslenska herdeild. Er það eftir öðru en margar ákvarðanir stjórnarherranna eru nú teknar án þess að leggja þær fyrir Alþingi. Telja má víst, að stofnun íslenskrar herdeildar í Afganistan sé ólögleg. Þegar Björn Bjarnason hreyfði hugmyndum um stofnun íslensks hers sættu þær mikilli andstöðu.Á ráðherrafundi NATO í Prag 2002 lofuðu forsætis-og utanríkisráðherra að leggja 300 millj. kr. til herflutninga til Írak með íslenskum flugvélum. Þetta loforð sætti mikilli gagnrýni enda virtist svo sem nota ætti íslenskar farþegaflugvélar til herflutninga. Íslensk stjórnvöld urðu því að draga loforðið frá Prag að hluta til baka. Í staðinn var ákveðið að verja peningum til flutninga til Afganistan og Írak. Ísland hefur því kostað flutninga til Afganistan og nú tekur Ísland einnig að sér stjórn flugvallarins í Kabul á vegum NATO með því að senda þangað íslenska herdeild.Það er mjög óeðlilegt, að Ísland sé að taka þátt í hernámi í landi, sem Bandaríkin réðust inn, í enda þótt sú innrás hafi verið gerð til þess að leita að Bin Laden og ráðast gegn Al Kaida. Nær væri fyrir Ísland að styðja í ríkari mæli en nú uppbyggingarstarf í þróunarlöndum og mannréttindabaráttu þar. Í þeim löndum eru verkefni næg. Ísland hefur unnið nokkurt starf á þessu sviði í Afríku en auka má það starf verulega,einkum aðstoð við mannréttindabaráttu.Ekki var rætt mikið á Alþingi um fjárveitingar til Afgangistan. Fram kom í fréttum, að Ísland léti 200 mill. kr. renna til Afganistan. Þess verður að vænta, að Alþingi hafi samþykkt þá fjárveitingu, þ.e. til flutninga til Afganistan og stjórnunar flugvallarins í Kabul. Ísland getur ekki í dag rekið stærsta spítala sinn á sómasamlegan hátt. Þar er skorið niður svo mjög, að öryggi sjúklinga er stefnt í hættu. Á sama tíma og þannig er ástatt er hlálegt, að Ísland sé að stunda hermannaleik í fjarlægu landi, Afganistan.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun