Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. október 2025 17:01 Það er sótt að réttindum kvenna. Núna. Ekki bara í Bandaríkjunum eða Afganistan, heldur víða í Evrópu — og með hætti sem læðist hægt og hljótt inn í orðræðuna, stjórnmálin, stjórnsýsluna og stefnumótunina. Þess vegna verðum við að vera vakandi. Engin réttindi eru örugg nema við stöndum vörð um þau á hverjum degi. Í síðustu viku tókum við þessi mál til umræðu á fundi í Hannesarholti þar sem UN Women, Kvenréttindafélag Íslands og Heimili Heimsmarkmiðanna efndu til viðburðarins Að missa réttindi sín: yfirráð yfir eigin líkama í breyttu samfélagi. Þar ræddum við hvernig þessi réttindi, sem virtust einu sinni tryggð, eru nú víða undir árás og hversu mikilvægt er að greina og skilja rót vandans áður en bakslagið verður staðreynd. Yfirráð kvenna yfir eigin líkama eiga ekki að vera háð málamiðlun heldur eru þau kjarni mannréttinda. Þau vinnast í áföngum, þau haldast í krafti samstöðu og eru alltaf brothætt. Við vitum það af sögunni. Árið 2019 tókum við stórt skref á Íslandi þegar Alþingi samþykkti ný lög um þungunarrof. Með þeim var endanlega ákvörðunin færð frá nefndum og leyfisveitingum til konunnar sjálfrar. Í fyrsta sinn var lögfest að konan hefði sjálf fullt vald yfir eigin líkama og framtíð. Lögin voru einföld og skýr en tímamótin stór. Með þeim ræður konan sjálf. Þau tryggja rétt hennar til þungunarrofs að eigin beiðni, leggja áherslu á örugga og gjaldfrjálsa þjónustu, jafnt aðgengi um land allt og virðingu fyrir reisn kvenna. Þau drógu úr forræðishyggju og tóku af skarið: ákvörðunin er hennar en ekki kerfisins. Þessi breyting varð til í krafti þverpólitískrar samstöðu kvenna á Alþingi og þeirra karla sem studdu þennan þátt mannréttinda. Við sýndum að jafnréttismál eru ekki einkamál eins flokks heldur snúast þau um manngildi og mannréttindi. Sú samstaða gerði lögin möguleg. En nú, sex árum síðar, sjáum við merki bakslags. Í Evrópu hefur aðgengi að þungunarrofi víða verið skert. Í Bandaríkjunum hefur Hæstiréttur fellt úr gildi grundvallarvernd kvenna. Og víða eykst þrýstingur á að takmarka réttindi í nafni „hefðar“, „verndar“ eða „siðferðis“. Slíkur málflutningur er ekki hluti af fortíðinni – hann fer vaxandi núna. Í nútímanum. Við þurfum að greina rót vandans. Þetta snýst ekki aðeins um heilbrigðismál heldur líka – og ekki síður – efnahagslegt og pólitískt vald, um stjórn á tíma kvenna, lífi þeirra og möguleikum. Þess vegna tengjast þessi réttindi líka loftslagsmálum, félagslegu réttlæti og jöfnuði. Þegar vald er tekið frá konum, hvort sem það er yfir líkama þeirra eða framtíð, veikist lýðræðið sjálft. Engin lög lifa nema menningin, framkvæmdin og pólitískur vilji styðji þau. Við þurfum að tala skýrt, fræða, standa saman og nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Réttur kvenna til eigin líkama er mannréttindi. Hann er ekki samningsatriði. Það sem áunnist hefur getur tapast. En það sem við stöndum vörð um lifir. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Greinin byggir á erindi höfundar á fundi UN Women, Kvenréttindafélags Íslands og Hannesarholts 1. október 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Jafnréttismál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Það er sótt að réttindum kvenna. Núna. Ekki bara í Bandaríkjunum eða Afganistan, heldur víða í Evrópu — og með hætti sem læðist hægt og hljótt inn í orðræðuna, stjórnmálin, stjórnsýsluna og stefnumótunina. Þess vegna verðum við að vera vakandi. Engin réttindi eru örugg nema við stöndum vörð um þau á hverjum degi. Í síðustu viku tókum við þessi mál til umræðu á fundi í Hannesarholti þar sem UN Women, Kvenréttindafélag Íslands og Heimili Heimsmarkmiðanna efndu til viðburðarins Að missa réttindi sín: yfirráð yfir eigin líkama í breyttu samfélagi. Þar ræddum við hvernig þessi réttindi, sem virtust einu sinni tryggð, eru nú víða undir árás og hversu mikilvægt er að greina og skilja rót vandans áður en bakslagið verður staðreynd. Yfirráð kvenna yfir eigin líkama eiga ekki að vera háð málamiðlun heldur eru þau kjarni mannréttinda. Þau vinnast í áföngum, þau haldast í krafti samstöðu og eru alltaf brothætt. Við vitum það af sögunni. Árið 2019 tókum við stórt skref á Íslandi þegar Alþingi samþykkti ný lög um þungunarrof. Með þeim var endanlega ákvörðunin færð frá nefndum og leyfisveitingum til konunnar sjálfrar. Í fyrsta sinn var lögfest að konan hefði sjálf fullt vald yfir eigin líkama og framtíð. Lögin voru einföld og skýr en tímamótin stór. Með þeim ræður konan sjálf. Þau tryggja rétt hennar til þungunarrofs að eigin beiðni, leggja áherslu á örugga og gjaldfrjálsa þjónustu, jafnt aðgengi um land allt og virðingu fyrir reisn kvenna. Þau drógu úr forræðishyggju og tóku af skarið: ákvörðunin er hennar en ekki kerfisins. Þessi breyting varð til í krafti þverpólitískrar samstöðu kvenna á Alþingi og þeirra karla sem studdu þennan þátt mannréttinda. Við sýndum að jafnréttismál eru ekki einkamál eins flokks heldur snúast þau um manngildi og mannréttindi. Sú samstaða gerði lögin möguleg. En nú, sex árum síðar, sjáum við merki bakslags. Í Evrópu hefur aðgengi að þungunarrofi víða verið skert. Í Bandaríkjunum hefur Hæstiréttur fellt úr gildi grundvallarvernd kvenna. Og víða eykst þrýstingur á að takmarka réttindi í nafni „hefðar“, „verndar“ eða „siðferðis“. Slíkur málflutningur er ekki hluti af fortíðinni – hann fer vaxandi núna. Í nútímanum. Við þurfum að greina rót vandans. Þetta snýst ekki aðeins um heilbrigðismál heldur líka – og ekki síður – efnahagslegt og pólitískt vald, um stjórn á tíma kvenna, lífi þeirra og möguleikum. Þess vegna tengjast þessi réttindi líka loftslagsmálum, félagslegu réttlæti og jöfnuði. Þegar vald er tekið frá konum, hvort sem það er yfir líkama þeirra eða framtíð, veikist lýðræðið sjálft. Engin lög lifa nema menningin, framkvæmdin og pólitískur vilji styðji þau. Við þurfum að tala skýrt, fræða, standa saman og nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Réttur kvenna til eigin líkama er mannréttindi. Hann er ekki samningsatriði. Það sem áunnist hefur getur tapast. En það sem við stöndum vörð um lifir. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Greinin byggir á erindi höfundar á fundi UN Women, Kvenréttindafélags Íslands og Hannesarholts 1. október 2025.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun