KB banki tvöfaldast 14. júní 2004 00:01 Eftir kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH verða heildareignir KB banka tæplega 50 prósent meiri en samanlagðar eignir Íslandsbanka og Landsbankans. Heildareignir KB banka verða 1.470 milljarðar króna, en samanlagaðar eignir hinna bankanna tveggja eru tæpir þúsund milljarðar króna. Eignir KB banka fyrir sameiningu námu 601 milljarði króna. Verðmæti KB banka hækkaði um 12,5 prósent á markaði í gær og er verðmæti bankans 173 milljarðar króna. Bankinn er langverðmætasta fyrirtæki á markaði, en næst kemur Actavis, sem metið er á markaði á tæpa 123 milljarða króna. Þriðja verðmætasta fyrirtækið á markaði er Íslandsbanki og er bankinn metinn á 82,5 milljarða króna. KB banki er fyrir sameiningu við FIH tvöfalt verðmætari en Íslandsbanki. Verðmæti KB banka er nærri tíu sinnum meira en verðmæti stórfyrirtækjanna Samherja og Flugleiða. Eftir hlutafjáraukningu mun markaðsvirði KB banka aukast enn og verða á þriðja hundrað milljarða króna. Að sögn Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB banka, liggja mörg tækifæri í kaupum á danska bankanum. FIH er gamall fjárfestingarbanki danska iðnaðarins með sterk tengsl við dönsk iðnfyrirtæki. Um fimm þúsund dönsk fyrirtæki eru í viðskiptum við bankann og sjá forsvarsmenn KB banka mikla möguleika í að nýta tengslin og bæta við þjónustu við fyrirtækin með ýmiss konar fyrirtækjaráðgjafarverkefnum. FIH hefur fyrst og fremst verið í lánastarfsemi og er kostnaðarhlutfall bankans lágt og afskriftir verið litlar. "Það er sama hvar okkur ber niður. Bankinn er mjög vel rekinn og við munum reiða okkur á núverandi stjórnendur bankans." Lars Johansen, framkvæmdastjóri FIH, fagnaði nýjum eigendum og segir mikilvægt að kaupendurnir stefni í sömu átt og stjórnendur bankans. Matsfyrirtækið Moody's hefur boðað endurskoðun á lánshæfismati KB banka til hækkunar sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á fjármögnun bankans. Stærsti banki Norðurlanda, Nordea, var meðal þeirra sem kepptu við KB banka um kaupin. Starfsmenn FIH fögnuðu niðurstöðunni þegar ljóst var að KB banki yrði ofan á í viðskiptunum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Eftir kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH verða heildareignir KB banka tæplega 50 prósent meiri en samanlagðar eignir Íslandsbanka og Landsbankans. Heildareignir KB banka verða 1.470 milljarðar króna, en samanlagaðar eignir hinna bankanna tveggja eru tæpir þúsund milljarðar króna. Eignir KB banka fyrir sameiningu námu 601 milljarði króna. Verðmæti KB banka hækkaði um 12,5 prósent á markaði í gær og er verðmæti bankans 173 milljarðar króna. Bankinn er langverðmætasta fyrirtæki á markaði, en næst kemur Actavis, sem metið er á markaði á tæpa 123 milljarða króna. Þriðja verðmætasta fyrirtækið á markaði er Íslandsbanki og er bankinn metinn á 82,5 milljarða króna. KB banki er fyrir sameiningu við FIH tvöfalt verðmætari en Íslandsbanki. Verðmæti KB banka er nærri tíu sinnum meira en verðmæti stórfyrirtækjanna Samherja og Flugleiða. Eftir hlutafjáraukningu mun markaðsvirði KB banka aukast enn og verða á þriðja hundrað milljarða króna. Að sögn Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB banka, liggja mörg tækifæri í kaupum á danska bankanum. FIH er gamall fjárfestingarbanki danska iðnaðarins með sterk tengsl við dönsk iðnfyrirtæki. Um fimm þúsund dönsk fyrirtæki eru í viðskiptum við bankann og sjá forsvarsmenn KB banka mikla möguleika í að nýta tengslin og bæta við þjónustu við fyrirtækin með ýmiss konar fyrirtækjaráðgjafarverkefnum. FIH hefur fyrst og fremst verið í lánastarfsemi og er kostnaðarhlutfall bankans lágt og afskriftir verið litlar. "Það er sama hvar okkur ber niður. Bankinn er mjög vel rekinn og við munum reiða okkur á núverandi stjórnendur bankans." Lars Johansen, framkvæmdastjóri FIH, fagnaði nýjum eigendum og segir mikilvægt að kaupendurnir stefni í sömu átt og stjórnendur bankans. Matsfyrirtækið Moody's hefur boðað endurskoðun á lánshæfismati KB banka til hækkunar sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á fjármögnun bankans. Stærsti banki Norðurlanda, Nordea, var meðal þeirra sem kepptu við KB banka um kaupin. Starfsmenn FIH fögnuðu niðurstöðunni þegar ljóst var að KB banki yrði ofan á í viðskiptunum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira