KB banki tvöfaldast 14. júní 2004 00:01 KB banki tvöfaldaði stærð sína í dag með kaupum á danska bankanum FIH fyrir áttatíu og fjóra milljarða króna. Tveir íslenskir viðskiptabankar tóku þátt í slagnum um bankann sem er talinn hafa forystu í lánveitingum til fyrirtækja í Danmörku. Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. KB banki kaupir danska bankann FIH af Swedbank á 84 milljarða króna, auk vaxta frá þrítugasta og fyrsta mars þar til gengið verður endanlega frá kaupunum. Hlutabréf í KBbanka hækkuðu um rúm tólf prósent eftir að kaupin voru tilkynnt. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KBbanka segir kaupin fjármögnuð með töluvert háu víkjandi láni á erlendum markaði og að til standi að fara í hlutafjárútboð á næstunni. FIH er með sautján prósenta hlutdeild á danska fyrirtækjalánamarkaðnum en stjórnendur KB banka sjá ýmis tækifæri til vaxtar svo sem í fyrirtækjaráðgjöf, fjármögnun í tengslum við yfirtökur og fjárfestingar í óskráðum hlutafélögum. Ekki eru fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á rekstri eða starfsmannahaldi. Heimildir fréttastofu herma að Landsbankinn hafi einnig sóst eftir að kaupa FIH, en að þar á bæ hafi menn talið verðið komið yfir sársaukamörk. Hvað sem því líður verður að teljast til tíðinda að tveir viðskiptabankar á litla Íslandi gerist svo metnaðarfullir að hella sér í slaginn um eftirsóttan banka í okkar gamla herraríki. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB banka segir FIH einn af þremur leiðandi fyrirtækjabönkum Danmerkur. "Bankinn er mjög vel rekinn og þess vegna þarf ekki að gera neinar aðgerðir. Við getum unnið með núverandi starfsmönnum FIH og því fellur þetta vel að þeirri hugmyndafræði sem Kaupþing byggir á," segir Sigurður. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
KB banki tvöfaldaði stærð sína í dag með kaupum á danska bankanum FIH fyrir áttatíu og fjóra milljarða króna. Tveir íslenskir viðskiptabankar tóku þátt í slagnum um bankann sem er talinn hafa forystu í lánveitingum til fyrirtækja í Danmörku. Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. KB banki kaupir danska bankann FIH af Swedbank á 84 milljarða króna, auk vaxta frá þrítugasta og fyrsta mars þar til gengið verður endanlega frá kaupunum. Hlutabréf í KBbanka hækkuðu um rúm tólf prósent eftir að kaupin voru tilkynnt. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KBbanka segir kaupin fjármögnuð með töluvert háu víkjandi láni á erlendum markaði og að til standi að fara í hlutafjárútboð á næstunni. FIH er með sautján prósenta hlutdeild á danska fyrirtækjalánamarkaðnum en stjórnendur KB banka sjá ýmis tækifæri til vaxtar svo sem í fyrirtækjaráðgjöf, fjármögnun í tengslum við yfirtökur og fjárfestingar í óskráðum hlutafélögum. Ekki eru fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á rekstri eða starfsmannahaldi. Heimildir fréttastofu herma að Landsbankinn hafi einnig sóst eftir að kaupa FIH, en að þar á bæ hafi menn talið verðið komið yfir sársaukamörk. Hvað sem því líður verður að teljast til tíðinda að tveir viðskiptabankar á litla Íslandi gerist svo metnaðarfullir að hella sér í slaginn um eftirsóttan banka í okkar gamla herraríki. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB banka segir FIH einn af þremur leiðandi fyrirtækjabönkum Danmerkur. "Bankinn er mjög vel rekinn og þess vegna þarf ekki að gera neinar aðgerðir. Við getum unnið með núverandi starfsmönnum FIH og því fellur þetta vel að þeirri hugmyndafræði sem Kaupþing byggir á," segir Sigurður.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira