Varðstöðumenn í uppreisnarham 28. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Nú þegar þeir hafa allir tjáð afstöðu sína til úrslita forsetakosninganna; þeir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmyndafræðingur flokksins; má draga saman hugmyndir þeirra um lýðræði og kosningar. Þær eru nokkuð í anda áður framkominna hugmynda Björns Bjarnasonar um aukið minnihlutavald í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu; það er að 26 prósent minnihluti geti fellt afstöðu 74 prósent meirihluta með því að skrópa í kosningunum.Samkvæmt kenningu þeirra þremenninga hefur Ólafur Ragnar Grímsson fengið skert umboð til embættis forseta Íslands þrátt fyrir að hann hafi hlotið 68 prósent atkvæða þeirra sem mættu á kjörstað. Þau 20 prósent sem skiluðu auðu hafa ráðið því að Ólafur Ragnar Grímsson er ekki forseti Íslands eða kjörinn þjóðhöfðingi Íslendinga. Þeir þremenningar hafna niðurstöðum kosninganna og segja Ólaf Ragnar aðeins verða forseta sumra Íslendinga héðan í frá. Það er sem sagt ekki nægjanlegt að sigra í kosningum á Íslandi heldur verða menn jafnframt að sigra hjarta Hannesar Hólmsteins og félaga til að vera réttkjörnir til embætta.Ekki veit ég hvað hefur hent hina borgaralegu og frjálslyndu sjálfstæðismenn -- en æði langt hafa þeir borist frá lýðræðislegri stefnu Sjálfstæðisflokksins og virðingu flokksins fyrir grundvallargildum samfélaga að hætti vestrænna lýðræðisríkja. Því miður er túlkun kosningaúrslita ekki eina dæmið um þessa stefnubreytingu þeirra félaga. Við þekkjum nokkur dæmi þess að þeir hafa dregið úr niðurstöðum Hæstaréttar með svipuðum reikningskúnstum.Ef Hæstiréttur snýr við dóm héraðsdóms þá hafa þeir þremenningar lagt saman fjölda dómara héraðsdóms við minnihluta Hæstaréttar og kynnt þjóðinni að meirihluti dómara sem um málið fjölluðu hafi verið sér sammála. Hæstiréttur er ekki lengur æðsta dómstigið á Íslandi þeirra félaga -- hvar Ólafur Ragnar Grímsson er sannarlega ekki forseti.Auðvitað eru það engin tíðindi að forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið eru ósátt við hvern þjóðin velur sem forseta. Bæði flokkur og blað hafa verið hundóánægð með alla forseta lýðveldisins. Það er ástæða þess að forysta flokks og blaðs hafa reynt að grafa undan valdi forsetaembættisins og reynt að telja þjóðinni trú um að forsetinn eigi að vera útþynnt helgimynd sem engan truflar -- og allra síst Hannes Hólmstein. Þjóðin hefur hins vegar margsinnis hafnað þessari óskhyggju flokksins og blaðsins. Hún hefur ætíð kosið þá forseta sem eru flokki og blaði síst að skapi og staðið vörð um sjálfstæði og vald forseta Íslands.Ólafur Ragnar Grímsson verður að taka tillit til þeirra 20 prósent kjósenda sem fóru á kjörstað til að skila auðu. Hann er forseti þessa fólks jafnt sem hinna. En það er jafnframt verkefni forystumanna þessa minnihluta að sætta sig við grundvöll borgarlegs samfélags. Ég trúi því ekki að það sé vilji þeirra að leiða fylgismenn sína út í allsherjar uppreisn gegn leikreglur lýðræðisins.Áratugum saman hafnaði Morgunblaðið rétti jafn stórs minnihluta til nokkurra áhrifa á íslenskt samfélag þar sem hann virti ekki lýðræðislegar undirstöður samfélagsins, byggði á sósíalískri hugmyndafræði og hafnaði ekki uppreisn eða byltingu verkalýðsstéttarinnar. Blaðið skammaði meðal annars einn af forsetum Íslands á þessum forsendum fyrir að veita forystumanni þessa minnihlutaflokks stjórnarmyndunarumboð eftir að flokkurinn fékk 22,9 prósent atkvæða í kosningum.Bæði forysta Morgunblaðsins og sjálfstæðismenn ættu því að þekkja það öngstræti sem harðlínumenn hafa sveigt stefnu blaðs og flokks inn á. Þótt þessi stræti henti ýmsum andófsmönnum þá er þetta ekki sá vegur sem sjálfstæðismenn vilja feta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Nú þegar þeir hafa allir tjáð afstöðu sína til úrslita forsetakosninganna; þeir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmyndafræðingur flokksins; má draga saman hugmyndir þeirra um lýðræði og kosningar. Þær eru nokkuð í anda áður framkominna hugmynda Björns Bjarnasonar um aukið minnihlutavald í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu; það er að 26 prósent minnihluti geti fellt afstöðu 74 prósent meirihluta með því að skrópa í kosningunum.Samkvæmt kenningu þeirra þremenninga hefur Ólafur Ragnar Grímsson fengið skert umboð til embættis forseta Íslands þrátt fyrir að hann hafi hlotið 68 prósent atkvæða þeirra sem mættu á kjörstað. Þau 20 prósent sem skiluðu auðu hafa ráðið því að Ólafur Ragnar Grímsson er ekki forseti Íslands eða kjörinn þjóðhöfðingi Íslendinga. Þeir þremenningar hafna niðurstöðum kosninganna og segja Ólaf Ragnar aðeins verða forseta sumra Íslendinga héðan í frá. Það er sem sagt ekki nægjanlegt að sigra í kosningum á Íslandi heldur verða menn jafnframt að sigra hjarta Hannesar Hólmsteins og félaga til að vera réttkjörnir til embætta.Ekki veit ég hvað hefur hent hina borgaralegu og frjálslyndu sjálfstæðismenn -- en æði langt hafa þeir borist frá lýðræðislegri stefnu Sjálfstæðisflokksins og virðingu flokksins fyrir grundvallargildum samfélaga að hætti vestrænna lýðræðisríkja. Því miður er túlkun kosningaúrslita ekki eina dæmið um þessa stefnubreytingu þeirra félaga. Við þekkjum nokkur dæmi þess að þeir hafa dregið úr niðurstöðum Hæstaréttar með svipuðum reikningskúnstum.Ef Hæstiréttur snýr við dóm héraðsdóms þá hafa þeir þremenningar lagt saman fjölda dómara héraðsdóms við minnihluta Hæstaréttar og kynnt þjóðinni að meirihluti dómara sem um málið fjölluðu hafi verið sér sammála. Hæstiréttur er ekki lengur æðsta dómstigið á Íslandi þeirra félaga -- hvar Ólafur Ragnar Grímsson er sannarlega ekki forseti.Auðvitað eru það engin tíðindi að forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið eru ósátt við hvern þjóðin velur sem forseta. Bæði flokkur og blað hafa verið hundóánægð með alla forseta lýðveldisins. Það er ástæða þess að forysta flokks og blaðs hafa reynt að grafa undan valdi forsetaembættisins og reynt að telja þjóðinni trú um að forsetinn eigi að vera útþynnt helgimynd sem engan truflar -- og allra síst Hannes Hólmstein. Þjóðin hefur hins vegar margsinnis hafnað þessari óskhyggju flokksins og blaðsins. Hún hefur ætíð kosið þá forseta sem eru flokki og blaði síst að skapi og staðið vörð um sjálfstæði og vald forseta Íslands.Ólafur Ragnar Grímsson verður að taka tillit til þeirra 20 prósent kjósenda sem fóru á kjörstað til að skila auðu. Hann er forseti þessa fólks jafnt sem hinna. En það er jafnframt verkefni forystumanna þessa minnihluta að sætta sig við grundvöll borgarlegs samfélags. Ég trúi því ekki að það sé vilji þeirra að leiða fylgismenn sína út í allsherjar uppreisn gegn leikreglur lýðræðisins.Áratugum saman hafnaði Morgunblaðið rétti jafn stórs minnihluta til nokkurra áhrifa á íslenskt samfélag þar sem hann virti ekki lýðræðislegar undirstöður samfélagsins, byggði á sósíalískri hugmyndafræði og hafnaði ekki uppreisn eða byltingu verkalýðsstéttarinnar. Blaðið skammaði meðal annars einn af forsetum Íslands á þessum forsendum fyrir að veita forystumanni þessa minnihlutaflokks stjórnarmyndunarumboð eftir að flokkurinn fékk 22,9 prósent atkvæða í kosningum.Bæði forysta Morgunblaðsins og sjálfstæðismenn ættu því að þekkja það öngstræti sem harðlínumenn hafa sveigt stefnu blaðs og flokks inn á. Þótt þessi stræti henti ýmsum andófsmönnum þá er þetta ekki sá vegur sem sjálfstæðismenn vilja feta.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun