SH kaupir í Bretlandi 20. júlí 2004 00:01 Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefur keypt 80% í breska matvælafyrirtæki. Fyrirtækið, Seachill, selur mikið af kældum fiskafurðum til verslunarkeðjunnar Tesco í Bretlandi. Kaupverðið er 4,9 milljarðar króna. SH á fyrir matvælaverksmiðju í Redditch sem selur afurðir fyrst og fremst til Marks&Spencer´s verslunarkeðjunnar. Verð á bréfum í SH tóku kipp á markaðinum í gærmorgun og hækkuðu um meira en tíu prósent í byrjun dags. Seachill var stofnað árið 1997 og hefur vöxtur félagsins verið um tuttugu prósent á ári á síðustu árum. Í fréttatilkynningu frá SH kemur fram að sala á kældum sjávarafurðum hafi vaxið mjög á síðustu árum og að markaðsrannsóknir bendi til þess vöxtur kælda markaðarins verði áfram mikill en minni vöxtur verði í sölu frystra sjávarafurða. Að sögn Gunnars Svavarssonar, forstjóra SH, eru kaupin liður í þeirri stefnu fyrirtækisins sem mörkuð var árið 1999 að auka áherslu á sölu kældra sjávarafurða. Hann segir að SH hafi þekkt vel til Seachill og forráðamanna félagsins þótt viðskipti þar í milli hafi ekki verið mikil. Hins vegar hafi Seachill átt töluverð viðskipti við ýmsa íslenska útflytjendur. Gunnar segir að stórmarkaðir á borð við Tesco líti mjög til þess við val á birgjum að samvinna framleiðenda og seljenda sé náið og að hægt sé að treysta á stöðugt framboð af góðu hráefni. "Menn þurfa að standa sig virkilega vel að passa að þessi keðja slitni ekki. Varan er pöntuð að morgni og þú verður að gjöra svo vel að afhenda hana eftir nokkra klukkutíma. Það þarf að vera nánast hundrað prósent, þannig gengur til dæmis ekki að láta veiðarnar ráða," segir Gunnar. Hann segir SH hafa áður fyrr haft það markmið að selja vörur fyrir íslenska framleiðendur en nú sé áherslan lögð á að veita viðskiptavinunum þjónustu. "Við erum ekki, eins og við vorum í gamla daga, sölusamtök að reyna að selja fyrir framleiðendur heldur erum við að tryggja framboð til okkar kúnna," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefur keypt 80% í breska matvælafyrirtæki. Fyrirtækið, Seachill, selur mikið af kældum fiskafurðum til verslunarkeðjunnar Tesco í Bretlandi. Kaupverðið er 4,9 milljarðar króna. SH á fyrir matvælaverksmiðju í Redditch sem selur afurðir fyrst og fremst til Marks&Spencer´s verslunarkeðjunnar. Verð á bréfum í SH tóku kipp á markaðinum í gærmorgun og hækkuðu um meira en tíu prósent í byrjun dags. Seachill var stofnað árið 1997 og hefur vöxtur félagsins verið um tuttugu prósent á ári á síðustu árum. Í fréttatilkynningu frá SH kemur fram að sala á kældum sjávarafurðum hafi vaxið mjög á síðustu árum og að markaðsrannsóknir bendi til þess vöxtur kælda markaðarins verði áfram mikill en minni vöxtur verði í sölu frystra sjávarafurða. Að sögn Gunnars Svavarssonar, forstjóra SH, eru kaupin liður í þeirri stefnu fyrirtækisins sem mörkuð var árið 1999 að auka áherslu á sölu kældra sjávarafurða. Hann segir að SH hafi þekkt vel til Seachill og forráðamanna félagsins þótt viðskipti þar í milli hafi ekki verið mikil. Hins vegar hafi Seachill átt töluverð viðskipti við ýmsa íslenska útflytjendur. Gunnar segir að stórmarkaðir á borð við Tesco líti mjög til þess við val á birgjum að samvinna framleiðenda og seljenda sé náið og að hægt sé að treysta á stöðugt framboð af góðu hráefni. "Menn þurfa að standa sig virkilega vel að passa að þessi keðja slitni ekki. Varan er pöntuð að morgni og þú verður að gjöra svo vel að afhenda hana eftir nokkra klukkutíma. Það þarf að vera nánast hundrað prósent, þannig gengur til dæmis ekki að láta veiðarnar ráða," segir Gunnar. Hann segir SH hafa áður fyrr haft það markmið að selja vörur fyrir íslenska framleiðendur en nú sé áherslan lögð á að veita viðskiptavinunum þjónustu. "Við erum ekki, eins og við vorum í gamla daga, sölusamtök að reyna að selja fyrir framleiðendur heldur erum við að tryggja framboð til okkar kúnna," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira