Glæsilegur árangur í Aþenu 26. september 2004 00:01 Íslensku keppendurnir gerðu heldur betur góða hluti á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Þeir hafa nú lokið keppni og koma heim með ein gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun og er það glæsilegur árangur svo ekki sé meira sagt. Jón Oddur Halldórsson vann til silfurverðlauna um helgina í 200 metra hlaupi í flokki T-35. Hann hljóp vegalengdina á 27.27 sekúndum og bætti þar með eigið Íslandsmet um 35/100 úr sekúndu og setti um leið Norðurlandamet. Sigurvegari varð Teboho Mokgalagadi, en hann kemur frá Suður-Afríku. Hann kom í mark á nýju Ólympíumeti, 26.80. Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti í 50 metra skriðsundi í S-7 flokki en hún kom í mark á 35.47 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 17/100 úr sekúndu. Hin bandaríska, Erin Popovich, sigraði á 34.34 sekúndum og bætti eigið heimsmet um 8/100 úr sekúndu og voru þetta þriðju gullverðlaun hennar á leikunum. Fréttablaðið sló á þráðinn til Ólafs Magnússonar, en hann er framkvæmdastjóri Íþróttasambands fatlaðra. "Þetta er án efa besti árangur sem við höfum náð á Ólympíuleikum hingað til, ég tala nú ekki um með tilliti til þess fjölda þátttakenda sem við sendum. Þeir voru þrír að þessu sinni en hafa oft verið á bilinu fimm til tíu. Við getum því ekki verið annað en ánægð með eitt gull og þrjú silfur og í ofanálag eitt Heimsmet og eitt Norðurlandamet. Það er vel hlúð að keppendum okkar enda eiga þeir það svo sannarlega skilið og við finnum fyrir miklum meðbyr hjá almenningi og þykir vænt um það og þökkum fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur." Fréttablaðið heyrði einnig hljóðið í Sveini Áka Lúðvíkssyni, aðalfararstjóra íslenska hópsins og formanni Íþróttasambands fatlaðra. "Við erum alveg í skýjunum með þennan árangur. Við erum auðvitað á Ólympíuleikum og það er aldrei hægt að búast fyrirfram við sigri þar. Það voru 136 þjóðir sem tóku þátt í leikunum, þannig að það er ekki hægt að ganga að neinu gefnu. Við vorum hins vegar búin að gera okkur ákveðnar vonir og það er óhætt að segja að þær hafi ræst," segir Sveinn og bætir því við að öll framkvæmd Grikkjanna hafi verið til fyrirmyndar. "Það er ekki annað hægt en að hrósa þeim, allt skipulag hefur verið til sóma og þessir Ólympíuleikar hafa verið hið besta mál á allan hátt," sagði Sveinn Áki Lúðvíksson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira
Íslensku keppendurnir gerðu heldur betur góða hluti á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Þeir hafa nú lokið keppni og koma heim með ein gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun og er það glæsilegur árangur svo ekki sé meira sagt. Jón Oddur Halldórsson vann til silfurverðlauna um helgina í 200 metra hlaupi í flokki T-35. Hann hljóp vegalengdina á 27.27 sekúndum og bætti þar með eigið Íslandsmet um 35/100 úr sekúndu og setti um leið Norðurlandamet. Sigurvegari varð Teboho Mokgalagadi, en hann kemur frá Suður-Afríku. Hann kom í mark á nýju Ólympíumeti, 26.80. Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti í 50 metra skriðsundi í S-7 flokki en hún kom í mark á 35.47 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 17/100 úr sekúndu. Hin bandaríska, Erin Popovich, sigraði á 34.34 sekúndum og bætti eigið heimsmet um 8/100 úr sekúndu og voru þetta þriðju gullverðlaun hennar á leikunum. Fréttablaðið sló á þráðinn til Ólafs Magnússonar, en hann er framkvæmdastjóri Íþróttasambands fatlaðra. "Þetta er án efa besti árangur sem við höfum náð á Ólympíuleikum hingað til, ég tala nú ekki um með tilliti til þess fjölda þátttakenda sem við sendum. Þeir voru þrír að þessu sinni en hafa oft verið á bilinu fimm til tíu. Við getum því ekki verið annað en ánægð með eitt gull og þrjú silfur og í ofanálag eitt Heimsmet og eitt Norðurlandamet. Það er vel hlúð að keppendum okkar enda eiga þeir það svo sannarlega skilið og við finnum fyrir miklum meðbyr hjá almenningi og þykir vænt um það og þökkum fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur." Fréttablaðið heyrði einnig hljóðið í Sveini Áka Lúðvíkssyni, aðalfararstjóra íslenska hópsins og formanni Íþróttasambands fatlaðra. "Við erum alveg í skýjunum með þennan árangur. Við erum auðvitað á Ólympíuleikum og það er aldrei hægt að búast fyrirfram við sigri þar. Það voru 136 þjóðir sem tóku þátt í leikunum, þannig að það er ekki hægt að ganga að neinu gefnu. Við vorum hins vegar búin að gera okkur ákveðnar vonir og það er óhætt að segja að þær hafi ræst," segir Sveinn og bætir því við að öll framkvæmd Grikkjanna hafi verið til fyrirmyndar. "Það er ekki annað hægt en að hrósa þeim, allt skipulag hefur verið til sóma og þessir Ólympíuleikar hafa verið hið besta mál á allan hátt," sagði Sveinn Áki Lúðvíksson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira