Handteknir á kajanum 6. október 2004 00:01 Aðgerðum forsvarsmanna hagsmunasamtaka sjómanna við Akureyrarhöfn, þar sem þeir komu í veg fyrir uppskipun úr Sólbaki EA 7 frá því á þriðjudagskvöld, lauk með handtöku þeirra um klukkan hálf þrjú í gærdag. Þeir fóru fluttir á lögreglustöð til skýrslutöku og sleppt að henni lokinni. Hagsmunasamtök sjómanna telja kjarasamninga brotna á skipverjum á Sólbaks sem Brim á Akureyri gerir út. Þeir segja launagreiðslur samkvæmt samningi sem útgerðarfélagið gerði við sjómennina vera undir samningsbundnum lágmarkslaunum, en samningurinn kveður á um að sjómennirnir skuli standa utan stéttarfélaga. Fyrir forsvarsmönnum sjómannasamtakanna fór Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, en hann var einnig handtekinn snemma um morguninn og haldið í um 20 mínútur áður en honum var sleppt. Sævar og hans menn komu fyrst í veg fyrir uppskipun þegar starfsmenn Brims mættu um klukkan hálf fimm um morguninn. Nokkur rekistefna var svo fram eftir degi um hvort lögregla hefði umboð til að skerast í leikinn þar sem um aðgerðir í kjaradeilu væri að ræða. Að lokum fór það svo að lögmenn Brims sendu Hafnarstjórn Akureyrar erindi og vildu að hún tryggði fyrirtækinu starfsfrið við höfnina. Hafnarstjórn vísaði erindinu áfram til lögreglu og benti á að menn gætu ekki stundað vinnu sína við höfnina vegna ástands sem þar ríkti. "Það var svo löggæsluyfirvalda að túlka hvort þarna væri um lögmætar aðgerðir í vinnudeilu að ræða," áréttaði Hörður Blöndal hafnarstjóri. Eitthvað virðist það samt hafa verið málum blandið því á vettvangi sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að mennirnir væru handteknir að beiðni hafnaryfirvalda. Forsvarsmenn samtaka sjómanna sem handteknir voru í gær, eru þeir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands og formaður Sjómannasambands Eyjafjarðar, Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Aðgerðum forsvarsmanna hagsmunasamtaka sjómanna við Akureyrarhöfn, þar sem þeir komu í veg fyrir uppskipun úr Sólbaki EA 7 frá því á þriðjudagskvöld, lauk með handtöku þeirra um klukkan hálf þrjú í gærdag. Þeir fóru fluttir á lögreglustöð til skýrslutöku og sleppt að henni lokinni. Hagsmunasamtök sjómanna telja kjarasamninga brotna á skipverjum á Sólbaks sem Brim á Akureyri gerir út. Þeir segja launagreiðslur samkvæmt samningi sem útgerðarfélagið gerði við sjómennina vera undir samningsbundnum lágmarkslaunum, en samningurinn kveður á um að sjómennirnir skuli standa utan stéttarfélaga. Fyrir forsvarsmönnum sjómannasamtakanna fór Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, en hann var einnig handtekinn snemma um morguninn og haldið í um 20 mínútur áður en honum var sleppt. Sævar og hans menn komu fyrst í veg fyrir uppskipun þegar starfsmenn Brims mættu um klukkan hálf fimm um morguninn. Nokkur rekistefna var svo fram eftir degi um hvort lögregla hefði umboð til að skerast í leikinn þar sem um aðgerðir í kjaradeilu væri að ræða. Að lokum fór það svo að lögmenn Brims sendu Hafnarstjórn Akureyrar erindi og vildu að hún tryggði fyrirtækinu starfsfrið við höfnina. Hafnarstjórn vísaði erindinu áfram til lögreglu og benti á að menn gætu ekki stundað vinnu sína við höfnina vegna ástands sem þar ríkti. "Það var svo löggæsluyfirvalda að túlka hvort þarna væri um lögmætar aðgerðir í vinnudeilu að ræða," áréttaði Hörður Blöndal hafnarstjóri. Eitthvað virðist það samt hafa verið málum blandið því á vettvangi sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að mennirnir væru handteknir að beiðni hafnaryfirvalda. Forsvarsmenn samtaka sjómanna sem handteknir voru í gær, eru þeir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands og formaður Sjómannasambands Eyjafjarðar, Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira