Logandi kindur í veðurofsa 19. október 2004 00:01 Óhemjuerfiðar aðstæður í ofsaroki mættu slökkviliði á bænum Knerri í Breiðuvík á Snæfellsnesi um klukkan átta á mánudagskvöldið, en þar brunnu um kvöldið og nóttina fjárhús, hlaða og tækjageymsla. Talið er að yfir 600 sláturlömb hafi brunnið inni í eldsvoðanum og einhverjar kindur drápust líka. Í tækjageymslunni brunnu svo, að sögn Jóns Þórs Lúðvíkssonar, slökkviliðsstjóra í Ólafsvík, töluverð verðmæti. "Fjárflutningabíll, gröfur, traktorar, heyhleðsluvagn og allt mögulegt." Íbúðarhús bæjarins sem stendur um 50 metrum frá útihúsunum slapp. Talið er að vindhraði hafi farið hátt í 60 metra á sekúndu í hviðum. Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri, varð var við eldinn skömmu eftir að kvöldfréttir Sjónvarpsins hófust, en hann sá þá úti bjarmann frá hlöðunni sem stóð í björtu báli, en eldurinn er talinn hafa kviknað af hitnun í heyinu, sem vindurinn náði svo að magna upp. Friðgeir og bændur sem dreif að frá nærliggjandi bæjum, reyndu eftir megni að bjarga kindum út úr brennandi fjárhúsinu, en tókst ekki að bjarga nema á þriðja tug kinda. "Þeir lögðu sig í stórhættu og mildi að þeir sluppu sjálfir úr reykjarkófinu," sagði Jón Þór og bætti við að aðkoman hafi verið skelfileg. "Allt var alelda og við reyndum bara að verja það sem við gátum. Svo skipti áttum alveg sitt á hvað, yfir okkur fuku járnplötur og við þurftum að hörfa og sækja á víxl," sagði hann og taldi að slökkviliðsmennirnir hafi verið í stórhættu í veðurofsanum. "Rokið var slíkt að við vorum tveir sem misstum hjálmana þegar þeir rifnuðu af okkur í veðurofsanum. Svo hlupu kindur út logandi, sumar brunnar í framan, blindar." Jón Þór lýsti því hvernig slökkviliðsmenn hafi hörfað inn í tankbíl fullan af vatni þegar veðurofsinn var hvað mestur og óttast mest að veðrið velti honum, því hann hafi skekist til "eins og hundur að hrista sig." Þá var vatnsskortur á bænum og þurfti því að sækja vatn á næstu bæi. "Maður veit bara ekki enn þá hvað tekur við," sagði Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri. Auk þess að missa sláturlömbin auk einhverra sauða og veturgamals fjár sem hann ætlaði að láta slátra brann allt heyið í hlöðunni og á hann því hvorki eftir húsaskjól né fæði handa á áttunda hundrað fjár sem ekki voru í húsi. Friðgeir taldi að um helmingurinn af því sem varð eldi að bráð hafi verið tryggt. "Svona helmingurinn af kofunum og skepnurnar held ég," sagði hann. Þegar leið að miðjum degi í gær var tekið að lægja við bæinn, en þá logaði enn í hlöðunni og reykur lá yfir öllu. Greina mátti hræ inni í fjárhúsi og dauðar kindur lágu við útihúsin. Þá mátti heyra glamur í bárujárnsplötum sem rifnað höfðu frá klæðningu útihúsanna þegar þær komu veltandi niður fjallshlíðina fyrir ofan bæinn, undnar og sviðnar eftir átök næturinnar. Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri í Slökkviliði Snæfellsbæjar, stjórnaði aðgerðum á vettvangi, en einnig barst liðsauki frá Slökkviliði Grundarfjarðar.Mynd/PjeturReykur lá yfir öllu um miðjan dag í gær og smáeldar loguðu enn í hlöðunni eftir hádegi í gær. Lögreglan í Ólafsvík var á staðnum og vaktaði rústirnar.Mynd/Pjetur Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Óhemjuerfiðar aðstæður í ofsaroki mættu slökkviliði á bænum Knerri í Breiðuvík á Snæfellsnesi um klukkan átta á mánudagskvöldið, en þar brunnu um kvöldið og nóttina fjárhús, hlaða og tækjageymsla. Talið er að yfir 600 sláturlömb hafi brunnið inni í eldsvoðanum og einhverjar kindur drápust líka. Í tækjageymslunni brunnu svo, að sögn Jóns Þórs Lúðvíkssonar, slökkviliðsstjóra í Ólafsvík, töluverð verðmæti. "Fjárflutningabíll, gröfur, traktorar, heyhleðsluvagn og allt mögulegt." Íbúðarhús bæjarins sem stendur um 50 metrum frá útihúsunum slapp. Talið er að vindhraði hafi farið hátt í 60 metra á sekúndu í hviðum. Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri, varð var við eldinn skömmu eftir að kvöldfréttir Sjónvarpsins hófust, en hann sá þá úti bjarmann frá hlöðunni sem stóð í björtu báli, en eldurinn er talinn hafa kviknað af hitnun í heyinu, sem vindurinn náði svo að magna upp. Friðgeir og bændur sem dreif að frá nærliggjandi bæjum, reyndu eftir megni að bjarga kindum út úr brennandi fjárhúsinu, en tókst ekki að bjarga nema á þriðja tug kinda. "Þeir lögðu sig í stórhættu og mildi að þeir sluppu sjálfir úr reykjarkófinu," sagði Jón Þór og bætti við að aðkoman hafi verið skelfileg. "Allt var alelda og við reyndum bara að verja það sem við gátum. Svo skipti áttum alveg sitt á hvað, yfir okkur fuku járnplötur og við þurftum að hörfa og sækja á víxl," sagði hann og taldi að slökkviliðsmennirnir hafi verið í stórhættu í veðurofsanum. "Rokið var slíkt að við vorum tveir sem misstum hjálmana þegar þeir rifnuðu af okkur í veðurofsanum. Svo hlupu kindur út logandi, sumar brunnar í framan, blindar." Jón Þór lýsti því hvernig slökkviliðsmenn hafi hörfað inn í tankbíl fullan af vatni þegar veðurofsinn var hvað mestur og óttast mest að veðrið velti honum, því hann hafi skekist til "eins og hundur að hrista sig." Þá var vatnsskortur á bænum og þurfti því að sækja vatn á næstu bæi. "Maður veit bara ekki enn þá hvað tekur við," sagði Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri. Auk þess að missa sláturlömbin auk einhverra sauða og veturgamals fjár sem hann ætlaði að láta slátra brann allt heyið í hlöðunni og á hann því hvorki eftir húsaskjól né fæði handa á áttunda hundrað fjár sem ekki voru í húsi. Friðgeir taldi að um helmingurinn af því sem varð eldi að bráð hafi verið tryggt. "Svona helmingurinn af kofunum og skepnurnar held ég," sagði hann. Þegar leið að miðjum degi í gær var tekið að lægja við bæinn, en þá logaði enn í hlöðunni og reykur lá yfir öllu. Greina mátti hræ inni í fjárhúsi og dauðar kindur lágu við útihúsin. Þá mátti heyra glamur í bárujárnsplötum sem rifnað höfðu frá klæðningu útihúsanna þegar þær komu veltandi niður fjallshlíðina fyrir ofan bæinn, undnar og sviðnar eftir átök næturinnar. Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri í Slökkviliði Snæfellsbæjar, stjórnaði aðgerðum á vettvangi, en einnig barst liðsauki frá Slökkviliði Grundarfjarðar.Mynd/PjeturReykur lá yfir öllu um miðjan dag í gær og smáeldar loguðu enn í hlöðunni eftir hádegi í gær. Lögreglan í Ólafsvík var á staðnum og vaktaði rústirnar.Mynd/Pjetur
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda