Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2025 13:41 Fjárlaganefnd í heimsókn á Nýja-Landspítalanum fyrr á árinu. NLSH.is Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar til fimm ára, sér ekki tilganginn með fyrirhugaðri ferð fjárlaganefndar Alþingis til Frakklands og Ítalíu í janúar. Allir nefndarmenn samþykktu ferðalagið. Tillaga um utanlandsferð nefndarinnar í janúar var tekin fyrir á fundi hennar þann 5. nóvember. Morgunblaðið vísar í fundargerð nefndarinnar í mola í blaði dagsins sem vakið hefur nokkra athygli. „Samþykkt var af öllum viðstöddum nefndarmönnum að nefndin færi í fræðsluferð til höfuðstöðva OECD í París og efri deildar ítalska þingsins í Róm í janúar á næsta ári. Samþykkt var að kalla ekki inn varamenn í fjarveru fjárlaganefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. París og Róm Frekari upplýsingar koma ekki fram í fundargerðinni um ferðina en þess getið að minnisblað hafi verið lagt fram með frekari upplýsingum. OECD er sem kunnugt er Efnahags- og framfarastofnun Evrópu en höfuðstöðvar hennar eru í París í Frakklandi. OECD er alþjóðastofnun 36 þróaðra ríkja sem ber saman stefnumótun stjórnvalda í aðildarríkjunum, greina sameiginleg vandamál og leita lausna. Ítalska þingið er með aðsetur í höfuðborginni Róm. Allir sammála Páll klórar sér í kollinum yfir ferðinni í stuttri Facebook-færslu sem ber yfirskriftina „gagn eða gaman?“. „Ég sat í fjárlaganefnd í fimm ár og á þeim tíma hafði enginn nefndarmaður hugmyndaflug til að leggja fram tillögu um svona ferð. Enda afar erfitt að koma auga á tilganginn. Ég hefði haft gaman af að vera á þeim fundi þegar nefndin sannfærði sjálfa sig um að það væri gagnlegt - hvað þá nauðsynlegt - að nota almannafé í þessa ferð,“ segir Páll. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um fjármál ríkisins, fjárveitingar, eignir ríkisins, lánsheimildir og ríkisábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs auk þess að sinna eftirliti með framkvæmd fjárlaga. „Af öllum nefndum Alþingis ætti einmitt fjárlaganefnd að sýna betra fordæmi en þetta,“ segir Páll. Fleiri velta ferðinni fyrir sér. Þeirra á meðal Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum og fyrrverandi fréttamaður. „Fjárlaganefnd gæti fræðst mikið um hvernig hægt er að auka fjárlagahallann umtalsvert með því að heimsækja franska þingið. Vonbrigði að þeir skuli heimsækja allar þessar efri deildir ítalska þingsins í stað hins franska.“ Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður gerir grín að ferðinni. „Það er svo mikil eining og þverpólitísk samstaða um þetta mál að maður sér hvergi neitt um þetta fjallað... Svona geta utanlandsferðir sameinað fólk sem alla jafna getur ekki komið sér saman um neitt..“ Fréttastofa hefur leitað til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns nefndarinnar, og óskað eftir viðbrögðum og upplýsingum um ferðina. Önnur umræða um fjárlög fyrir næsta ár stendur yfir. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi hans í fjárlaganefnd, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Fjárlaganefnd er þannig skipuð: Ragnar Þór Ingólfsson formaður, Flokkur fólksins Dagur B. Eggertsson 1. varaformaður, Samfylkingin Stefán Vagn Stefánsson 2. varaformaður, Framsóknarflokkur Arna Lára Jónsdóttir, Samfylkingin Eiríkur Björn Björgvinsson, Viðreisn Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokkur Ingvar Þóroddsson, Viðreisn Karl Gauti Hjaltason, Miðflokkurinn Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokkur Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Sjá meira
Tillaga um utanlandsferð nefndarinnar í janúar var tekin fyrir á fundi hennar þann 5. nóvember. Morgunblaðið vísar í fundargerð nefndarinnar í mola í blaði dagsins sem vakið hefur nokkra athygli. „Samþykkt var af öllum viðstöddum nefndarmönnum að nefndin færi í fræðsluferð til höfuðstöðva OECD í París og efri deildar ítalska þingsins í Róm í janúar á næsta ári. Samþykkt var að kalla ekki inn varamenn í fjarveru fjárlaganefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. París og Róm Frekari upplýsingar koma ekki fram í fundargerðinni um ferðina en þess getið að minnisblað hafi verið lagt fram með frekari upplýsingum. OECD er sem kunnugt er Efnahags- og framfarastofnun Evrópu en höfuðstöðvar hennar eru í París í Frakklandi. OECD er alþjóðastofnun 36 þróaðra ríkja sem ber saman stefnumótun stjórnvalda í aðildarríkjunum, greina sameiginleg vandamál og leita lausna. Ítalska þingið er með aðsetur í höfuðborginni Róm. Allir sammála Páll klórar sér í kollinum yfir ferðinni í stuttri Facebook-færslu sem ber yfirskriftina „gagn eða gaman?“. „Ég sat í fjárlaganefnd í fimm ár og á þeim tíma hafði enginn nefndarmaður hugmyndaflug til að leggja fram tillögu um svona ferð. Enda afar erfitt að koma auga á tilganginn. Ég hefði haft gaman af að vera á þeim fundi þegar nefndin sannfærði sjálfa sig um að það væri gagnlegt - hvað þá nauðsynlegt - að nota almannafé í þessa ferð,“ segir Páll. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um fjármál ríkisins, fjárveitingar, eignir ríkisins, lánsheimildir og ríkisábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs auk þess að sinna eftirliti með framkvæmd fjárlaga. „Af öllum nefndum Alþingis ætti einmitt fjárlaganefnd að sýna betra fordæmi en þetta,“ segir Páll. Fleiri velta ferðinni fyrir sér. Þeirra á meðal Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum og fyrrverandi fréttamaður. „Fjárlaganefnd gæti fræðst mikið um hvernig hægt er að auka fjárlagahallann umtalsvert með því að heimsækja franska þingið. Vonbrigði að þeir skuli heimsækja allar þessar efri deildir ítalska þingsins í stað hins franska.“ Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður gerir grín að ferðinni. „Það er svo mikil eining og þverpólitísk samstaða um þetta mál að maður sér hvergi neitt um þetta fjallað... Svona geta utanlandsferðir sameinað fólk sem alla jafna getur ekki komið sér saman um neitt..“ Fréttastofa hefur leitað til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns nefndarinnar, og óskað eftir viðbrögðum og upplýsingum um ferðina. Önnur umræða um fjárlög fyrir næsta ár stendur yfir. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi hans í fjárlaganefnd, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Fjárlaganefnd er þannig skipuð: Ragnar Þór Ingólfsson formaður, Flokkur fólksins Dagur B. Eggertsson 1. varaformaður, Samfylkingin Stefán Vagn Stefánsson 2. varaformaður, Framsóknarflokkur Arna Lára Jónsdóttir, Samfylkingin Eiríkur Björn Björgvinsson, Viðreisn Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokkur Ingvar Þóroddsson, Viðreisn Karl Gauti Hjaltason, Miðflokkurinn Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokkur
Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Sjá meira