Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Lovísa Arnardóttir skrifar 2. desember 2025 13:27 Gott er í dag og næstu daga að hjóla í stað þess að keyra bíl ef hægt er. Vísir/Vilhelm Almenningur er hvattur til að draga úr notkun einkabílsins og nota vistvænar samgöngur í dag og næstu daga. Styrkur svifryks (PM10) mældist hár í mælistöð við Grensásveg í borginni í kjölfar morgunumferðar í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir því að styrkur þess verði einnig hár í síðdegisumferðinni vegna þess að vindur er hægur, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga og því líkur á að styrkur svifryks verði áfram hár og þjóðvegir í þéttbýli og helstu stofngötur verða því rykbundnar í nótt til að draga úr uppþyrlun. Rykbinding er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. Í tilkynningu borgarinnar eru þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum, aldraðir og börn hvött til að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna. Nota vistvænar samgöngur Þá er almenningur hvattur, í dag og næstu daga, til þess að draga úr notkun einkabílsins ef unnt er, geyma ferðir sem ekki eru aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Skorað er á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu sé þess kostur og draga úr akstri ef hægt er. Loftgæði um klukkan 13:25 í dag. Loftgæði.is Í tilkynningu kemur fram að klukkan 10:00 hafi klukkustundargildi svifryks við Grensásveg verið 186,3 míkrógrömm á rúmmetra og 80,3 míkrógrömm á rúmmetra klukkan 12. Svifryksgildi hafa einnig verið há í mælistöð í Dalsmára í Kópavogi og var hæsta tíu mínútna gildið 153,9 míkrógrömm á rúmmetra klukkan 11:40. Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs hefur einnig verið hækkaður í sömu mælistöðvum samkvæmt tilkynningunni. Fylgjast náið með Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk miðast við 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring fyrir PM 10 (svifagnir um 10 míkrógrömm að stærð). Helsti uppruni svifryks er uppspænt malbik, sót aðallega frá dísilbruna, jarðvegsagnir, salt, aska og fleira. Reykjavík Loftgæði Umhverfismál Börn og uppeldi Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Gert er ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga og því líkur á að styrkur svifryks verði áfram hár og þjóðvegir í þéttbýli og helstu stofngötur verða því rykbundnar í nótt til að draga úr uppþyrlun. Rykbinding er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. Í tilkynningu borgarinnar eru þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum, aldraðir og börn hvött til að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna. Nota vistvænar samgöngur Þá er almenningur hvattur, í dag og næstu daga, til þess að draga úr notkun einkabílsins ef unnt er, geyma ferðir sem ekki eru aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Skorað er á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu sé þess kostur og draga úr akstri ef hægt er. Loftgæði um klukkan 13:25 í dag. Loftgæði.is Í tilkynningu kemur fram að klukkan 10:00 hafi klukkustundargildi svifryks við Grensásveg verið 186,3 míkrógrömm á rúmmetra og 80,3 míkrógrömm á rúmmetra klukkan 12. Svifryksgildi hafa einnig verið há í mælistöð í Dalsmára í Kópavogi og var hæsta tíu mínútna gildið 153,9 míkrógrömm á rúmmetra klukkan 11:40. Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs hefur einnig verið hækkaður í sömu mælistöðvum samkvæmt tilkynningunni. Fylgjast náið með Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk miðast við 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring fyrir PM 10 (svifagnir um 10 míkrógrömm að stærð). Helsti uppruni svifryks er uppspænt malbik, sót aðallega frá dísilbruna, jarðvegsagnir, salt, aska og fleira.
Reykjavík Loftgæði Umhverfismál Börn og uppeldi Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira