Samstaða dugði ekki Degi 10. nóvember 2004 00:01 Steinunn Valdís Óskarsdóttir, var valin borgarstjóri í gær eftir harðar deilur innan R-listans. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi utan flokkanna þriggja á R-listanum virtist um tíma vera með pálmann í höndunum. "Ég varð mjög stoltur og undrandi þegar Alfreð Þorsteinsson nefndi þetta við mig fyrir viku. Persónulega skiptir það mig máli að allir borgarfulltrúar skyldu tilbúnir að styðja mig." segir Dagur B. Eggertsson. Fullyrðing hans um að slík samstaða hefði náðst um hann vekur athygli enda sagði Fréttablaðið frá því í gær að forysta Framsóknarflokksins hefði ekki getað sætt sig við Dag á þeim forsendum að þar með væri verið að ala upp Samfylkingarleiðtoga. Heimildir herma að Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi framsóknar hafi snúið við blaðinu eftir að forysta flokksins lagðist gegn Degi. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær lét Halldór Ásgrímsson það boð út ganga að hann gæti sætt sig við Steinunni Valdísi. "Niðurstaðan varð sú að það var breiðari samstaða um hana en mig innan flokkanna" segir Dagur. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar segir að hann kannist ekki við að forysta framsóknar á landsvísu hefði ráðið úrslitum: "Það náðist einfaldlega meiri samstaða um Steinunni." Steinunn Valdís leggur áherslu á að hún hafi verið kosin einróma. "Þetta var niðurstaða sem allir gátu sætt sig við. Ég velti fortíðinni ekki fyrir mér, heldur ætla að einhenda mér í þau verkefni sem blasa við." Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn gerði tilkall til forystu þegar ljóst varð að Degi hefði verið hafnað en hafði ekki erindi sem erfiði. "R-listinn stendur heilshugar að baki nýjum borgarstjóra og mun stjórna borginni áfram styrkri hendi." Aðspurður um hvort hún yrði borgarstjóraefni R-listans í næstu kosningum eftir tæpt eitt og hálft ár sagði Stefán Jón: "Það er ekki einu sinni víst að það verði R listi þeim kosningum" segir Stefán Jón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir: "Úr því sem komið er vona ég að hún valdi þessu mikilvæga starfi. Ég hef hins vegar enga trú á að R-listinn geti mikið meira, hann er þreyttur og gleðin er farin úr starfinu. "MYND/Pjetur Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, var valin borgarstjóri í gær eftir harðar deilur innan R-listans. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi utan flokkanna þriggja á R-listanum virtist um tíma vera með pálmann í höndunum. "Ég varð mjög stoltur og undrandi þegar Alfreð Þorsteinsson nefndi þetta við mig fyrir viku. Persónulega skiptir það mig máli að allir borgarfulltrúar skyldu tilbúnir að styðja mig." segir Dagur B. Eggertsson. Fullyrðing hans um að slík samstaða hefði náðst um hann vekur athygli enda sagði Fréttablaðið frá því í gær að forysta Framsóknarflokksins hefði ekki getað sætt sig við Dag á þeim forsendum að þar með væri verið að ala upp Samfylkingarleiðtoga. Heimildir herma að Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi framsóknar hafi snúið við blaðinu eftir að forysta flokksins lagðist gegn Degi. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær lét Halldór Ásgrímsson það boð út ganga að hann gæti sætt sig við Steinunni Valdísi. "Niðurstaðan varð sú að það var breiðari samstaða um hana en mig innan flokkanna" segir Dagur. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar segir að hann kannist ekki við að forysta framsóknar á landsvísu hefði ráðið úrslitum: "Það náðist einfaldlega meiri samstaða um Steinunni." Steinunn Valdís leggur áherslu á að hún hafi verið kosin einróma. "Þetta var niðurstaða sem allir gátu sætt sig við. Ég velti fortíðinni ekki fyrir mér, heldur ætla að einhenda mér í þau verkefni sem blasa við." Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn gerði tilkall til forystu þegar ljóst varð að Degi hefði verið hafnað en hafði ekki erindi sem erfiði. "R-listinn stendur heilshugar að baki nýjum borgarstjóra og mun stjórna borginni áfram styrkri hendi." Aðspurður um hvort hún yrði borgarstjóraefni R-listans í næstu kosningum eftir tæpt eitt og hálft ár sagði Stefán Jón: "Það er ekki einu sinni víst að það verði R listi þeim kosningum" segir Stefán Jón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir: "Úr því sem komið er vona ég að hún valdi þessu mikilvæga starfi. Ég hef hins vegar enga trú á að R-listinn geti mikið meira, hann er þreyttur og gleðin er farin úr starfinu. "MYND/Pjetur
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira