Burðarás kaupir í Carnegie 25. nóvember 2004 00:01 Burðarás keypti í gær 10,4 prósent hlutafjár í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie fyrir um sjö milljarða króna. Burðarás á eftir kaupin ríflega þrettán prósenta hlut í Carnegie og er orðinn stærsti einstaki hluthafi félagsins. Carnegie hefur áður komið við sögu íslenskra fjárfesta. Singer and Friedlander var stærsti einstaki hluthafi Carnegie með um 35 prósent. Sá hlutur var seldur skömmu eftir að KB banki keypti fimmtungshlut í Singer and Friedlander. Tekjur Carnegie eru mest þjónustutekjur af verðbréfaviðskiptum, sjóðstjórn og ráðgjöf við hlutafjárútboð og einkavæðingu. Carnegie bauð ásamt umboðsaðila sínum hér á landi, Verðbréfastofunni, í ráðgjöf um einkavæðingu Símans. Forsvarsmenn Burðaráss vilja ekki segja neitt um hvort frekari kaup séu fyrirhuguð í Carnegie. "Við höfum mikinn áhuga á fjármálastarfsemi og höfum fjárfest í henni. Carnegie er mjög gott fyrirtæki að okkar mati, við erum bjartsýn á framhaldið í fjármálastarfsemi og Carnegie mun njóta góðs af því," segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss. Starfsmenn Carnegie eiga yfir sautján prósent í fyrirtækinu og því talið erfitt að taka félagið yfir gegn vilja starfsmanna. Carnegie hefur upp á síðkastið verið í dreifðri eign starfsmanna og stofnanafjárfesta. Birgitta Henriksson, forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Carnegie, gefur ekkert út á afstöðu starfsmanna til kaupa Íslendinga. "Það er ekki okkar hlutverk að taka afstöðu til eignar einstakra hluthafa í fyrirtækinu," segir Birgitta. Hún staðfestir að eign starfsmanna í fyrirtækinu sé með því mesta sem þekkist meðal sænskra fyrirtækja. Carnegie var til skamms tíma leiðandi verðbréfafyrirtæki á Norðurlandamarkaði og eitt þekktasta nafnið á því sviði. Staða fyrirtækisins er enn sterk á Norðurlandamarkaði. Í samþykktum félagsins er búið svo um hnúta að starfsmenn fá helming hagnaðar í kaupauka. Það sem út af hefur staðið hefur farið að stórum hluta til hluthafa. Bankinn hefur því ekki byggt upp mikið eigið fé. Þrátt fyrir hlutdeild í hagnaði hafa nokkrir stjórnendur fyrirtækisins gengið til liðs við KB banka Forsvarsmenn Burðaráss telja litla áhættu af þessum viðskiptum og vangaveltur um yfirtökutilraunir ótímabærar. Líta beri á þessa fjárfestingu í samhengi við innlendar og erlendar fjárfestingar félagsins í fjármálafyrirtækjum svo sem Straumi og Singer and Friedlander. Eignarhlutur Burðaráss dugar fyrir stjórnarsæti og líklegt að sá réttur verði nýttur til þess að kynnast starfsemi Carnegie betur. Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Burðarás keypti í gær 10,4 prósent hlutafjár í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie fyrir um sjö milljarða króna. Burðarás á eftir kaupin ríflega þrettán prósenta hlut í Carnegie og er orðinn stærsti einstaki hluthafi félagsins. Carnegie hefur áður komið við sögu íslenskra fjárfesta. Singer and Friedlander var stærsti einstaki hluthafi Carnegie með um 35 prósent. Sá hlutur var seldur skömmu eftir að KB banki keypti fimmtungshlut í Singer and Friedlander. Tekjur Carnegie eru mest þjónustutekjur af verðbréfaviðskiptum, sjóðstjórn og ráðgjöf við hlutafjárútboð og einkavæðingu. Carnegie bauð ásamt umboðsaðila sínum hér á landi, Verðbréfastofunni, í ráðgjöf um einkavæðingu Símans. Forsvarsmenn Burðaráss vilja ekki segja neitt um hvort frekari kaup séu fyrirhuguð í Carnegie. "Við höfum mikinn áhuga á fjármálastarfsemi og höfum fjárfest í henni. Carnegie er mjög gott fyrirtæki að okkar mati, við erum bjartsýn á framhaldið í fjármálastarfsemi og Carnegie mun njóta góðs af því," segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss. Starfsmenn Carnegie eiga yfir sautján prósent í fyrirtækinu og því talið erfitt að taka félagið yfir gegn vilja starfsmanna. Carnegie hefur upp á síðkastið verið í dreifðri eign starfsmanna og stofnanafjárfesta. Birgitta Henriksson, forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Carnegie, gefur ekkert út á afstöðu starfsmanna til kaupa Íslendinga. "Það er ekki okkar hlutverk að taka afstöðu til eignar einstakra hluthafa í fyrirtækinu," segir Birgitta. Hún staðfestir að eign starfsmanna í fyrirtækinu sé með því mesta sem þekkist meðal sænskra fyrirtækja. Carnegie var til skamms tíma leiðandi verðbréfafyrirtæki á Norðurlandamarkaði og eitt þekktasta nafnið á því sviði. Staða fyrirtækisins er enn sterk á Norðurlandamarkaði. Í samþykktum félagsins er búið svo um hnúta að starfsmenn fá helming hagnaðar í kaupauka. Það sem út af hefur staðið hefur farið að stórum hluta til hluthafa. Bankinn hefur því ekki byggt upp mikið eigið fé. Þrátt fyrir hlutdeild í hagnaði hafa nokkrir stjórnendur fyrirtækisins gengið til liðs við KB banka Forsvarsmenn Burðaráss telja litla áhættu af þessum viðskiptum og vangaveltur um yfirtökutilraunir ótímabærar. Líta beri á þessa fjárfestingu í samhengi við innlendar og erlendar fjárfestingar félagsins í fjármálafyrirtækjum svo sem Straumi og Singer and Friedlander. Eignarhlutur Burðaráss dugar fyrir stjórnarsæti og líklegt að sá réttur verði nýttur til þess að kynnast starfsemi Carnegie betur.
Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira