Hætta vegna hagstjórnarblöndu 6. desember 2004 00:01 Greiningardeild Íslandsbanka gagnrýnir hagstjórn á Íslandi í Morgunkorni sínu í gær. Þar segir að aðhald í ríkisfjármálum sé langt frá því að vera fullnægjandi. Þetta hefur í för með sér að mikill þungi fellur á Seðlabankann sem þarf að grípa til harðra aðgerða sem haft geta slæm áhrif á samkeppnisatvinnuvegina. "Með því að kalla fram ofris krónunnar eru hliðarverkanir peningastefnunnar margfaldaðar - líkurnar á kröftugu bakslagi verða þá meiri þar sem atvinnuleysi myndast í því gati sem áður var útflutningsstarfsemi. Gengisfall, verðbólguskot, rýrnun kaupmáttar og samdráttur í efnahagslífinu væri þá endirinn á því hagvaxtartímabili sem nú ríkir," segir í Morgunkorninu. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir að "hagstjórnarblandan" sé óheppileg. "Þessar aðgerðir eins og þeim er stillt saman, það er lítið aðhald í opinberum rekstri og mikið aðhald í peningamálum, kalla á mjög slæmar hliðarverkanir sem eru þær að ákveðin starfsemi er hrakin úr landi," segir hann. Ingólfur nefnir ferðamannaiðnaðinn, hugbúnaðargerð og önnur útflutningsfyrirtæki. "Það eru þessi fyrirtæki sem munu blæða fyrir þessa hagstjórnarblöndu sem við höfum verið hrakin út í vegna þess að ríki og sveitarfélög eru ekki að standa sig í að beita nægu aðhaldi," segir hann. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að sterkt gengi valdi félaginu ákveðnum vanda. "Við erum búnir að færa hingað framleiðslu markvisst á síðustu árum og hún hækkar alltaf í verði miðað við þá gjaldmiðla sem tekjur okkar eru í," segir hann. Jón bendir hins vegar á að sterkt gengi skapi einnig tækifæri fyrir útflutningsfyrirtæki því fjárfestingar erlendis verði hlutfallslega ódýrari. Jón segir hagstætt skattaumhverfi hafa ráðið því að Össur hafi valið framleiðslu sinni stað á Íslandi. Hann segir ennfremur að gjaldeyrisáhættu sé ekki hægt að komast hjá í útflutningsgeirum sama hvaða gjaldmiðil menn starfa með. Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir að gengisstefnan geri það að verkum að líklegra sé að vöxtur fyrirtækisins eigi sér stað í útlöndum en hér á landi. Hann segist hins vegar vantrúaður á að gengi krónunnar haldist svo hátt til lengdar en telur það samt sem áður áhyggjuefni að genginu verði áfram beitt svo harkalega í hagstjórninni. "Skilningsleysi á stöðu útflutningsgreinanna er okkur áhyggjuefni," segir hann. Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Greiningardeild Íslandsbanka gagnrýnir hagstjórn á Íslandi í Morgunkorni sínu í gær. Þar segir að aðhald í ríkisfjármálum sé langt frá því að vera fullnægjandi. Þetta hefur í för með sér að mikill þungi fellur á Seðlabankann sem þarf að grípa til harðra aðgerða sem haft geta slæm áhrif á samkeppnisatvinnuvegina. "Með því að kalla fram ofris krónunnar eru hliðarverkanir peningastefnunnar margfaldaðar - líkurnar á kröftugu bakslagi verða þá meiri þar sem atvinnuleysi myndast í því gati sem áður var útflutningsstarfsemi. Gengisfall, verðbólguskot, rýrnun kaupmáttar og samdráttur í efnahagslífinu væri þá endirinn á því hagvaxtartímabili sem nú ríkir," segir í Morgunkorninu. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir að "hagstjórnarblandan" sé óheppileg. "Þessar aðgerðir eins og þeim er stillt saman, það er lítið aðhald í opinberum rekstri og mikið aðhald í peningamálum, kalla á mjög slæmar hliðarverkanir sem eru þær að ákveðin starfsemi er hrakin úr landi," segir hann. Ingólfur nefnir ferðamannaiðnaðinn, hugbúnaðargerð og önnur útflutningsfyrirtæki. "Það eru þessi fyrirtæki sem munu blæða fyrir þessa hagstjórnarblöndu sem við höfum verið hrakin út í vegna þess að ríki og sveitarfélög eru ekki að standa sig í að beita nægu aðhaldi," segir hann. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að sterkt gengi valdi félaginu ákveðnum vanda. "Við erum búnir að færa hingað framleiðslu markvisst á síðustu árum og hún hækkar alltaf í verði miðað við þá gjaldmiðla sem tekjur okkar eru í," segir hann. Jón bendir hins vegar á að sterkt gengi skapi einnig tækifæri fyrir útflutningsfyrirtæki því fjárfestingar erlendis verði hlutfallslega ódýrari. Jón segir hagstætt skattaumhverfi hafa ráðið því að Össur hafi valið framleiðslu sinni stað á Íslandi. Hann segir ennfremur að gjaldeyrisáhættu sé ekki hægt að komast hjá í útflutningsgeirum sama hvaða gjaldmiðil menn starfa með. Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir að gengisstefnan geri það að verkum að líklegra sé að vöxtur fyrirtækisins eigi sér stað í útlöndum en hér á landi. Hann segist hins vegar vantrúaður á að gengi krónunnar haldist svo hátt til lengdar en telur það samt sem áður áhyggjuefni að genginu verði áfram beitt svo harkalega í hagstjórninni. "Skilningsleysi á stöðu útflutningsgreinanna er okkur áhyggjuefni," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira