Bandaríkjamenn kunna að krefjast framsals Fischers 17. desember 2004 00:01 Ekki er hægt að útiloka að bandarísk stjórnvöld krefjist framsals á skákmeistaranum Bobby Fischer fari svo að hann komi hingað til lands. Framsalssamningur er í gildi milli Íslands og Bandaríkjanna. Slík krafa hefur hins vegar ekki verið lögð fram í Japan, þar sem Fischer hefur verið í haldi í fimm mánuði og ámóta samningur er í gildi. Íslensk stjórnvöld ráðfærðu sig ekki við stjórnvöld í Bandaríkjunum áður en tekin var ákvörðun um að bjóða Fischer landvistarleyfi. "Þeim var skýrt frá þessu og tekið fram að ekki væri um pólitískt hæli að ræða," segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Hann áréttar að með ákvörðuninni sé ekki á nokkurn hátt tekið undir skoðanir eða gagnrýni sem Fischer kunni að hafa haft í frammi. "Þetta er gert í fullum vinskap og virðingu við Bandaríkin. Okkar áhersla snýst eingöngu um mannúðarsjónarmið. Fischer leitaði til okkar í kröggum og við viljum verða við þessu kalli hans." Þá segir Gunnar Snorri skipta máli að Bandaríkjamenn hafi ekki sett af stað formlegt framsalsmál í Japan. "Svo verður bara að koma í ljós hvað þeir gera," segir hann og bætir við að viðbrögð Bandaríkjanna hafi einungis verið að taka fram að málið væri í vinnslu og á forræði dómsmálaráðuneytisins þar. Pia Hanson, upplýsingafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna, segir ekki rétt að James Irvin Gadsen sendiherra hafi verið kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu vegna máls Bobby Fischer, heldur hafi á miðvikudag verið fyrir fram ákveðinn fundur þar sem ýmis mál voru á dagskrá. "En við þetta tækifæri var sendiherranum tilkynnt um ákvörðun íslenskra stjórnvalda," segir Pia og hefur ekki trú á að gengið hafi verið fram hjá sendiráðinu í samráði við bandarísk stjórnvöld. Hún segir verið að skoða lagalega hlið mála í Bandaríkjunum. "Það er búið að vísa þessu í dómsmálaráðuneytið og þar eru lögfræðingar að athuga málið." Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Ekki er hægt að útiloka að bandarísk stjórnvöld krefjist framsals á skákmeistaranum Bobby Fischer fari svo að hann komi hingað til lands. Framsalssamningur er í gildi milli Íslands og Bandaríkjanna. Slík krafa hefur hins vegar ekki verið lögð fram í Japan, þar sem Fischer hefur verið í haldi í fimm mánuði og ámóta samningur er í gildi. Íslensk stjórnvöld ráðfærðu sig ekki við stjórnvöld í Bandaríkjunum áður en tekin var ákvörðun um að bjóða Fischer landvistarleyfi. "Þeim var skýrt frá þessu og tekið fram að ekki væri um pólitískt hæli að ræða," segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Hann áréttar að með ákvörðuninni sé ekki á nokkurn hátt tekið undir skoðanir eða gagnrýni sem Fischer kunni að hafa haft í frammi. "Þetta er gert í fullum vinskap og virðingu við Bandaríkin. Okkar áhersla snýst eingöngu um mannúðarsjónarmið. Fischer leitaði til okkar í kröggum og við viljum verða við þessu kalli hans." Þá segir Gunnar Snorri skipta máli að Bandaríkjamenn hafi ekki sett af stað formlegt framsalsmál í Japan. "Svo verður bara að koma í ljós hvað þeir gera," segir hann og bætir við að viðbrögð Bandaríkjanna hafi einungis verið að taka fram að málið væri í vinnslu og á forræði dómsmálaráðuneytisins þar. Pia Hanson, upplýsingafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna, segir ekki rétt að James Irvin Gadsen sendiherra hafi verið kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu vegna máls Bobby Fischer, heldur hafi á miðvikudag verið fyrir fram ákveðinn fundur þar sem ýmis mál voru á dagskrá. "En við þetta tækifæri var sendiherranum tilkynnt um ákvörðun íslenskra stjórnvalda," segir Pia og hefur ekki trú á að gengið hafi verið fram hjá sendiráðinu í samráði við bandarísk stjórnvöld. Hún segir verið að skoða lagalega hlið mála í Bandaríkjunum. "Það er búið að vísa þessu í dómsmálaráðuneytið og þar eru lögfræðingar að athuga málið."
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira