Íslendingar og fræga fólkið 8. janúar 2005 00:01 Birtist í DV 8. janúar 2005 Vinur minn einn lenti í því að vera ákaflega frægur um skeið. Þetta er frekar varkár maður og honum fannst frægðin að mörgu leyti óþægileg. Hann treysti sér helst ekki til að vera á almannafæri - og þá alls ekki þar sem var mikið af drukknu fólki. Ef hann fór á Gaukinn, sem þá var vinsælasta veitingahúsið, fannst honum hann alltaf vera umkringdur liði sem kom til hans og sagði: "Blessaður, hvað finnst þér nú um hvalveiðimálið?" Eða eitthvað álíka spennandi. Loks varð það úr að maðurinn fór að stunda veitingahús sem kallaðist Ölkeldan, það var á efri hæðinni þar sem nú er 22. Hann þurfti þá ekki lengur að boða mig á sinn fund á barnum á Naustinu sem í þá daga var um það bil leyndasti staður sem gat hugsast í Reykjavík. Ölkeldan var aðallega athvarf fyrir harða drykkjumenn, spássíufólk og smákrimma, en þar undi vinur minn hag sínum vel. Ekki leið á löngu áður en fleira frægðarfólk var farið að stunda staðinn. Vinur minn er vínsnobb og kom því til leiðar að á staðnum var farið að bera fram Chateauneuf-de-Pape rauðvín, en annars voru flestir í brennivíni og vatni. Þarna gat maður verið frægur í friði, nokkuð öruggur um að verða ekki fyrir ónæði frá uppáþrengjandi almenningi. Fastagestirnir voru í sínum heimi, fylgdust lítt með þjóðmálaumræðunni - frekar var líklegt að jakkinn manns eða veskið hyrfi ef maður leit undan. Svo hætti vinur minn í sjónvarpinu og nokkrum vikum síðar voru allir búnir að gleyma honum. Hann getur nú gengið um göturnar í Reykjavík án þess að nokkur maður beri kennsl á hann. Þegar ég nefni hann á nafn þurfa að fylgja með langar útskýringar - enginn man eftir því að hann hafi nokkurn tíma verið frægur. Þetta verður vísast hlutskipti okkar allra - gamlir fjölmiðlamenn eru eins og mjöllin frá því í fyrra. Ódauðleikinn gengur þeim alveg úr greipum. Í mesta lagi að maður verði óskýr og dálítið hallærisleg minning um tíma sem eru löngu horfnir, svona eins og Magnús Bjarnfreðsson. Það var löngum talið Íslendingum til tekna að þeir bukkuðu sig ekki fyrir frægðarfólki. Það að vera höfðingjadjarfur var talinn mannkostur. Sumir töldu þetta reyndar meki um durtshátt, að Íslendingar þekktu ekki sinn stað í tilverunni - væri fyrirmunað að skilja fínni blæbrigði samfélags sem byggir á stéttarmun. Ferðasögur um Ísland eru fullar af sögum um þetta einkennilega kotfólk sem leit svona stórt á sig - taldi sig jafningja við mestu höfðingja. Fræg er sagan af Eiríki frá Brúnum sem kom fram við Kristján IX Danakóng eins og hvern annan sveitunga sinn - ákvað að kíkja í heimsókn til hans þegar hann kom til Kaupmannahafnar. Einhverja bestu lýsingu á þessum dráttum í þjóðarkarakter Íslendinga er að finna í smásögunni Ósigur ítalska loftflotans sem Halldór Laxness ritaði 1933, eftir komu ítalskrar flugsveitar undir stjórn Balbos flotaforingja. Stebbi er pikkóló á Hótel Borg, klæddur skínandi einkennisbúningi. Þangað kemur ítalski herforinginn Pittigrilli, sömuleiðis í einkennisbúningi. Biður hann um að gefa sér eld í sígarettu. Pittigrilli móðgast yfir þessari framhleypni - á Ítalíu þekkja menn sinn stað í tilverunni. Þeir lenda í áflogum. Stebbi hefur Pittigrilli undir. Þá gerist það á svipstundu að Íslendingarnir sem fylgjast með fara að standa með Ítalanum; það er samúð með þeim sem verður undir - höfðingjadirfska sem er blandin aumingjagæsku. Svo kom ástandið. Í nýlegri bók var því jafnvel lýst sem einhvers konar sjálfstæðisbaráttu íslenskra kvenna gegn durtunum. Það er ekki ósennileg kenning. Móti hermönnunum sem báru með sér erlendan andblæ tóku samanbitnir og tortryggnir karlar; stúlkur sem fóru í bíó með dátunum eða dönsuðu við þá voru úthrópaðar sem mellur. Það var stofnað sérstakt hæli þar sem ástandsstúlkur voru lokaðar inni án dóms og laga. Kannski var þetta andi heimastjórnarinnar - vitur maður sagði í þætti hjá mér um áramótin að með útrás viðskiptalífisins værum við máski fyrst að losna úr honum. Allt er að opnast - heimastjórnin er eiginlega fyrir bí með sinni tortryggni gagnvart öllu sem er útlent. Viðhorf Íslendinga til frægðarfólks er vísast orðið nokkurn veginn það sama og annars staðar í veröldinni. Endalausar fréttir af frægu fólki er eitt af því sem nútímamaðurinn notar til að fylla upp í tómið í lífi sínu - þennan þráláta leiða sem fylgir velmeguninni. Dýrkun á frægðarfólki er orðin eins og alþjóðleg trúarbrögð. Sama hvað það er frægt fyrir. Þegar Morgunblaðið fór að prenta slúðurfréttir af frægu fólki fann maður að einhver vígi voru að falla - ég man hvað mig rak í rogarstans þegar blaðið birti fyrst slúðurfrétt um klámmyndastjörnu. Skilaboðin: Það er allt í lagi að vera bara frægur fyrir eitthvað - þess vegna frægur að endemum. Líkt og menn nái ekki að fullkomna líf sitt nema þeir öðlist einhvers konar frægð. Frægð raunveruleikaþáttanna og sjónvarpsidolsins er eins og lukkuhjól sem snýst. Fólk bíður í röðum eftir að komast á hjólið. Þetta er ekkert sérlega réttlátt, tilviljanir ráða - minnir að sumu leyti á smásögu Borgesar um happdrættið í Babýlón þar sem menn eru aðra stundina höfðingjar, hina stundina vinnudýr. Andy Warhol var mjög sannspár þegar hann talaði um fimmtán mínútna frægðina sem allir myndu eignast. Ég veit ekki hvort hann minntist á það en fylgifiskur hennar er líka niðurlæging. Því hvað tekur við að lokinni stuttri frægð? Gleymska - örvæntingafullar tilraunir til að endurheimta frægðina. Eftirsjá eftir frægðardögum. Vanmetakennd. Notuð idolstjarna er eins og gömul tuska - uppsker varla annað en dálítið meinfýsna vorkunnsemi. Að nokkrum árum liðnum pláss í dálkinum "Hvar eru þau nú?" Um áramótin voru fluttar linnulausar fréttir af frægðarfólki sem hafði lagt leið sína til Íslands - þetta var árið þegar fræga fólkið kom. Og svo af Íslendingum sem eltu það á röndum. DV birti á baksíðu frétt af einhverjum leikara sem ég hef aldrei séð né heyrt - Joshua Jackson. Það stóð í fréttinni að hann hefði horfið af skemmtistað með fjórar ungar íslenskar stúlkur inn á hótelherbergi sitt. Var þess sérstaklega getið í textanum hvað þær væru heppnar. Á tíma ástandsins hefðu þær líklega verið settar á hæli. Fyrr á þessu ári mátti lesa samskonar fréttir um samskipti dávaldsins Salesh við islenska kvenkynið. Hann var sagður bæði feitur og ljótur, en fór aldrei með færri en þrjár upp á herbergi. Jæja, Íslendingar hafa svosem aldrei verið mjög fastir á dyggðinni. Boð og bönn kirkjunnar festust aldrei almennlega í siðgæðisvitund þjóðarinnar - eða kannski er það einfaldlega fylgifiskur drykkjusiðanna að þjóðin er lauslát. Til skamms tíma var hér álíka hátt hlutfall táningamæðra og í Harlem. Skáldin W.H. Auden og Louis MacNeice komu hingað 1936. Voru að leita að forna Íslandi en fundu æsku sem var að myndast við að setja upp filmstjörnubros. Ég man ekki betur en að þeir segi frá því að einn bóndi hafi viljað gefa þeim dóttur sína til að rekkja með. Auden hefði líklega frekar viljað bóndasoninn - en svo langt náði gestrisnin varla á þeim árum. Sjálfur bíð ég í ofvæni eftir fyrsta þættinum af Kapphlaupinu ógurlega - The Amazing Race. Hann gerist mestallur á Íslandi og er frá því sagt að keppendurnir hafi helst tekið eftir því hvað íslensk ungmenni voru enn full morguninn eftir að þau byrjuðu að neyta áfengis. Það er talað um að þetta sé jafngildi auglýsingar sem megi meta á margar milljónir dollara. Það er semsagt túradrykkja íslenskra unglinga sem er landkynningin þetta árið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun
Birtist í DV 8. janúar 2005 Vinur minn einn lenti í því að vera ákaflega frægur um skeið. Þetta er frekar varkár maður og honum fannst frægðin að mörgu leyti óþægileg. Hann treysti sér helst ekki til að vera á almannafæri - og þá alls ekki þar sem var mikið af drukknu fólki. Ef hann fór á Gaukinn, sem þá var vinsælasta veitingahúsið, fannst honum hann alltaf vera umkringdur liði sem kom til hans og sagði: "Blessaður, hvað finnst þér nú um hvalveiðimálið?" Eða eitthvað álíka spennandi. Loks varð það úr að maðurinn fór að stunda veitingahús sem kallaðist Ölkeldan, það var á efri hæðinni þar sem nú er 22. Hann þurfti þá ekki lengur að boða mig á sinn fund á barnum á Naustinu sem í þá daga var um það bil leyndasti staður sem gat hugsast í Reykjavík. Ölkeldan var aðallega athvarf fyrir harða drykkjumenn, spássíufólk og smákrimma, en þar undi vinur minn hag sínum vel. Ekki leið á löngu áður en fleira frægðarfólk var farið að stunda staðinn. Vinur minn er vínsnobb og kom því til leiðar að á staðnum var farið að bera fram Chateauneuf-de-Pape rauðvín, en annars voru flestir í brennivíni og vatni. Þarna gat maður verið frægur í friði, nokkuð öruggur um að verða ekki fyrir ónæði frá uppáþrengjandi almenningi. Fastagestirnir voru í sínum heimi, fylgdust lítt með þjóðmálaumræðunni - frekar var líklegt að jakkinn manns eða veskið hyrfi ef maður leit undan. Svo hætti vinur minn í sjónvarpinu og nokkrum vikum síðar voru allir búnir að gleyma honum. Hann getur nú gengið um göturnar í Reykjavík án þess að nokkur maður beri kennsl á hann. Þegar ég nefni hann á nafn þurfa að fylgja með langar útskýringar - enginn man eftir því að hann hafi nokkurn tíma verið frægur. Þetta verður vísast hlutskipti okkar allra - gamlir fjölmiðlamenn eru eins og mjöllin frá því í fyrra. Ódauðleikinn gengur þeim alveg úr greipum. Í mesta lagi að maður verði óskýr og dálítið hallærisleg minning um tíma sem eru löngu horfnir, svona eins og Magnús Bjarnfreðsson. Það var löngum talið Íslendingum til tekna að þeir bukkuðu sig ekki fyrir frægðarfólki. Það að vera höfðingjadjarfur var talinn mannkostur. Sumir töldu þetta reyndar meki um durtshátt, að Íslendingar þekktu ekki sinn stað í tilverunni - væri fyrirmunað að skilja fínni blæbrigði samfélags sem byggir á stéttarmun. Ferðasögur um Ísland eru fullar af sögum um þetta einkennilega kotfólk sem leit svona stórt á sig - taldi sig jafningja við mestu höfðingja. Fræg er sagan af Eiríki frá Brúnum sem kom fram við Kristján IX Danakóng eins og hvern annan sveitunga sinn - ákvað að kíkja í heimsókn til hans þegar hann kom til Kaupmannahafnar. Einhverja bestu lýsingu á þessum dráttum í þjóðarkarakter Íslendinga er að finna í smásögunni Ósigur ítalska loftflotans sem Halldór Laxness ritaði 1933, eftir komu ítalskrar flugsveitar undir stjórn Balbos flotaforingja. Stebbi er pikkóló á Hótel Borg, klæddur skínandi einkennisbúningi. Þangað kemur ítalski herforinginn Pittigrilli, sömuleiðis í einkennisbúningi. Biður hann um að gefa sér eld í sígarettu. Pittigrilli móðgast yfir þessari framhleypni - á Ítalíu þekkja menn sinn stað í tilverunni. Þeir lenda í áflogum. Stebbi hefur Pittigrilli undir. Þá gerist það á svipstundu að Íslendingarnir sem fylgjast með fara að standa með Ítalanum; það er samúð með þeim sem verður undir - höfðingjadirfska sem er blandin aumingjagæsku. Svo kom ástandið. Í nýlegri bók var því jafnvel lýst sem einhvers konar sjálfstæðisbaráttu íslenskra kvenna gegn durtunum. Það er ekki ósennileg kenning. Móti hermönnunum sem báru með sér erlendan andblæ tóku samanbitnir og tortryggnir karlar; stúlkur sem fóru í bíó með dátunum eða dönsuðu við þá voru úthrópaðar sem mellur. Það var stofnað sérstakt hæli þar sem ástandsstúlkur voru lokaðar inni án dóms og laga. Kannski var þetta andi heimastjórnarinnar - vitur maður sagði í þætti hjá mér um áramótin að með útrás viðskiptalífisins værum við máski fyrst að losna úr honum. Allt er að opnast - heimastjórnin er eiginlega fyrir bí með sinni tortryggni gagnvart öllu sem er útlent. Viðhorf Íslendinga til frægðarfólks er vísast orðið nokkurn veginn það sama og annars staðar í veröldinni. Endalausar fréttir af frægu fólki er eitt af því sem nútímamaðurinn notar til að fylla upp í tómið í lífi sínu - þennan þráláta leiða sem fylgir velmeguninni. Dýrkun á frægðarfólki er orðin eins og alþjóðleg trúarbrögð. Sama hvað það er frægt fyrir. Þegar Morgunblaðið fór að prenta slúðurfréttir af frægu fólki fann maður að einhver vígi voru að falla - ég man hvað mig rak í rogarstans þegar blaðið birti fyrst slúðurfrétt um klámmyndastjörnu. Skilaboðin: Það er allt í lagi að vera bara frægur fyrir eitthvað - þess vegna frægur að endemum. Líkt og menn nái ekki að fullkomna líf sitt nema þeir öðlist einhvers konar frægð. Frægð raunveruleikaþáttanna og sjónvarpsidolsins er eins og lukkuhjól sem snýst. Fólk bíður í röðum eftir að komast á hjólið. Þetta er ekkert sérlega réttlátt, tilviljanir ráða - minnir að sumu leyti á smásögu Borgesar um happdrættið í Babýlón þar sem menn eru aðra stundina höfðingjar, hina stundina vinnudýr. Andy Warhol var mjög sannspár þegar hann talaði um fimmtán mínútna frægðina sem allir myndu eignast. Ég veit ekki hvort hann minntist á það en fylgifiskur hennar er líka niðurlæging. Því hvað tekur við að lokinni stuttri frægð? Gleymska - örvæntingafullar tilraunir til að endurheimta frægðina. Eftirsjá eftir frægðardögum. Vanmetakennd. Notuð idolstjarna er eins og gömul tuska - uppsker varla annað en dálítið meinfýsna vorkunnsemi. Að nokkrum árum liðnum pláss í dálkinum "Hvar eru þau nú?" Um áramótin voru fluttar linnulausar fréttir af frægðarfólki sem hafði lagt leið sína til Íslands - þetta var árið þegar fræga fólkið kom. Og svo af Íslendingum sem eltu það á röndum. DV birti á baksíðu frétt af einhverjum leikara sem ég hef aldrei séð né heyrt - Joshua Jackson. Það stóð í fréttinni að hann hefði horfið af skemmtistað með fjórar ungar íslenskar stúlkur inn á hótelherbergi sitt. Var þess sérstaklega getið í textanum hvað þær væru heppnar. Á tíma ástandsins hefðu þær líklega verið settar á hæli. Fyrr á þessu ári mátti lesa samskonar fréttir um samskipti dávaldsins Salesh við islenska kvenkynið. Hann var sagður bæði feitur og ljótur, en fór aldrei með færri en þrjár upp á herbergi. Jæja, Íslendingar hafa svosem aldrei verið mjög fastir á dyggðinni. Boð og bönn kirkjunnar festust aldrei almennlega í siðgæðisvitund þjóðarinnar - eða kannski er það einfaldlega fylgifiskur drykkjusiðanna að þjóðin er lauslát. Til skamms tíma var hér álíka hátt hlutfall táningamæðra og í Harlem. Skáldin W.H. Auden og Louis MacNeice komu hingað 1936. Voru að leita að forna Íslandi en fundu æsku sem var að myndast við að setja upp filmstjörnubros. Ég man ekki betur en að þeir segi frá því að einn bóndi hafi viljað gefa þeim dóttur sína til að rekkja með. Auden hefði líklega frekar viljað bóndasoninn - en svo langt náði gestrisnin varla á þeim árum. Sjálfur bíð ég í ofvæni eftir fyrsta þættinum af Kapphlaupinu ógurlega - The Amazing Race. Hann gerist mestallur á Íslandi og er frá því sagt að keppendurnir hafi helst tekið eftir því hvað íslensk ungmenni voru enn full morguninn eftir að þau byrjuðu að neyta áfengis. Það er talað um að þetta sé jafngildi auglýsingar sem megi meta á margar milljónir dollara. Það er semsagt túradrykkja íslenskra unglinga sem er landkynningin þetta árið.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun