Tvær vikur í undirbúning 8. febrúar 2005 00:01 Íslenska landsliðið í handknattleik fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir umspilsleikina í júní um sæti á Evrópumótinu í Sviss í janúar á næsta ári. Það kemur í ljós þegar dregið verður 22. febrúar hverjir andstæðingar íslenska liðsins verða en liðið getur lent á móti öllum liðum í öðrum og þriðja styrkleikaflokki. Fyrri leikurinn í umspilinu fer fram helgina 11. til 12. júní en seinni leikurinn helgina eftir. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið að hann vildi gjarnan sleppa við að mæta Ungverjum og Pólverjum í umspilinu. "Þetta eru lið sem eru svipuð að styrkleika og við og það gæti brugðið til beggja vona gegn þeim. Við getum hins vegar varla vanmetið neitt lið og lið eins og Rúmenar og Portúgalar eru einnig öflug," sagði Viggó. Undirbúningur íslenska landsliðsins er tvíþættur. Liðið mun annars vegar safnast saman hér heima um páskana og spila þá þrjá leiki gegn Pólverjum um páskahelgina, 25., 26. og 27. mars. Viggó sagði að það hefði verið lögð mikil áhersla á að fá leiki um páskana á Íslandi. Við skuldum íslensku þjóðinni leiki hér heima og því töldum við nauðsynlegt að spila þessa leiki. Vissulega hefði veirð hægt að gefa frí en miðað við gengi okkar á heimsmeistaramótinu í Túnis þá veitir okkur ekki af því að hittast og æfa. Við náum ekki árangri öðruvísi," sagði Viggó. Liðið mun síðan hittast viku fyrir fyrri umspilsleikinn, um leið og þýsku deildinni lýkur, og þá verða spilaðir tveir leikir gegn Svíum, þriðjudaginn 7. júní og miðvikudaginn 8. júní. Viggó sagði að íslenska landsliðið væri afskaplega háð þýsku deildinni. "Við verðum að nýta tímann þegar þýska landsliðið spilar æfingaleiki sem best og auðvitað er það að vissu leyti bagalegt. Við erum hins vegar ekki eina þjóðin sem er í þessari stöðu því þýska og spænska deildin stjórna æfingum og leikjum hjá flestum landsliðum Evrópu," sagði Viggó. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Norðmenn hefðu verið efstir á óskalista HSÍ sem andstæðingar um páskana en þeir hefðu ekki treyst sér til koma. "Ég held að leikmenn norska liðsins hafi einfaldlega neitað að spila um páskana," sagði Einar. Íslenski handboltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir umspilsleikina í júní um sæti á Evrópumótinu í Sviss í janúar á næsta ári. Það kemur í ljós þegar dregið verður 22. febrúar hverjir andstæðingar íslenska liðsins verða en liðið getur lent á móti öllum liðum í öðrum og þriðja styrkleikaflokki. Fyrri leikurinn í umspilinu fer fram helgina 11. til 12. júní en seinni leikurinn helgina eftir. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið að hann vildi gjarnan sleppa við að mæta Ungverjum og Pólverjum í umspilinu. "Þetta eru lið sem eru svipuð að styrkleika og við og það gæti brugðið til beggja vona gegn þeim. Við getum hins vegar varla vanmetið neitt lið og lið eins og Rúmenar og Portúgalar eru einnig öflug," sagði Viggó. Undirbúningur íslenska landsliðsins er tvíþættur. Liðið mun annars vegar safnast saman hér heima um páskana og spila þá þrjá leiki gegn Pólverjum um páskahelgina, 25., 26. og 27. mars. Viggó sagði að það hefði verið lögð mikil áhersla á að fá leiki um páskana á Íslandi. Við skuldum íslensku þjóðinni leiki hér heima og því töldum við nauðsynlegt að spila þessa leiki. Vissulega hefði veirð hægt að gefa frí en miðað við gengi okkar á heimsmeistaramótinu í Túnis þá veitir okkur ekki af því að hittast og æfa. Við náum ekki árangri öðruvísi," sagði Viggó. Liðið mun síðan hittast viku fyrir fyrri umspilsleikinn, um leið og þýsku deildinni lýkur, og þá verða spilaðir tveir leikir gegn Svíum, þriðjudaginn 7. júní og miðvikudaginn 8. júní. Viggó sagði að íslenska landsliðið væri afskaplega háð þýsku deildinni. "Við verðum að nýta tímann þegar þýska landsliðið spilar æfingaleiki sem best og auðvitað er það að vissu leyti bagalegt. Við erum hins vegar ekki eina þjóðin sem er í þessari stöðu því þýska og spænska deildin stjórna æfingum og leikjum hjá flestum landsliðum Evrópu," sagði Viggó. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Norðmenn hefðu verið efstir á óskalista HSÍ sem andstæðingar um páskana en þeir hefðu ekki treyst sér til koma. "Ég held að leikmenn norska liðsins hafi einfaldlega neitað að spila um páskana," sagði Einar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira