Sinnuleysi félaganna algjört 14. febrúar 2005 00:01 Segja má að íslenskir handboltadómarar séu tegund í útrýmingarhættu. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað undanfarið og er víða pottur brotinn hjá félögunum þegar kemur að því að huga að dómaramálum. "Handknattleiksforystan framleiðir ekki dómara, við skulum hafa það á hreinu. Það eru félögin sem eiga að standa sig í stykkinu þegar kemur að því að búa til dómara," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Fréttablaðið um helgina og hvítþvoði sjálfan sig og aðra forystumenn sambandsins algjörlega af dómaramálum. Hákon Sigurjónsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið að félögin virtust ekki gera sér grein fyrir mikilvægi dómara í íþróttinni. "Sinnuleysi félaganna er algjört og ég skil eiginlega ekki hvaða forgangsröðun er í gangi hjá þeim," sagði Hákon og bætti við að það væru í raun aðeins fjögur félög, HK, Grótta/KR, Stjarnan og Selfoss, sem stæðu sig í stykkinu. "Önnur félög láta sig þetta litlu varða." Hákon sagði að dómaranefndin stæði fyrir reglulegum dómaranámskeiðum en það væru litlar heimtur af þeim. "Ég hugsa að ef um hundrað manns mæta á námskeið þá megum við teljast heppnir ef við fáum einn mann til starfa í þeim hópi. Virðingarleysið gagnvart þessari stétt er algjört frá hendi félaganna og það gerir það að verkum að fólk hefur síður áhuga á því að skella sér út í dómgæslu. Nú horfum við fram á að nokkur af okkar bestu dómarapörum eru að komast á aldur og við munum, ef fram heldur sem horfir, lenda í vandræðum með að fylla þeirra skörð. Ég vona að menn geri sér grein fyrir því að án dómaranna verður enginn handbolti spilaður hér á Íslandi. Ef ekkert verður að gert þá mun skapast neyðarástand í dómgæslunni innan fárra ára," sagði Hákon. Íslenski handboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Segja má að íslenskir handboltadómarar séu tegund í útrýmingarhættu. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað undanfarið og er víða pottur brotinn hjá félögunum þegar kemur að því að huga að dómaramálum. "Handknattleiksforystan framleiðir ekki dómara, við skulum hafa það á hreinu. Það eru félögin sem eiga að standa sig í stykkinu þegar kemur að því að búa til dómara," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Fréttablaðið um helgina og hvítþvoði sjálfan sig og aðra forystumenn sambandsins algjörlega af dómaramálum. Hákon Sigurjónsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið að félögin virtust ekki gera sér grein fyrir mikilvægi dómara í íþróttinni. "Sinnuleysi félaganna er algjört og ég skil eiginlega ekki hvaða forgangsröðun er í gangi hjá þeim," sagði Hákon og bætti við að það væru í raun aðeins fjögur félög, HK, Grótta/KR, Stjarnan og Selfoss, sem stæðu sig í stykkinu. "Önnur félög láta sig þetta litlu varða." Hákon sagði að dómaranefndin stæði fyrir reglulegum dómaranámskeiðum en það væru litlar heimtur af þeim. "Ég hugsa að ef um hundrað manns mæta á námskeið þá megum við teljast heppnir ef við fáum einn mann til starfa í þeim hópi. Virðingarleysið gagnvart þessari stétt er algjört frá hendi félaganna og það gerir það að verkum að fólk hefur síður áhuga á því að skella sér út í dómgæslu. Nú horfum við fram á að nokkur af okkar bestu dómarapörum eru að komast á aldur og við munum, ef fram heldur sem horfir, lenda í vandræðum með að fylla þeirra skörð. Ég vona að menn geri sér grein fyrir því að án dómaranna verður enginn handbolti spilaður hér á Íslandi. Ef ekkert verður að gert þá mun skapast neyðarástand í dómgæslunni innan fárra ára," sagði Hákon.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira