Fórum of mjúkum höndum um Roland 16. febrúar 2005 00:01 Átján daga bannið sem Roland Eradze, markvörður ÍBV, var dæmdur í af aganefnd HSÍ á þriðjudag hefur vakið furðu marga. Roland hefði samkvæmt lengd bannsins átt að missa af þremur leikjum en þar sem leik ÍBV og Þórs, sem fara átti fram í Vestmannaeyjum í gærkvöld, var frestað vegna ófærðar mun hann væntanlega missa af fjórum leikjum. Mörgum þykir Aganefnd HSÍ hafa farið mjúkum höndum um landsliðsmarkvörðinn þar sem framkoma hans í leik ÍR og ÍBV á laugardaginn var ófyrirgefanleg og Roland sjálfur var steinhissa á dómnum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í fyrradag. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland. Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann gæti að mörgu leyti tekið undir þá gagnrýni að dómurinn væri vægur "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl sem viðurkenndi að aganefndin hefði sennilega tilkynnt úrskurðinn of fljótt. "Við flýtum okkur of mikið og hefðum átt að gefa okkur meiri tíma," sagði Karl og þvertók fyrir að nefndin hafi verið beitt pressu af hálfu forystu HSÍ til að birta úrskurð eins fljótt og auðið var. Hann sagði þó slæmt að það vantaði skýrari reglur þegar hrækt eða slegið væri til dómara. "Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál en við dæmdum algjörlega út frá refsistigaskalanum. Ég hefði reyndar viljað sjá dómarana útiloka hann frá leiknum en það hefði þýtt átta refstig. Hann fékk hins vegar fimm refsistig fyrir rauða spjaldið og það kom aldrei annað til greina en að dæma hann í tímabundið bann. Niðurstaðan varð sú að hann fékk átján daga bann sem þýðir að hann missir af þremur leikjum en ég get staðfest að það ríkti ekki eining innan nefndarinnar um lengd bannsins. Við komumst hins vegar að þessari niðurstöðu og henni verður ekki breytt," sagði Karl, sem hefur, þrátt fyrir tuttugu ára starfsreynslu í aganefnd HSÍ, aldrei fengið mál þessu líkt inn á borð til sín. Íslenski handboltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira
Átján daga bannið sem Roland Eradze, markvörður ÍBV, var dæmdur í af aganefnd HSÍ á þriðjudag hefur vakið furðu marga. Roland hefði samkvæmt lengd bannsins átt að missa af þremur leikjum en þar sem leik ÍBV og Þórs, sem fara átti fram í Vestmannaeyjum í gærkvöld, var frestað vegna ófærðar mun hann væntanlega missa af fjórum leikjum. Mörgum þykir Aganefnd HSÍ hafa farið mjúkum höndum um landsliðsmarkvörðinn þar sem framkoma hans í leik ÍR og ÍBV á laugardaginn var ófyrirgefanleg og Roland sjálfur var steinhissa á dómnum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í fyrradag. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland. Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann gæti að mörgu leyti tekið undir þá gagnrýni að dómurinn væri vægur "Eftir á að hyggja þá fórum við of mjúkum höndum um Roland og það hefði sennilega verið réttlætanlegt að setja hann í eins til eins og hálfs mánaðar bann. Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni sem hefur verið beint að okkur og það er alveg ljóst að það verður tekið harðar á svona málum í framtíðinni," sagði Karl sem viðurkenndi að aganefndin hefði sennilega tilkynnt úrskurðinn of fljótt. "Við flýtum okkur of mikið og hefðum átt að gefa okkur meiri tíma," sagði Karl og þvertók fyrir að nefndin hafi verið beitt pressu af hálfu forystu HSÍ til að birta úrskurð eins fljótt og auðið var. Hann sagði þó slæmt að það vantaði skýrari reglur þegar hrækt eða slegið væri til dómara. "Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál en við dæmdum algjörlega út frá refsistigaskalanum. Ég hefði reyndar viljað sjá dómarana útiloka hann frá leiknum en það hefði þýtt átta refstig. Hann fékk hins vegar fimm refsistig fyrir rauða spjaldið og það kom aldrei annað til greina en að dæma hann í tímabundið bann. Niðurstaðan varð sú að hann fékk átján daga bann sem þýðir að hann missir af þremur leikjum en ég get staðfest að það ríkti ekki eining innan nefndarinnar um lengd bannsins. Við komumst hins vegar að þessari niðurstöðu og henni verður ekki breytt," sagði Karl, sem hefur, þrátt fyrir tuttugu ára starfsreynslu í aganefnd HSÍ, aldrei fengið mál þessu líkt inn á borð til sín.
Íslenski handboltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira