Vilja Fischer út fyrir afmæli hans 4. mars 2005 00:01 Opinn flugmiði til Íslands bíður nú Bobbys Fischers og vonast stuðningsmenn hans til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda fyrir 62 ára afmæli sitt þann 9. mars næstkomandi. Mikil þátttaka var á blaðamannafundi sem stuðningsmenn Fischers héldu í Tókýó í morgun. Á blaðamannafundinum var gerð grein fyrir útlendingavegabréfinu sem gefið hefur verið út fyrir Bobby Fischer hér á landi. Einnig kom fram að keyptur hefur verið opinn flugmiði til Íslands fyrir Fischer og var skorað á japönsk yfirvöld að leysa hann úr haldi. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að stuðningsmenn hans hafi lýst vonbrigðum sínum með að japönsk yfirvöld hefðu enn ekki heimilað þeim að heimsækja hann í innflytjendabúðirnar þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Sæmundur segir að á fundinn hefðu komið blaðamenn hvaðanæva að, m.a. breskir, bandarískir og japanskir, sem hefðu spurt ýmissa spurninga. Fram hefði komið á fundinum að sendinefndin frá Íslandi væri óánægð með japönsk stjórnvöld og hversu illsamvinnþýð þau væru þrátt fyrir góða framkomu íslenskra stjórnvalda sem reynt hafi að gera allt sem þau gætu fyrir sendinefndina. Sæmundur sagði ekki ljóst hvernig færi með vegabréfið en sendinefndin vonaðist til að það kæmist í hendur lögmanns Fischers fljótlega. Hann segist aðspurður ekki hafa fengið nein viðbrögð frá japönskum stjórnvöldum varðandi málið en beðið hefði verið um fund með þeim. Þeirri beiðni hefði ekki verið svarað fyrir lokun skrifstofa í dag sem hafi verið um það leyti sem blaðamannafundinum lauk. Sendinefndin yrði í sambandi við sendiherra Íslands í Japan um helgina til þess að ræða málið. Aðspurður hvernig staðan í málinu blasti við stuðningsmönnum Fischers sagði Sæmundur að þeim fyndist hún slæm því ekki væri ljóst hvers vegna það hefði verið bannað að heimsækja Fischer í fyrradag og í dag, en engar heimsóknir séu leyfðar um helgar. Fischer hefði verið settur einangrun og ástæðan væri líklega sú að eitthvað hefði komið upp á hjá honum en ekki að stuðningsmenn hans hefðu verið svo hættulegir. Sæmundur segir stuðningsmennina vonast til að ná Fischer út fyrir afmælisdaginn hans, 9. mars. Það sé ekki borin von að það takist. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Sjá meira
Opinn flugmiði til Íslands bíður nú Bobbys Fischers og vonast stuðningsmenn hans til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda fyrir 62 ára afmæli sitt þann 9. mars næstkomandi. Mikil þátttaka var á blaðamannafundi sem stuðningsmenn Fischers héldu í Tókýó í morgun. Á blaðamannafundinum var gerð grein fyrir útlendingavegabréfinu sem gefið hefur verið út fyrir Bobby Fischer hér á landi. Einnig kom fram að keyptur hefur verið opinn flugmiði til Íslands fyrir Fischer og var skorað á japönsk yfirvöld að leysa hann úr haldi. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að stuðningsmenn hans hafi lýst vonbrigðum sínum með að japönsk yfirvöld hefðu enn ekki heimilað þeim að heimsækja hann í innflytjendabúðirnar þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Sæmundur segir að á fundinn hefðu komið blaðamenn hvaðanæva að, m.a. breskir, bandarískir og japanskir, sem hefðu spurt ýmissa spurninga. Fram hefði komið á fundinum að sendinefndin frá Íslandi væri óánægð með japönsk stjórnvöld og hversu illsamvinnþýð þau væru þrátt fyrir góða framkomu íslenskra stjórnvalda sem reynt hafi að gera allt sem þau gætu fyrir sendinefndina. Sæmundur sagði ekki ljóst hvernig færi með vegabréfið en sendinefndin vonaðist til að það kæmist í hendur lögmanns Fischers fljótlega. Hann segist aðspurður ekki hafa fengið nein viðbrögð frá japönskum stjórnvöldum varðandi málið en beðið hefði verið um fund með þeim. Þeirri beiðni hefði ekki verið svarað fyrir lokun skrifstofa í dag sem hafi verið um það leyti sem blaðamannafundinum lauk. Sendinefndin yrði í sambandi við sendiherra Íslands í Japan um helgina til þess að ræða málið. Aðspurður hvernig staðan í málinu blasti við stuðningsmönnum Fischers sagði Sæmundur að þeim fyndist hún slæm því ekki væri ljóst hvers vegna það hefði verið bannað að heimsækja Fischer í fyrradag og í dag, en engar heimsóknir séu leyfðar um helgar. Fischer hefði verið settur einangrun og ástæðan væri líklega sú að eitthvað hefði komið upp á hjá honum en ekki að stuðningsmenn hans hefðu verið svo hættulegir. Sæmundur segir stuðningsmennina vonast til að ná Fischer út fyrir afmælisdaginn hans, 9. mars. Það sé ekki borin von að það takist.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Sjá meira