Flugstöð í dulargervi 6. mars 2005 00:01 Birtist í DV 5. mars 2005 Er kominn tími til að Reykvíkingar rísi til varnar? Á sama tíma og menn eyða kröftunum í þras um fáeinar lélegar byggingar á Laugavegi, er unnið að því leynt og ljóst að koma í veg fyrir að nokkurn tíma verði hægt að fjarlægja Reykjavíkurflugvöll. Nú er stefnt að því að hella á bilinu 1.5-1.8 milljörðum króna í svokallaða samgöngumiðstöð við flugvöllinn. Ríkið ætlar heldur ekki að telja eftir sér að greiða stórfé með henni árlega, líklega sem nemur 100 milljónum króna. Það sem er verst er að samgöngumiðstöðin hefur þann eina tilgang að festa flugvöllinn í sessi - að öðru leyti er hún fullkomlega þarflaust mannvirki. Þetta er vitleysa. Svikin fyrirheit borgarstjórnar Í niðurstöðu nefndar á vegum ríkisins og borgarinnar segir að forsenda samgöngumiðstöðvarinnar sé að rekstrartími hennar sé tuttugu og fimm ár. Þetta er einnig forsenda þess að þetta verði sett í einkaframkvæmd - tuttugu og fimm ára samningstími. Með öðrum orðum: Það er verið að fastsetja flugvöllinn í Vatnsmýri til ársins 2030 að minnsta kosti. Hvað þá með fyrirheit borgarstjórnarinnar um að hann ætti að fara eftir 2016? Hvað með atkvæðagreiðsluna sem var haldin fyrir fjórum árum? Ekki í skipulagi Ekki fær maður betur séð en að í þessu felist svik við þau - algjör viðsnúningur? Það er talað um að milljón manns fari um samgöngumiðstöðina eftir tíu ár - var það ekki einmitt um það leyti sem flugið átti að vera á förum samkvæmt aðalskipulagi borgarinnar? Í þessu sama skipulagi er ekki gert ráð fyrir neinni samgöngumiðstöð. Henni er bara holað þarna niður í pólitísku makki sem maður kann tæplega skýringar á. Í skipulaginu er þvert á móti gert ráð fyrir að flugvöllurinn víki í tveimur áföngum - að landið verði komið til breyttrar notkunar árið 2024 þegar tíma skipulagsins lýkur. Á skjön við strætókerfi Þarna er ætlunin að tengja mismunandi tegundir af samgöngum sem eru á engan hátt í sambýli eins og veruleikinn er á Íslandi: rútuferðir, flug og strætisvagna. Eins og kerfið er tengjast þessir samgöngumátar varla á neinn hátt. Þeir sem ferðast með strætó - og ég er einn af þeim - sjá í hendi sér að það er hreinn útúrdúr í löngu og gisnu leiðakerfi ef strætisvagnar fara að stoppa við einhverja miðstöð í Vatnsmýri. Þar eru einfaldlega engir farþegar til að taka upp í - fyrir utan einn og einn útlendinga. Nýtt leiðakerfi strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu sem tekur gildi nú í sumar gerir heldur ekki ráð fyrir samgöngumiðstöð við Flugvallarveg. Tengsl við rútur og strætó Milli strætisvagna og rútuferða eru lítil tengsl. Þeir eru fáir sem taka strætó og setjast svo upp í rútu, altént hefur ekki verið talið nauðsynlegt að halda uppi sérstökum strætósamgöngum heim í hlað á Umferðarmiðstöðinni. Milli flugsins og þessara tveggja samgöngumáta eru heldur ekki tengsl. Ég held að samasem enginn taki strætó og setjist svo upp í flugvél út á land - jafnvel þótt leið 5 gangi úr bænum og út á Reykjavíkurflugvöll. Fólk kemur heldur ekki úr flugi og sest síðan upp í rútu og fer í Hveragerði. Eða kemur akandi í rútu í bæinn og tekur svo flugvél norður til Akureyrar. Það er allavega fágætt. Rútustöð á Hlemmi - rífum lögreglustöðina Miðstöð rútuferða getur verið hvar sem er. Hún getur eins verið áfram á BSÍ - þangað til flugvölllurinn verður færður. Sunnanverð Öskjuhlíð þar sem samgöngumiðstöðin á að vera telst seint sérlega miðsvæðis í borgarlandinu - ef það væri viðmið væri nær að koma rútubílunum fyrir í Mjóddinni. Þar er líka skiptistöð fyrir strætó. Vinur minn sem er fróður um skipulagsmál bendir reyndar að að planið bak við lögreglustöðina á Hverfisgötu myndi henta vel fyrir rútubílastöð. Þar er nóg pláss - og hús lögreglunnar sem alltaf var lélegt er hvort sem er nánast ónýtt og tilbúið til niðurrifs. Það er tekið fram að rútur suður á Keflavíkurflugvöll eigi að fara frá samgöngumiðstöðinni. Þetta eru þó ekki nema nokkrar rútur á dag. Nú er verið að byggja hótel út um allan miðbæinn. Venja er að rúturnar keyri farþega heim á stærri hótelin. Í raun er miklu heppilegra fyrir túrista að fara út í Lækjargötunni - í staðinn fyrir að skilja þá eftir nálægt Loftleiðahótelinu í kílómeters fjarlægð frá bænum. Sorrí, Loftleiðir eru ekki lengur aðalhótel bæjarins. Hvers vegna millilandaflug? Ennfremur er gert ráð fyrir að þarna verði miðstöð fyrir farþega sem ferðast til Færeyja og Grænlands - væntanlega er það til þess að þetta geti örugglega haldið áfram að hafa stöðu millilandaflugvallar. Að öðru leyti er óskiljanlegt hví Færeyingar og Grænlendingar geti ekki farið um Keflavík eins og annað fólk. Í framhaldi af því getur maður svo spurt hvers vegna ekki er búið að standa við loforð um að flytja æfinga- og kennsluflug frá Reykjavíkurflugvelli. Því var samgönguráðherrann sem nú situr búinn að lofa. Óþarft mannvirki Það er semsé engin ástæða til að setja þetta allt undir sama þak - nema þá að halda dauðahaldi í flugvöllinn, ausa peningum í mannvirki við hann svo ekki komi lengur til álita að færa hann. Að öðru leyti sér maður enga röklega ástæðu fyrir því að samgönguráðherrann hefur sótt málið svona fast - annars hefur maður ekki orðið var við stórkostlegan áhuga hans á að leggja fé í samgöngur í Reykjavík. Fáir flugfarþegar Flugfarþegar eru nú um það bil 1000 talsins á dag. Þeim fer örugglega fækkandi þegar framkvæmdunum við Kárahnjúka lýkur. Samkvæmt fréttum er gert ráð fyrir að 1,1 miilljón manns fari um samgöngumiðstöðina árið 2016. Á sama tíma fara varla færri en 5 milljónir um Hlemm. Meiri fjöldi mun fara um skiptistöðina á Grensási - hví þá ekki að byggja þar svo strætófarþegum líði betur? Staðreyndin er sú að þetta er ekkert annað en flugstöð - en af því málið er viðkvæmt er hún sett í dulargervi. Hún mun byggja á traffík fárra flugfarþega utan af landi sem er fjarska ólíklegt að fjölgi. Ástæðan er einfaldlega sú að íbúum á landsbyggðinni fækkar stöðugt. Íbúatala Vestmannaeyja er til dæmis komin niður í rétt rúmlega 4000 manns á stuttum tíma. Að maður tali ekki um fækkun fólks á Vestfjörðum. Hvað meinar borgarstjórnin? Fyrir þennan fjölda er varla þörf á öðru en að endurbyggja aðeins gömlu flugstöðina í Skerjafirðinum. Ekki hef ég orðið var við að þar sé óþægilega mikil örtröð. Það væri náttúrlega í samræmi við áætlanir um brotthvarf flugvallarins Hví er borgarstjórnin svo undanlátssöm við þessa vitleysu? Er það til að sýna að eitthvað sé framkvæmt í borginni? Eða hefur kannski verið gert einhvers konar samkomulag bak við tjöldin - til dæmis um að flýta lagningu Sundabrautar og á móti komi samgöngumiðstöðin til að halda lífi í flugvellinum? Sorgarsaga í Vatnsmýri Því miður virðist skipulag Vatnsmýrarinnar vera að breytast í sorgarsögu á stuttum tíma. Merkilegt hvað skammsýnt fólk getur látið söguleg tækifæri ganga úr greipum sér. Upp við Valsvöll á að troða niður blokkum í úrsérgengnum austur-evrópustíl. Nú er allt í einu rokið upp til handa og fóta til að koma Háskólanum í Reykjavík fyrir niður undir Nauthólsvík; þar verður frekar spurt um bílastæði en gott skipulag. Hringbrautin nýja sker svæðið eins og skelfilegt ör í landslaginu. Það sem maður heyrir af þekkingarþorpinu við Háskólann vekur ugg; þar er hugmyndin að byggja stórhýsi á stærð við gömlu Kringluna sem hætt er við að hverfist meira eða minna inn í sig. Til að tengja Kópavog við hina milljón manna samgöngumiðstöð á svo að leggja umferðarmannvirkið Hlíðarfót sem fer fyrir neðan Fossvogskirkjugarð - samkvæmt gömlu skipulagi átti það reyndar að vera hluti af Fossvogsbraut sem varla verður nokkurn tíma lögð. Pólitískt jarðsprengjusvæði Flugvallarmálið var rætt á landsfundi Framsóknarflokksins um síðustu helgi. Nokkrir flokksmenn gerðust svo djarfhuga að leggja fram tillögu um að innanlandsflugið skuli hverfa til Keflavíkur. Það brjálaðist allt. Menn urðu eldrauðir í framan, æðar tútnuðu út í andlitum geðprúðustu framsóknarmanna. Að lokum var tillögunni snúið algjörlega við. Það var samþykkt að flugvöllur skuli vera áfram í Reykjavík og lýst yfir stuðningi við samgöngumiðstöð sem myndi styrkja flugið. Þetta er höfuðborgarstefna forsætisráðherrans sem jafnframt er þingmaður í Reykjavík norður. Þetta er pólitískt jarðsprengjusvæði. Sjálfstæðisflokkurinn þorir ekki að hafa stefnu í málinu. R-listinn er á flótta í allar áttir - segir eitt í dag og annað á morgun. Flugvallarmálið er líka orðið bitbein í formannskjöri í Samfylkingunni. Össur Skarphéðinsson lýsti því yfir á fundi á Akureyri um daginn að ekki kæmi til greina annað en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Svo er spurning hvort þetta er djúp sannfæring Össurar eða hvort þetta er gambítur í formannskjörinu í Samfylkingunni - enginn stjórnmálamaður er jú bendlaður jafn sterklega við hugsanlegt brotthvarf flugvallarins og Ingibjörg Sólrún? Togstreita borgar og landsbyggðar Flugvallarmálið er orðið helsta táknið um togstreitu borgarinnar og landsbyggðarinnar. Það er þægilegt að tala um fáfarinn flugvöll í Reykjavík eins og eitthvað aðalatriði, beina gremju landsbyggðarfólks í þá átt; þá má komast hjá því að ræða hnignun atvinnuvega og niðurníðslu, verðlitlar eignir, samfélög sem standa varla undir sér, brottflutning fólks. En þegar menn þora ekki að hafa stefnu er hætt við að frekustu hagsmunapotararnir fái að ráða. Við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta. Samgöngumiðstöðin er rugl hvort sem maður er með eða á móti flugvelli. Það er verið að eyða skattpeningum í þarfleysu. Afleiðingarnar verða svo þær að bærinn heldur áfram að þenjast út. Við þurfum sífellt að leggja meiri peninga í bifreiðar, byggingu og viðhald umferðarmannvirkja. Nú er heimtað að Geldinganesið verði tekið undir byggð. Hvar er það eiginlega? Á unga fólkið að búa þar? Látum bisnessjónarmið ráða Annars er þetta ekki flókið mál - í raun alveg sáraeinfalt. Það ætti bara að láta markaðinn um að leysa þetta - leyfa viðskiptasjónarmiðum að ráða. Það gæti verið góður bisness. Ég væri meira að segja tilbúinn að taka þetta að mér sjálfur - ætti sjálfsagt auðvelt með að fá lán fyrir því. Að byggja snotran flugvöll fyrir höfuðborgarsvæðið einhvers staðar fyrir utan borgarmörkin og fá á móti lóðirnar í Vatnsmýrinni. Eins og húsnæðisverðið er í þessum bæjarhluta yrði varla próblem að finna kaupendur að þeim. Maður yrði líklega milljarðamæringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Birtist í DV 5. mars 2005 Er kominn tími til að Reykvíkingar rísi til varnar? Á sama tíma og menn eyða kröftunum í þras um fáeinar lélegar byggingar á Laugavegi, er unnið að því leynt og ljóst að koma í veg fyrir að nokkurn tíma verði hægt að fjarlægja Reykjavíkurflugvöll. Nú er stefnt að því að hella á bilinu 1.5-1.8 milljörðum króna í svokallaða samgöngumiðstöð við flugvöllinn. Ríkið ætlar heldur ekki að telja eftir sér að greiða stórfé með henni árlega, líklega sem nemur 100 milljónum króna. Það sem er verst er að samgöngumiðstöðin hefur þann eina tilgang að festa flugvöllinn í sessi - að öðru leyti er hún fullkomlega þarflaust mannvirki. Þetta er vitleysa. Svikin fyrirheit borgarstjórnar Í niðurstöðu nefndar á vegum ríkisins og borgarinnar segir að forsenda samgöngumiðstöðvarinnar sé að rekstrartími hennar sé tuttugu og fimm ár. Þetta er einnig forsenda þess að þetta verði sett í einkaframkvæmd - tuttugu og fimm ára samningstími. Með öðrum orðum: Það er verið að fastsetja flugvöllinn í Vatnsmýri til ársins 2030 að minnsta kosti. Hvað þá með fyrirheit borgarstjórnarinnar um að hann ætti að fara eftir 2016? Hvað með atkvæðagreiðsluna sem var haldin fyrir fjórum árum? Ekki í skipulagi Ekki fær maður betur séð en að í þessu felist svik við þau - algjör viðsnúningur? Það er talað um að milljón manns fari um samgöngumiðstöðina eftir tíu ár - var það ekki einmitt um það leyti sem flugið átti að vera á förum samkvæmt aðalskipulagi borgarinnar? Í þessu sama skipulagi er ekki gert ráð fyrir neinni samgöngumiðstöð. Henni er bara holað þarna niður í pólitísku makki sem maður kann tæplega skýringar á. Í skipulaginu er þvert á móti gert ráð fyrir að flugvöllurinn víki í tveimur áföngum - að landið verði komið til breyttrar notkunar árið 2024 þegar tíma skipulagsins lýkur. Á skjön við strætókerfi Þarna er ætlunin að tengja mismunandi tegundir af samgöngum sem eru á engan hátt í sambýli eins og veruleikinn er á Íslandi: rútuferðir, flug og strætisvagna. Eins og kerfið er tengjast þessir samgöngumátar varla á neinn hátt. Þeir sem ferðast með strætó - og ég er einn af þeim - sjá í hendi sér að það er hreinn útúrdúr í löngu og gisnu leiðakerfi ef strætisvagnar fara að stoppa við einhverja miðstöð í Vatnsmýri. Þar eru einfaldlega engir farþegar til að taka upp í - fyrir utan einn og einn útlendinga. Nýtt leiðakerfi strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu sem tekur gildi nú í sumar gerir heldur ekki ráð fyrir samgöngumiðstöð við Flugvallarveg. Tengsl við rútur og strætó Milli strætisvagna og rútuferða eru lítil tengsl. Þeir eru fáir sem taka strætó og setjast svo upp í rútu, altént hefur ekki verið talið nauðsynlegt að halda uppi sérstökum strætósamgöngum heim í hlað á Umferðarmiðstöðinni. Milli flugsins og þessara tveggja samgöngumáta eru heldur ekki tengsl. Ég held að samasem enginn taki strætó og setjist svo upp í flugvél út á land - jafnvel þótt leið 5 gangi úr bænum og út á Reykjavíkurflugvöll. Fólk kemur heldur ekki úr flugi og sest síðan upp í rútu og fer í Hveragerði. Eða kemur akandi í rútu í bæinn og tekur svo flugvél norður til Akureyrar. Það er allavega fágætt. Rútustöð á Hlemmi - rífum lögreglustöðina Miðstöð rútuferða getur verið hvar sem er. Hún getur eins verið áfram á BSÍ - þangað til flugvölllurinn verður færður. Sunnanverð Öskjuhlíð þar sem samgöngumiðstöðin á að vera telst seint sérlega miðsvæðis í borgarlandinu - ef það væri viðmið væri nær að koma rútubílunum fyrir í Mjóddinni. Þar er líka skiptistöð fyrir strætó. Vinur minn sem er fróður um skipulagsmál bendir reyndar að að planið bak við lögreglustöðina á Hverfisgötu myndi henta vel fyrir rútubílastöð. Þar er nóg pláss - og hús lögreglunnar sem alltaf var lélegt er hvort sem er nánast ónýtt og tilbúið til niðurrifs. Það er tekið fram að rútur suður á Keflavíkurflugvöll eigi að fara frá samgöngumiðstöðinni. Þetta eru þó ekki nema nokkrar rútur á dag. Nú er verið að byggja hótel út um allan miðbæinn. Venja er að rúturnar keyri farþega heim á stærri hótelin. Í raun er miklu heppilegra fyrir túrista að fara út í Lækjargötunni - í staðinn fyrir að skilja þá eftir nálægt Loftleiðahótelinu í kílómeters fjarlægð frá bænum. Sorrí, Loftleiðir eru ekki lengur aðalhótel bæjarins. Hvers vegna millilandaflug? Ennfremur er gert ráð fyrir að þarna verði miðstöð fyrir farþega sem ferðast til Færeyja og Grænlands - væntanlega er það til þess að þetta geti örugglega haldið áfram að hafa stöðu millilandaflugvallar. Að öðru leyti er óskiljanlegt hví Færeyingar og Grænlendingar geti ekki farið um Keflavík eins og annað fólk. Í framhaldi af því getur maður svo spurt hvers vegna ekki er búið að standa við loforð um að flytja æfinga- og kennsluflug frá Reykjavíkurflugvelli. Því var samgönguráðherrann sem nú situr búinn að lofa. Óþarft mannvirki Það er semsé engin ástæða til að setja þetta allt undir sama þak - nema þá að halda dauðahaldi í flugvöllinn, ausa peningum í mannvirki við hann svo ekki komi lengur til álita að færa hann. Að öðru leyti sér maður enga röklega ástæðu fyrir því að samgönguráðherrann hefur sótt málið svona fast - annars hefur maður ekki orðið var við stórkostlegan áhuga hans á að leggja fé í samgöngur í Reykjavík. Fáir flugfarþegar Flugfarþegar eru nú um það bil 1000 talsins á dag. Þeim fer örugglega fækkandi þegar framkvæmdunum við Kárahnjúka lýkur. Samkvæmt fréttum er gert ráð fyrir að 1,1 miilljón manns fari um samgöngumiðstöðina árið 2016. Á sama tíma fara varla færri en 5 milljónir um Hlemm. Meiri fjöldi mun fara um skiptistöðina á Grensási - hví þá ekki að byggja þar svo strætófarþegum líði betur? Staðreyndin er sú að þetta er ekkert annað en flugstöð - en af því málið er viðkvæmt er hún sett í dulargervi. Hún mun byggja á traffík fárra flugfarþega utan af landi sem er fjarska ólíklegt að fjölgi. Ástæðan er einfaldlega sú að íbúum á landsbyggðinni fækkar stöðugt. Íbúatala Vestmannaeyja er til dæmis komin niður í rétt rúmlega 4000 manns á stuttum tíma. Að maður tali ekki um fækkun fólks á Vestfjörðum. Hvað meinar borgarstjórnin? Fyrir þennan fjölda er varla þörf á öðru en að endurbyggja aðeins gömlu flugstöðina í Skerjafirðinum. Ekki hef ég orðið var við að þar sé óþægilega mikil örtröð. Það væri náttúrlega í samræmi við áætlanir um brotthvarf flugvallarins Hví er borgarstjórnin svo undanlátssöm við þessa vitleysu? Er það til að sýna að eitthvað sé framkvæmt í borginni? Eða hefur kannski verið gert einhvers konar samkomulag bak við tjöldin - til dæmis um að flýta lagningu Sundabrautar og á móti komi samgöngumiðstöðin til að halda lífi í flugvellinum? Sorgarsaga í Vatnsmýri Því miður virðist skipulag Vatnsmýrarinnar vera að breytast í sorgarsögu á stuttum tíma. Merkilegt hvað skammsýnt fólk getur látið söguleg tækifæri ganga úr greipum sér. Upp við Valsvöll á að troða niður blokkum í úrsérgengnum austur-evrópustíl. Nú er allt í einu rokið upp til handa og fóta til að koma Háskólanum í Reykjavík fyrir niður undir Nauthólsvík; þar verður frekar spurt um bílastæði en gott skipulag. Hringbrautin nýja sker svæðið eins og skelfilegt ör í landslaginu. Það sem maður heyrir af þekkingarþorpinu við Háskólann vekur ugg; þar er hugmyndin að byggja stórhýsi á stærð við gömlu Kringluna sem hætt er við að hverfist meira eða minna inn í sig. Til að tengja Kópavog við hina milljón manna samgöngumiðstöð á svo að leggja umferðarmannvirkið Hlíðarfót sem fer fyrir neðan Fossvogskirkjugarð - samkvæmt gömlu skipulagi átti það reyndar að vera hluti af Fossvogsbraut sem varla verður nokkurn tíma lögð. Pólitískt jarðsprengjusvæði Flugvallarmálið var rætt á landsfundi Framsóknarflokksins um síðustu helgi. Nokkrir flokksmenn gerðust svo djarfhuga að leggja fram tillögu um að innanlandsflugið skuli hverfa til Keflavíkur. Það brjálaðist allt. Menn urðu eldrauðir í framan, æðar tútnuðu út í andlitum geðprúðustu framsóknarmanna. Að lokum var tillögunni snúið algjörlega við. Það var samþykkt að flugvöllur skuli vera áfram í Reykjavík og lýst yfir stuðningi við samgöngumiðstöð sem myndi styrkja flugið. Þetta er höfuðborgarstefna forsætisráðherrans sem jafnframt er þingmaður í Reykjavík norður. Þetta er pólitískt jarðsprengjusvæði. Sjálfstæðisflokkurinn þorir ekki að hafa stefnu í málinu. R-listinn er á flótta í allar áttir - segir eitt í dag og annað á morgun. Flugvallarmálið er líka orðið bitbein í formannskjöri í Samfylkingunni. Össur Skarphéðinsson lýsti því yfir á fundi á Akureyri um daginn að ekki kæmi til greina annað en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Svo er spurning hvort þetta er djúp sannfæring Össurar eða hvort þetta er gambítur í formannskjörinu í Samfylkingunni - enginn stjórnmálamaður er jú bendlaður jafn sterklega við hugsanlegt brotthvarf flugvallarins og Ingibjörg Sólrún? Togstreita borgar og landsbyggðar Flugvallarmálið er orðið helsta táknið um togstreitu borgarinnar og landsbyggðarinnar. Það er þægilegt að tala um fáfarinn flugvöll í Reykjavík eins og eitthvað aðalatriði, beina gremju landsbyggðarfólks í þá átt; þá má komast hjá því að ræða hnignun atvinnuvega og niðurníðslu, verðlitlar eignir, samfélög sem standa varla undir sér, brottflutning fólks. En þegar menn þora ekki að hafa stefnu er hætt við að frekustu hagsmunapotararnir fái að ráða. Við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta. Samgöngumiðstöðin er rugl hvort sem maður er með eða á móti flugvelli. Það er verið að eyða skattpeningum í þarfleysu. Afleiðingarnar verða svo þær að bærinn heldur áfram að þenjast út. Við þurfum sífellt að leggja meiri peninga í bifreiðar, byggingu og viðhald umferðarmannvirkja. Nú er heimtað að Geldinganesið verði tekið undir byggð. Hvar er það eiginlega? Á unga fólkið að búa þar? Látum bisnessjónarmið ráða Annars er þetta ekki flókið mál - í raun alveg sáraeinfalt. Það ætti bara að láta markaðinn um að leysa þetta - leyfa viðskiptasjónarmiðum að ráða. Það gæti verið góður bisness. Ég væri meira að segja tilbúinn að taka þetta að mér sjálfur - ætti sjálfsagt auðvelt með að fá lán fyrir því. Að byggja snotran flugvöll fyrir höfuðborgarsvæðið einhvers staðar fyrir utan borgarmörkin og fá á móti lóðirnar í Vatnsmýrinni. Eins og húsnæðisverðið er í þessum bæjarhluta yrði varla próblem að finna kaupendur að þeim. Maður yrði líklega milljarðamæringur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun