Leita aftur ríkisborgararéttar 15. mars 2005 00:01 Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer, skákmeistari, fengi að fara til Íslands. Vinir Fischers reyna enn að fá allsherjarnefnd Alþingis til að mæla með að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirmaður japanska innflytjendaeftirlitsins, Masaharu Miura, segir að Fischer verði einungis fluttur til þess lands þar sem hann er ríkisborgari. Þetta kom fram í yfirheyrslu þingnefndar japanska þingsins sem tók málið upp að beiðni eins þingmanna stjórnarandstöðunnar. Hann sagði þetta vera samkvæmt japönskum lögum og að mál Fischers væri ekki þess eðlis að hægt væri að veita honum undanþágu. Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins, er einn vina Fischers sem er nýkominn frá Japan til að reyna að hjálpa skákmeistaranum. Hann segir að samkvæmt þeim upplýsingum, sem stuðningsmenn Fischers hér á landi hafi eftir umræður á japanska þinginu og viðræður við stuðningsmenn Fischers í Japan, séu yfirlýsingar glettilega ákveðnar um að ef Fischer fái ríkisborgararétt komist hann til landsins. Japönsk lög segi að mann sem tekinn sé með ógilt vegabréf skuli senda til þess lands þar sem hann hafi ríkisborgarrétt. Aðspurður hvort þreifað hafi verið á málinu í kjölfar umræðu á japanska þinginu segir Guðmundur að reynt hafi verið að ræða málið við nefndarmenn í allsherjarnefnd Alþingis og þeir beðnir að taka málið upp aftur. Tíminn sé naumur en viðræður um þetta standi enn. Machimura, utanríkisráðherra Japans, vísar því á bug að ríkisstjórn Japans gangi erinda Bandaríkjastjórnar í málinu en þingmaðurinn sem óskaði eftir umræðunum lét í ljós þá skoðun sína í gær að meðferð japanskra stjórnvalda á Fischer gæti stefnt tilraunum Japans til að fá sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í hættu. Lögfræðingur Fischers lýsti því yfir í síðustu viku að mál yrði höfðað á hendur japönskum stjórnvöldum ef Fischer yrði ekki fljótlega leystur úr haldi. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer, skákmeistari, fengi að fara til Íslands. Vinir Fischers reyna enn að fá allsherjarnefnd Alþingis til að mæla með að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirmaður japanska innflytjendaeftirlitsins, Masaharu Miura, segir að Fischer verði einungis fluttur til þess lands þar sem hann er ríkisborgari. Þetta kom fram í yfirheyrslu þingnefndar japanska þingsins sem tók málið upp að beiðni eins þingmanna stjórnarandstöðunnar. Hann sagði þetta vera samkvæmt japönskum lögum og að mál Fischers væri ekki þess eðlis að hægt væri að veita honum undanþágu. Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins, er einn vina Fischers sem er nýkominn frá Japan til að reyna að hjálpa skákmeistaranum. Hann segir að samkvæmt þeim upplýsingum, sem stuðningsmenn Fischers hér á landi hafi eftir umræður á japanska þinginu og viðræður við stuðningsmenn Fischers í Japan, séu yfirlýsingar glettilega ákveðnar um að ef Fischer fái ríkisborgararétt komist hann til landsins. Japönsk lög segi að mann sem tekinn sé með ógilt vegabréf skuli senda til þess lands þar sem hann hafi ríkisborgarrétt. Aðspurður hvort þreifað hafi verið á málinu í kjölfar umræðu á japanska þinginu segir Guðmundur að reynt hafi verið að ræða málið við nefndarmenn í allsherjarnefnd Alþingis og þeir beðnir að taka málið upp aftur. Tíminn sé naumur en viðræður um þetta standi enn. Machimura, utanríkisráðherra Japans, vísar því á bug að ríkisstjórn Japans gangi erinda Bandaríkjastjórnar í málinu en þingmaðurinn sem óskaði eftir umræðunum lét í ljós þá skoðun sína í gær að meðferð japanskra stjórnvalda á Fischer gæti stefnt tilraunum Japans til að fá sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í hættu. Lögfræðingur Fischers lýsti því yfir í síðustu viku að mál yrði höfðað á hendur japönskum stjórnvöldum ef Fischer yrði ekki fljótlega leystur úr haldi.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira