Íslendingar og gyðingahatur 27. mars 2005 00:01 Bæði Steinþór Heiðarsson og Ögmundur Jónasson, framámenn í VG, telja að Bobby Fischer sé pólitískur flóttamaður. Ögmundur skrifar þetta í grein í Moggann á sunnudag, en Steinþór segir í grein á Múrnum að Fischer sé samviskufangi og líkir honum við Sakharov, Solshenitsin og Aung San Suu Kyi. Óvinur óvinar míns er vinur minn er lógíkin. Vinstri menn fagna því að Fischer sé yfirlýstur andstæðingur veru Bandaríkjahers á Íslandi, að hann sé á móti Bush, Íraksstríðinu og Ísrael. Það er sama hvaðan gott kemur, líka þótt þessi nýji liðsmaður beiti stöðugt fyrir sig stæku gyðingahatri og röksemdafærslurnar séu vægast sagt sérstakar. Myndi vera svo mikil ánægja ef hreinræktaðir nasistar kæmu hingað með svona tal? Raunar segir í grein um Fischer sem ég birti hér á vefnum um helgina að hann hafi legið í Mein Kampf og slíkum ritum, og ekki farið leynt með aðdáun sína á Adolf Hitler. Þarna koma líka við sögu hinar stóreinkennilegu gælur róttækra vinstri manna við Serbíu. Þeir sjá óréttlæti í því að Fischer hafi verið refsað fyrir að brjóta viðskiptabannið á glæpastjórnina í Serbíu. Eins og einatt í lélegum röksemdafærslum á vinstri kantinum er vísað í tvískinnung Vesturlanda - að þau hafi stutt Króatíu sem líka hafi framið glæpi. Líkt og það réttlæti á einhvern hátt hið ógeðslega framferði Serba í stríðinu - fjöldamorð, skipulagðar nauðganir og þjóðernishreinsanir. --- --- --- Fornleifafræðingurinn Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fer fram á opinbera rannsókn vegna orða Fischers um gyðinga. Simon Wiesenthal stofnunin er líka komin í málið með gamlan fjandvin Íslendinga í fararbroddi, Efraim Zuroff. Hann heimtar að Fischer verði sviptur íslenska ríkisfanginu. Segir að Íslendingar haldi uppteknum hætti að skjóta skjólshúsi yfir þekkta gyðingahatara. Fischer hefur raunar talað svona um gyðinga síðan hann var ungur maður og bjó í New York, einu stærsta gyðingasamfélagi heims. Fræg eru orð hans í viðtali við tímaritið Harpers 1962 þar sem hann sagði að gyðingar væru að eyðileggja skákina, þeir kynnu ekki að klæða sig, hefðu engan klassa. Þar sem Fischer er gyðingur sjálfur er þetta líklega einhvers konar sjálfshatur. Svo þetta er ekkert nýnæmi. Menn gátu vitað að hverju þeir gengu þegar þeir fengu Fischer til Íslands. Það er heldur ekki rétt að ástæðan fyrir því að hann lét svona á blaðamannafundinum hafi verið vegna þess að hann var illa fyrirkallaður eða nýsloppinn úr fangelsi. Fischer segir þessa sömu hluti í hverju einasta viðtali. --- --- --- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson komst í fjölmiðla í Danmörku fyrir nokkrum árum þegar hann reyndi að fletta ofan af framgöngu Dana gegn gyðingum. Eins og kunnugt er voru danskir gyðingar ferjaðir yfir sundið til Svíþjóðar haustið 1943 og björguðust flestir með þessum hætti. Vilhjálmi taldi að þessir atburðir hefðu tekið á sig mynd goðsagnar og vildi fá að komast í skjöl útlendingaeftirlitsins til að sanna að í Danmörku hefði verið rekin andgyðingleg stefna. Úr þessu varð talsverð rekistefna. Áður varð Vilhjálmur frægur á Íslandi þegar hann reyndi af miklum ákafa að sýna fram á að silfursjóður sem fannst á Miðhúsum í Egilsstaðahreppi hefði verið falsaður. Hann lét þar ekki staðar numið heldur lét að því liggja að hjónin sem bjuggu á Miðhúsum hefðu sjálf falsað sjóðinn. Fyrir þetta var Vilhjálmur rekinn úr starfi á Þjóðminjasafninu og var síðar dæmdur til að greiða hjónunum miskabætur. Hér er texti af netinu, frá Jerusalem Center for Public Affairs þar sem Vilhjálmur ber Íslendingum á brýn gyðingahatur. Meðal annars er það vegna þess að Íslendingar eru hallir undir málstað Palestínuaraba - Vilhjálmur segir að viðhorf til Ísraelsríkis sé besti mælikvarðinn á gyðingahatur. Manni liggur við að segja að þetta sé kjánaskapur. Vandinn er bara sá að þessi hræsnisfulla og margnotaða lumma er notuð til að hylja grimmdarverk, drepa á dreif umræðu um þau, og veita þeim sem fremja þau siðferðilega réttlætingu sem þeir hafa enga innistæðu fyrir. --- --- --- Margir urðu hneykslaðir þegar Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður líkti ástandinu á herteknu svæðunum í Palestínu við ofsóknir nasista. Magnús er orðhvatur. Nú tekur hin orðvara framsóknarkona Jónína Bjartmarz í sama streng. Segir að þetta minni á gettóin á tíma nasista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Bæði Steinþór Heiðarsson og Ögmundur Jónasson, framámenn í VG, telja að Bobby Fischer sé pólitískur flóttamaður. Ögmundur skrifar þetta í grein í Moggann á sunnudag, en Steinþór segir í grein á Múrnum að Fischer sé samviskufangi og líkir honum við Sakharov, Solshenitsin og Aung San Suu Kyi. Óvinur óvinar míns er vinur minn er lógíkin. Vinstri menn fagna því að Fischer sé yfirlýstur andstæðingur veru Bandaríkjahers á Íslandi, að hann sé á móti Bush, Íraksstríðinu og Ísrael. Það er sama hvaðan gott kemur, líka þótt þessi nýji liðsmaður beiti stöðugt fyrir sig stæku gyðingahatri og röksemdafærslurnar séu vægast sagt sérstakar. Myndi vera svo mikil ánægja ef hreinræktaðir nasistar kæmu hingað með svona tal? Raunar segir í grein um Fischer sem ég birti hér á vefnum um helgina að hann hafi legið í Mein Kampf og slíkum ritum, og ekki farið leynt með aðdáun sína á Adolf Hitler. Þarna koma líka við sögu hinar stóreinkennilegu gælur róttækra vinstri manna við Serbíu. Þeir sjá óréttlæti í því að Fischer hafi verið refsað fyrir að brjóta viðskiptabannið á glæpastjórnina í Serbíu. Eins og einatt í lélegum röksemdafærslum á vinstri kantinum er vísað í tvískinnung Vesturlanda - að þau hafi stutt Króatíu sem líka hafi framið glæpi. Líkt og það réttlæti á einhvern hátt hið ógeðslega framferði Serba í stríðinu - fjöldamorð, skipulagðar nauðganir og þjóðernishreinsanir. --- --- --- Fornleifafræðingurinn Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fer fram á opinbera rannsókn vegna orða Fischers um gyðinga. Simon Wiesenthal stofnunin er líka komin í málið með gamlan fjandvin Íslendinga í fararbroddi, Efraim Zuroff. Hann heimtar að Fischer verði sviptur íslenska ríkisfanginu. Segir að Íslendingar haldi uppteknum hætti að skjóta skjólshúsi yfir þekkta gyðingahatara. Fischer hefur raunar talað svona um gyðinga síðan hann var ungur maður og bjó í New York, einu stærsta gyðingasamfélagi heims. Fræg eru orð hans í viðtali við tímaritið Harpers 1962 þar sem hann sagði að gyðingar væru að eyðileggja skákina, þeir kynnu ekki að klæða sig, hefðu engan klassa. Þar sem Fischer er gyðingur sjálfur er þetta líklega einhvers konar sjálfshatur. Svo þetta er ekkert nýnæmi. Menn gátu vitað að hverju þeir gengu þegar þeir fengu Fischer til Íslands. Það er heldur ekki rétt að ástæðan fyrir því að hann lét svona á blaðamannafundinum hafi verið vegna þess að hann var illa fyrirkallaður eða nýsloppinn úr fangelsi. Fischer segir þessa sömu hluti í hverju einasta viðtali. --- --- --- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson komst í fjölmiðla í Danmörku fyrir nokkrum árum þegar hann reyndi að fletta ofan af framgöngu Dana gegn gyðingum. Eins og kunnugt er voru danskir gyðingar ferjaðir yfir sundið til Svíþjóðar haustið 1943 og björguðust flestir með þessum hætti. Vilhjálmi taldi að þessir atburðir hefðu tekið á sig mynd goðsagnar og vildi fá að komast í skjöl útlendingaeftirlitsins til að sanna að í Danmörku hefði verið rekin andgyðingleg stefna. Úr þessu varð talsverð rekistefna. Áður varð Vilhjálmur frægur á Íslandi þegar hann reyndi af miklum ákafa að sýna fram á að silfursjóður sem fannst á Miðhúsum í Egilsstaðahreppi hefði verið falsaður. Hann lét þar ekki staðar numið heldur lét að því liggja að hjónin sem bjuggu á Miðhúsum hefðu sjálf falsað sjóðinn. Fyrir þetta var Vilhjálmur rekinn úr starfi á Þjóðminjasafninu og var síðar dæmdur til að greiða hjónunum miskabætur. Hér er texti af netinu, frá Jerusalem Center for Public Affairs þar sem Vilhjálmur ber Íslendingum á brýn gyðingahatur. Meðal annars er það vegna þess að Íslendingar eru hallir undir málstað Palestínuaraba - Vilhjálmur segir að viðhorf til Ísraelsríkis sé besti mælikvarðinn á gyðingahatur. Manni liggur við að segja að þetta sé kjánaskapur. Vandinn er bara sá að þessi hræsnisfulla og margnotaða lumma er notuð til að hylja grimmdarverk, drepa á dreif umræðu um þau, og veita þeim sem fremja þau siðferðilega réttlætingu sem þeir hafa enga innistæðu fyrir. --- --- --- Margir urðu hneykslaðir þegar Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður líkti ástandinu á herteknu svæðunum í Palestínu við ofsóknir nasista. Magnús er orðhvatur. Nú tekur hin orðvara framsóknarkona Jónína Bjartmarz í sama streng. Segir að þetta minni á gettóin á tíma nasista.