Einar Örn fær ekki laun 16. apríl 2005 00:01 Einar Örn leikur með þýska úrvalsdeildarfélaginu Wallau Massenheim en félagið hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum í langan tíma. Forsvarsmenn félagsins lugu að almenningi síðasta sumar þegar þeir sögðust hafa bjargað fjárhag félagsins en síðar kom í ljós að samningar sem þeir þóttust hafa gert voru til að mynda við fyrirtæki sem voru ekki til. Slíkur rekstur gengur augljóslega ekki til lengdar og lygararnir hafa verið ákærðir og eiga jafnvel yfir höfði sér fangelsisvist. Eftir standa leikmennirnir án launa í marga mánuði og það kemur í ljós á mánudag hvort það tekst að bjarga félaginu frá gjaldþroti."Ég hef ekki fengið greidd laun síðan í desember," sagði Einar Örn við Fréttablaðið í gær en þrátt fyrir allt erfiðið var hann ótrúlega léttur. "Það er búið að vera mikið púsluspil að halda rekstri heimilisins gangandi en þetta hefur bjargast hingað til. Þetta minnir mann eiginlega á árin í háskólanum þegar maður átti ekki krónu. Þá var manni alveg sama en það sama á ekki við núna."Það átti að skýrast í gær hvað yrði um Wallau en félagið fékk lokafrest fram á mánudag til að safna frekara fé. Einar segir að fólk í bænum sé bjartsýnt á að hægt verði að bjarga félaginu."Það bendir allt til þess en maður fagnar ekki fyrr en allt er klárt. Annars vill maður fyrst og fremst komast úr þessu leiðinlega óvissuástandi því það er ekki gaman að búa við slíkt ástand," sagði Einar en ef tekst að bjarga félaginu verður það skikkað til þess að hafa opnara bókhald í framtíðinni svo þessi saga endurtaki sig ekki. Wallau hefur boðið Einari nýjan samning og hann býst fastlega við því að samþykkja hann leysist málin. "Reksturinn á að vera öruggari fari svo að félagið lifi. Ég vil samt helst bara semja til eins árs og sjá hvernig staðan verður eftir ár. Ég vil ekki binda mig lengi á meðan ástandið er ekki betra en það er," sagði Einar en hann hafnaði tilboði frá þýsku félögunum Nettelstedt og TuS N-Lubbecke fyrr í vetur. Íslenski handboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Einar Örn leikur með þýska úrvalsdeildarfélaginu Wallau Massenheim en félagið hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum í langan tíma. Forsvarsmenn félagsins lugu að almenningi síðasta sumar þegar þeir sögðust hafa bjargað fjárhag félagsins en síðar kom í ljós að samningar sem þeir þóttust hafa gert voru til að mynda við fyrirtæki sem voru ekki til. Slíkur rekstur gengur augljóslega ekki til lengdar og lygararnir hafa verið ákærðir og eiga jafnvel yfir höfði sér fangelsisvist. Eftir standa leikmennirnir án launa í marga mánuði og það kemur í ljós á mánudag hvort það tekst að bjarga félaginu frá gjaldþroti."Ég hef ekki fengið greidd laun síðan í desember," sagði Einar Örn við Fréttablaðið í gær en þrátt fyrir allt erfiðið var hann ótrúlega léttur. "Það er búið að vera mikið púsluspil að halda rekstri heimilisins gangandi en þetta hefur bjargast hingað til. Þetta minnir mann eiginlega á árin í háskólanum þegar maður átti ekki krónu. Þá var manni alveg sama en það sama á ekki við núna."Það átti að skýrast í gær hvað yrði um Wallau en félagið fékk lokafrest fram á mánudag til að safna frekara fé. Einar segir að fólk í bænum sé bjartsýnt á að hægt verði að bjarga félaginu."Það bendir allt til þess en maður fagnar ekki fyrr en allt er klárt. Annars vill maður fyrst og fremst komast úr þessu leiðinlega óvissuástandi því það er ekki gaman að búa við slíkt ástand," sagði Einar en ef tekst að bjarga félaginu verður það skikkað til þess að hafa opnara bókhald í framtíðinni svo þessi saga endurtaki sig ekki. Wallau hefur boðið Einari nýjan samning og hann býst fastlega við því að samþykkja hann leysist málin. "Reksturinn á að vera öruggari fari svo að félagið lifi. Ég vil samt helst bara semja til eins árs og sjá hvernig staðan verður eftir ár. Ég vil ekki binda mig lengi á meðan ástandið er ekki betra en það er," sagði Einar en hann hafnaði tilboði frá þýsku félögunum Nettelstedt og TuS N-Lubbecke fyrr í vetur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira