Baugsmálið – nema hvað 16. ágúst 2005 00:01 Baugsmálið er að ýmsu leyti hið sérkennilegasta. Dagana fyrir "skúbb" Guardian heyrðust setningar eins og þessi eða a.m.k. í eitthvað í þá áttina í fréttatímum hér á landi: Akærurnar í Baugsmálinu hafa enn ekki fyrir birtar þrátt fyrir loforð um að svo yrði gert. Það er óneitanlega sérkennilegt að einhver eða einhverjir hafi lofað að birta ákærur. Yfirleitt er gangurinn nefnilega sá að fólk er einfaldlega ákært fyrir dómstólum og ákærurnar opinberar um leið. Í þessu tilfelli var af einhverjum ástæðum ákveðið að gefa út ákærur án þess að dómfesta málið, og svo skringilega vildi til að þetta var einmitt á þeim tíma sem hinir ákærðu voru að gera mikla viðskiptasamninga. Eða með öðrum orðum á viðkvæmum tíma fyrir þá, - sérkennileg tilviljun. Mér finnst umfjöllun fréttamiðla af málinu líka svolítið sérkennileg. Fréttamenn íslenskir voru að vonum frekar spældir yfir því að fyrsta umfjöllun um ákærurnar sem byggðist á öðru en getgátum birtust í bresku blaði. Er það samt ekki einfaldlega áfellisdómur yfir íslensku fréttamiðlunum? Ef menn liggja á einhverjum upplýsingum sem fréttamenn sækjast eftir – í þessu tilfelli margumtöluðum ákærum – þá er það eðlilegasti hlutur í heimi að þeir leki þeim, eða láti þá fyrsta fá, sem þeir treysta best til að vinna úr þessum upplýsingum. Það þýðir hins vegar ekki að þeir hafa þessa aðila "í vasanum" eins og stundum er sagt, heldur einfaldlega að þeir treysti þessum aðilum betur en öðrum til að vinna úr upplýsingunum. Hlutverk blaðamanna er að vinna úr upplýsingum sem þeim berast í hendur, en ekki birta allt sem þeir fá í hendurnar. Svona eins og góður kokkur býr til góða, óskemmda máltíð úr hráefninu en ber ekki fram hrátt kjöt, fisk og grænmeti og lætur svo gestina um að matreiða. Það er líka sékennilegt að hinir ákærðu segja að málatilbúnaðurinn gegn þeim sé að undirrót þess manns sem hefur verið valdamestur hér á landi síðasta áratuginn og gott betur. Bæði sérkennilegt og ógnvænlegt. Ennþá ógnvænlegra er samt að margir trúa þessu og enn fleiri vita ekki sitt rjúkandi ráð. Ég er í þeim hópi. Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð vegna þess að ég vil ekki trúa því að ég búi í landi þar sem slíkt er hægt. Samt er það svo að margt bendir til að þetta sé engu að síður staðreynd. Sá valdamesti hefur vissulega sýnt af sér þá takta að menn standa á öndinni. Þar er kannski helst að minnast viðtalanna frægu í London hér um árið. Viðtala sem allir vilja helst gleyma, en hljóta hins vegar að rifjast upp þegar reynt er að komast til botns í þessu drama öllu saman. Það er bæði sérkennilegt og ógnvænlegt að missa trúna á það kerfi sem maður býr við. Það er ekkert óeðlilegt við ágreining og heldur ekkert óeðilegt við hagsmunaárekstra. Ef og þegar bolabrögðum er beitt til að ná undirtökunum í slíkum ágreiningi þá verður ástandið hins vegar allt í senn óeðlilegt, ógnvænlegt og óþolandi. Af þeim ákærum sem hafa verið birtar er ljóst að þeir Bónusfeðgar eru engir englar, ég held nú svosem ekki að margir hafi haldið að þeir væru það, enda ekki margir englar í heiminum yfirleitt. Spurningin er hins vegar hvort þeir séu beinlínis glæpamenn eða hvort þær tugþúsundir blaðsíðna sem lögreglan hefur tekið saman um þá séu allar um tiltölulega léttvægar yfirsjónir, eða viðskipti sem samkvæmt ströngustu kröfum ætti að haga öðru vísi, en tíðkast þó því miður á mörgum bæjum. Undanfarið hafa verið umræður um sölu ríkisbankanna, margt þykir sérkennilegt við hvernig staðið var sölu þeirra, sérstaklega þó Búnaðarbankans. Ljóst er að hópur manna auðgaðist mjög við að kaupa þann banka, svo sérkennilega vill til að þeir ágætu menn eru nær allir í sama stjórnmálaflokknum. Ríkisvaldið, sem nú hefur ákært til þess meðal annars að halda uppi rétti hluthafa í almenningshlutfélaginu Baugi, kallar það hins vegar dylgjur og róg þegar þess er krafist að öll spil séu lögð á borðið um viðskiptin með Búnaðarbankann, sem við áttum öll. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem það verður lýðum ljóst að það er ekki sama að vera Jón og séra Jón, verst virðist þó að vera Jón Ásgeir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Baugsmálið er að ýmsu leyti hið sérkennilegasta. Dagana fyrir "skúbb" Guardian heyrðust setningar eins og þessi eða a.m.k. í eitthvað í þá áttina í fréttatímum hér á landi: Akærurnar í Baugsmálinu hafa enn ekki fyrir birtar þrátt fyrir loforð um að svo yrði gert. Það er óneitanlega sérkennilegt að einhver eða einhverjir hafi lofað að birta ákærur. Yfirleitt er gangurinn nefnilega sá að fólk er einfaldlega ákært fyrir dómstólum og ákærurnar opinberar um leið. Í þessu tilfelli var af einhverjum ástæðum ákveðið að gefa út ákærur án þess að dómfesta málið, og svo skringilega vildi til að þetta var einmitt á þeim tíma sem hinir ákærðu voru að gera mikla viðskiptasamninga. Eða með öðrum orðum á viðkvæmum tíma fyrir þá, - sérkennileg tilviljun. Mér finnst umfjöllun fréttamiðla af málinu líka svolítið sérkennileg. Fréttamenn íslenskir voru að vonum frekar spældir yfir því að fyrsta umfjöllun um ákærurnar sem byggðist á öðru en getgátum birtust í bresku blaði. Er það samt ekki einfaldlega áfellisdómur yfir íslensku fréttamiðlunum? Ef menn liggja á einhverjum upplýsingum sem fréttamenn sækjast eftir – í þessu tilfelli margumtöluðum ákærum – þá er það eðlilegasti hlutur í heimi að þeir leki þeim, eða láti þá fyrsta fá, sem þeir treysta best til að vinna úr þessum upplýsingum. Það þýðir hins vegar ekki að þeir hafa þessa aðila "í vasanum" eins og stundum er sagt, heldur einfaldlega að þeir treysti þessum aðilum betur en öðrum til að vinna úr upplýsingunum. Hlutverk blaðamanna er að vinna úr upplýsingum sem þeim berast í hendur, en ekki birta allt sem þeir fá í hendurnar. Svona eins og góður kokkur býr til góða, óskemmda máltíð úr hráefninu en ber ekki fram hrátt kjöt, fisk og grænmeti og lætur svo gestina um að matreiða. Það er líka sékennilegt að hinir ákærðu segja að málatilbúnaðurinn gegn þeim sé að undirrót þess manns sem hefur verið valdamestur hér á landi síðasta áratuginn og gott betur. Bæði sérkennilegt og ógnvænlegt. Ennþá ógnvænlegra er samt að margir trúa þessu og enn fleiri vita ekki sitt rjúkandi ráð. Ég er í þeim hópi. Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð vegna þess að ég vil ekki trúa því að ég búi í landi þar sem slíkt er hægt. Samt er það svo að margt bendir til að þetta sé engu að síður staðreynd. Sá valdamesti hefur vissulega sýnt af sér þá takta að menn standa á öndinni. Þar er kannski helst að minnast viðtalanna frægu í London hér um árið. Viðtala sem allir vilja helst gleyma, en hljóta hins vegar að rifjast upp þegar reynt er að komast til botns í þessu drama öllu saman. Það er bæði sérkennilegt og ógnvænlegt að missa trúna á það kerfi sem maður býr við. Það er ekkert óeðlilegt við ágreining og heldur ekkert óeðilegt við hagsmunaárekstra. Ef og þegar bolabrögðum er beitt til að ná undirtökunum í slíkum ágreiningi þá verður ástandið hins vegar allt í senn óeðlilegt, ógnvænlegt og óþolandi. Af þeim ákærum sem hafa verið birtar er ljóst að þeir Bónusfeðgar eru engir englar, ég held nú svosem ekki að margir hafi haldið að þeir væru það, enda ekki margir englar í heiminum yfirleitt. Spurningin er hins vegar hvort þeir séu beinlínis glæpamenn eða hvort þær tugþúsundir blaðsíðna sem lögreglan hefur tekið saman um þá séu allar um tiltölulega léttvægar yfirsjónir, eða viðskipti sem samkvæmt ströngustu kröfum ætti að haga öðru vísi, en tíðkast þó því miður á mörgum bæjum. Undanfarið hafa verið umræður um sölu ríkisbankanna, margt þykir sérkennilegt við hvernig staðið var sölu þeirra, sérstaklega þó Búnaðarbankans. Ljóst er að hópur manna auðgaðist mjög við að kaupa þann banka, svo sérkennilega vill til að þeir ágætu menn eru nær allir í sama stjórnmálaflokknum. Ríkisvaldið, sem nú hefur ákært til þess meðal annars að halda uppi rétti hluthafa í almenningshlutfélaginu Baugi, kallar það hins vegar dylgjur og róg þegar þess er krafist að öll spil séu lögð á borðið um viðskiptin með Búnaðarbankann, sem við áttum öll. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem það verður lýðum ljóst að það er ekki sama að vera Jón og séra Jón, verst virðist þó að vera Jón Ásgeir.