Stigalausir inn í milliriðil 20. ágúst 2005 00:01 Íslenska piltalandsliðið í handbolta tapaði í gær sínum öðrum leik í röð á Heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi þegar það lá 27-30 fyrir Þýskalandi í sínum fjórða og síðasta leik í riðlakeppninni. Þar með er ljóst að íslenska liðið tekur engin stig með sér inn í milliriðilinn en liðið varð í þriðja sæti í sínum riðli á eftir Þjóðverjum, sem unnu alla sína leiki og Spánverjum, sem unnu eins marks sigur á íslenska liðinu á föstudaginn. Ísland spilar við Dani, Egypta og Kóreumenn í milliriðlinum sen hefst á morgun en vonin um að ná verðlaunasæti á þessu móti er orðin lítil enda fóru bæði Þjóðverjar og Danir með fjórum stigum meira inn í milliriðilinn. Enn á ný var það slæmur kafli í seinni hluta fyrri hálfleiks sem reyndist íslenska liðinu dýrkeyptur en fjögur þýsk mörk í röð breytti stöðunni úr 7-6 fyrir Ísland í 7-10 og eftir að Þjóðverjar skoruðu 4 af 5 fyrstu mörkum seinni hálfleiks og komust átta mörkum yfir, 19-11, var staðan orðin vonlítil fyrir íslensku strákana sem náðu að minnka muninn í eitt mark þegar sex mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki og Þjóðverjar unnu að lokum þriggja marka sigur. Þjóðverjar fengu átta fleiri víti í leiknum og íslenska liðið var sex mínútum lengur í skammarkróknum sem hjálpaði ekki liðinu að eiga við hið sterka lið Þjóðverja sem er mjög sigurstranglegt á þessu móti. Svíar og Frakkar sátu bæði eftir í sínum riðli og eru því hvorugt meðal tólf efstu liða á þessu móti. Björgvin Páll Gústvasson átti frábæran leik í markinu og varði 25 skot en þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason voru markahæstir með fimm mörk. Þá gerðu Andri Stefan og Daníel Berg Grétarsson 4 mörk hvor. Það munaði mikið um að þeir Kári Kristjánsson og Árni Þór Sigtryggsson komust ekki á blað í leiknum en öll sjö skot þeirra félaga misheppnuðust. Árni Þór var markahæsti leikmaður liðsins fyrir leikinn og Kári skoraði 11 mörk út 11 skotum í leiknum gegn Spánverjum. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Íslenska piltalandsliðið í handbolta tapaði í gær sínum öðrum leik í röð á Heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi þegar það lá 27-30 fyrir Þýskalandi í sínum fjórða og síðasta leik í riðlakeppninni. Þar með er ljóst að íslenska liðið tekur engin stig með sér inn í milliriðilinn en liðið varð í þriðja sæti í sínum riðli á eftir Þjóðverjum, sem unnu alla sína leiki og Spánverjum, sem unnu eins marks sigur á íslenska liðinu á föstudaginn. Ísland spilar við Dani, Egypta og Kóreumenn í milliriðlinum sen hefst á morgun en vonin um að ná verðlaunasæti á þessu móti er orðin lítil enda fóru bæði Þjóðverjar og Danir með fjórum stigum meira inn í milliriðilinn. Enn á ný var það slæmur kafli í seinni hluta fyrri hálfleiks sem reyndist íslenska liðinu dýrkeyptur en fjögur þýsk mörk í röð breytti stöðunni úr 7-6 fyrir Ísland í 7-10 og eftir að Þjóðverjar skoruðu 4 af 5 fyrstu mörkum seinni hálfleiks og komust átta mörkum yfir, 19-11, var staðan orðin vonlítil fyrir íslensku strákana sem náðu að minnka muninn í eitt mark þegar sex mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki og Þjóðverjar unnu að lokum þriggja marka sigur. Þjóðverjar fengu átta fleiri víti í leiknum og íslenska liðið var sex mínútum lengur í skammarkróknum sem hjálpaði ekki liðinu að eiga við hið sterka lið Þjóðverja sem er mjög sigurstranglegt á þessu móti. Svíar og Frakkar sátu bæði eftir í sínum riðli og eru því hvorugt meðal tólf efstu liða á þessu móti. Björgvin Páll Gústvasson átti frábæran leik í markinu og varði 25 skot en þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason voru markahæstir með fimm mörk. Þá gerðu Andri Stefan og Daníel Berg Grétarsson 4 mörk hvor. Það munaði mikið um að þeir Kári Kristjánsson og Árni Þór Sigtryggsson komust ekki á blað í leiknum en öll sjö skot þeirra félaga misheppnuðust. Árni Þór var markahæsti leikmaður liðsins fyrir leikinn og Kári skoraði 11 mörk út 11 skotum í leiknum gegn Spánverjum.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira