Handboltinn í dag 23. september 2005 00:01 Það má reikna með hörkuleikjum í DHL-deildinni í handbolta í dag, þrír leikir fara fram í karlaflokki og einn í kvennaflokki. Fréttablaðið fékk Jóhannes Bjarnason, yfirþjálfara hjá yngri flokkum KA, til þess að spá í leikina. Þór - Stjarnan "Ég varð nú svolítið undrandi þegar ég sá spána hjá forráðamönnum félaganna í deildinni, en þeir höfðu litla trú á Þór. Ég held að Þór muni standa sig vel í vetur því það eru margir góðir leikmenn í liði Þórs sem verða örugglega sterkir á heimavelli. Að auki vann Þór Stjörnuna í Reykjavíkurmótinu á dögunum þannig að ég spái góðum sigri hjá Þór." HK-ÍBV Björgvin Gústavsson og Ólafur Víðir Ólafsson fóru frá HK til ÍBV fyrir veturinn og má búast við því að þeir láti mikið að sér kveða í leiknum í dag. "HK þarf nauðsynlega að vinna leikinn og gerir það held ég. Það verður örugglega frekar einkennilegt fyrir strákana sem fóru frá HK til ÍBV að spila þennan leik. Bæði lið byrjuðu leiktíðina illa og þurfa því nauðsynlega að vinna en ég reikna með því að HK vinni leikinn nokkuð örugglega." Afturelding-Selfoss Efnilegt lið Aftureldingar, með Guðmund Hrafnkelsson innanborðs, mætir liði Selfoss á heimavelli sínum í Mosfellsbæ. "Afturelding mun vinna stóran sigur á Selfoss. Ég hef mikla trú á Aftureldingu og er viss um að liðið mun koma liða mest á óvart í vetur. Ég var ósáttur við hugarfar leikmanna hjá Aftureldingu í fyrra þegar illa gekk hjá liðinu. Ég man þegar ég stýrði KA á síðasta tímabili þá spiluðum við skelfilega á móti þeim í Mosfellsbænum en unnum samt, bara vegna þess að Afturelding gekk ekki á lagið. En núna virðist vera annar bragur á liðinu og ég er viss um að þessir efnilegu strákar gera það gott í vetur. Einn allra efnilegasti leikmaður landsins er í liði Aftureldingar, Ernir Hrafn Arnarson, og hann á eftir að skora mikið í vetur." Stjarnan-KA/Þór í DHL-deild kvenna "Ég hef mikla trú á stelpunum í KA/Þór. Þær eru efnilegar og munu bæta sig mikið í vetur. En ég held þó að Stjarnan sé með of sterkt lið fyrir þær að þessu sinni. Stjörnuliðið er sterkt og verður í toppbaráttunni í vetur." Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira
Það má reikna með hörkuleikjum í DHL-deildinni í handbolta í dag, þrír leikir fara fram í karlaflokki og einn í kvennaflokki. Fréttablaðið fékk Jóhannes Bjarnason, yfirþjálfara hjá yngri flokkum KA, til þess að spá í leikina. Þór - Stjarnan "Ég varð nú svolítið undrandi þegar ég sá spána hjá forráðamönnum félaganna í deildinni, en þeir höfðu litla trú á Þór. Ég held að Þór muni standa sig vel í vetur því það eru margir góðir leikmenn í liði Þórs sem verða örugglega sterkir á heimavelli. Að auki vann Þór Stjörnuna í Reykjavíkurmótinu á dögunum þannig að ég spái góðum sigri hjá Þór." HK-ÍBV Björgvin Gústavsson og Ólafur Víðir Ólafsson fóru frá HK til ÍBV fyrir veturinn og má búast við því að þeir láti mikið að sér kveða í leiknum í dag. "HK þarf nauðsynlega að vinna leikinn og gerir það held ég. Það verður örugglega frekar einkennilegt fyrir strákana sem fóru frá HK til ÍBV að spila þennan leik. Bæði lið byrjuðu leiktíðina illa og þurfa því nauðsynlega að vinna en ég reikna með því að HK vinni leikinn nokkuð örugglega." Afturelding-Selfoss Efnilegt lið Aftureldingar, með Guðmund Hrafnkelsson innanborðs, mætir liði Selfoss á heimavelli sínum í Mosfellsbæ. "Afturelding mun vinna stóran sigur á Selfoss. Ég hef mikla trú á Aftureldingu og er viss um að liðið mun koma liða mest á óvart í vetur. Ég var ósáttur við hugarfar leikmanna hjá Aftureldingu í fyrra þegar illa gekk hjá liðinu. Ég man þegar ég stýrði KA á síðasta tímabili þá spiluðum við skelfilega á móti þeim í Mosfellsbænum en unnum samt, bara vegna þess að Afturelding gekk ekki á lagið. En núna virðist vera annar bragur á liðinu og ég er viss um að þessir efnilegu strákar gera það gott í vetur. Einn allra efnilegasti leikmaður landsins er í liði Aftureldingar, Ernir Hrafn Arnarson, og hann á eftir að skora mikið í vetur." Stjarnan-KA/Þór í DHL-deild kvenna "Ég hef mikla trú á stelpunum í KA/Þór. Þær eru efnilegar og munu bæta sig mikið í vetur. En ég held þó að Stjarnan sé með of sterkt lið fyrir þær að þessu sinni. Stjörnuliðið er sterkt og verður í toppbaráttunni í vetur."
Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira