Finnur sig vel á heimaslóðunum 25. september 2005 00:01 Rúnar Sigtryggsson, spilandi þjálfari karlaliðs Þórs í handbolta, átti góðan leik með liði sínu um helgina og skoraði sjö mörk í 25-24 sigri Þórs á Stjörnunni í DHL-deildinni. Stjarnan leiddi leikinn allan tímann en hinn ungi Arnar Þór Gunnarsson skoraði sigurmark Þórs fjórum sekúndum fyrir leikslok með góðu skoti úr horninu. "Við vorum að elta Stjörnuna allan leikinn og náðum að komast yfir einu sinni í öllum leiknum, og það var á besta tíma," sagði Rúnar.Eftir mörg góð ár í atvinnumennsku ákvað Rúnar að snúa aftur á heimaslóðir en hann lék með Þór á sínum yngri árum. Hann er ekki í nokkrum vafa um að margir leikmanna Þórsliðsins eigi framtíðina fyrir sér. "Mér finnst vera margir efnilegir leikmenn í liðinu. Ef þeir verða duglegir að æfa finnst mér alveg eins líklegt að þeir nái langt í framtíðinni. Ég mun reyna að miðla til þeirra eins miklu og ég get og með aukinni reynslu koma þeir til með að bæta leik sinn mikið." Rúnari líst vel á veturinn og telur að handboltinn sé í mikilli sókn um þess mundir. "Það hefur verið góð umgjörð um leikina víðast hvar og fjölmiðlar hafa einnig fjallað mikið um handboltann. Nú verða félögin að nýta þennan meðbyr sem nú skapast til þess að vera með enn meiri stemningu í kringum deildarkeppnina."Rúnar var nokkuð marksækinn í leiknum um helgina og skoraði sjö mörk og átti þar að auki sex sendingar sem gáfu mörk. Hann hefur hingað til verið þekktur fyrir að vera sterkur varnarmaður og var einn lykilmanna varnarleiks íslenska landsliðsins á tímabili. "Ég tel mig nú ekkert vera í neinu sérstöku formi núna. Ég hef hvílt vel en er alveg laus við meiðsli og hef virkilega gaman af því að spila þessa dagana. Það er ánægjulegt að geta komið heim í sitt gamla félag og vonandi munum við ná góðum árangri í vetur." Íslenski handboltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, spilandi þjálfari karlaliðs Þórs í handbolta, átti góðan leik með liði sínu um helgina og skoraði sjö mörk í 25-24 sigri Þórs á Stjörnunni í DHL-deildinni. Stjarnan leiddi leikinn allan tímann en hinn ungi Arnar Þór Gunnarsson skoraði sigurmark Þórs fjórum sekúndum fyrir leikslok með góðu skoti úr horninu. "Við vorum að elta Stjörnuna allan leikinn og náðum að komast yfir einu sinni í öllum leiknum, og það var á besta tíma," sagði Rúnar.Eftir mörg góð ár í atvinnumennsku ákvað Rúnar að snúa aftur á heimaslóðir en hann lék með Þór á sínum yngri árum. Hann er ekki í nokkrum vafa um að margir leikmanna Þórsliðsins eigi framtíðina fyrir sér. "Mér finnst vera margir efnilegir leikmenn í liðinu. Ef þeir verða duglegir að æfa finnst mér alveg eins líklegt að þeir nái langt í framtíðinni. Ég mun reyna að miðla til þeirra eins miklu og ég get og með aukinni reynslu koma þeir til með að bæta leik sinn mikið." Rúnari líst vel á veturinn og telur að handboltinn sé í mikilli sókn um þess mundir. "Það hefur verið góð umgjörð um leikina víðast hvar og fjölmiðlar hafa einnig fjallað mikið um handboltann. Nú verða félögin að nýta þennan meðbyr sem nú skapast til þess að vera með enn meiri stemningu í kringum deildarkeppnina."Rúnar var nokkuð marksækinn í leiknum um helgina og skoraði sjö mörk og átti þar að auki sex sendingar sem gáfu mörk. Hann hefur hingað til verið þekktur fyrir að vera sterkur varnarmaður og var einn lykilmanna varnarleiks íslenska landsliðsins á tímabili. "Ég tel mig nú ekkert vera í neinu sérstöku formi núna. Ég hef hvílt vel en er alveg laus við meiðsli og hef virkilega gaman af því að spila þessa dagana. Það er ánægjulegt að geta komið heim í sitt gamla félag og vonandi munum við ná góðum árangri í vetur."
Íslenski handboltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira