Pudzianowski sterkasti maður heims

Pólska tröllið Mariusz Pudzianowski tryggði sér í nótt titilinn Sterkasti maður heims í Chengdu í Kína. Í öðru sæti hafnaði Jessie Marunde og Dominic Filiou varð þriðji. Mikil stemming var fyrir keppninni í Kína, þar sem milljónir fylgdust með í sjónvarpi. Pudzianowski hlaut samanlagt um 140.000 dollara í verðlaun fyrir sigurinn. Kristinn Óskar Haraldsson fékk ekki að spreyta sig í lokakeppninni, en hann var fyrsti varamaður inn eftir að hafa staðið sig vel í undankeppninni. Hér má sjá röð efstu manna á mótinu: 1. Mariusz Pudzianowski 2. Jesse Marunde 3. Dominic Filiou 4. Jarek Dymek 5. Janne Virtanen 6. Tarmo Mitt 7. Ralf Ber 8. Don Pope 9. Dave Ostlund 10. Elbrus Nigmatulin