Allt kapp lagt á að bjarga kjarasamningum 14. nóvember 2005 20:01 Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í svokallaðri forsendunefnd mættu upp úr hádegi í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands til fundar við fulltrúa ASÍ í nefndinni. Þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór fram úr forsendum kjarasamninga er það þessara manna að ná saman um niðurstöðu sem sættir verkalýðshreyfinguna eigi síðar en á morgun. Að öðrum kosti vofir yfir uppsögn kjarasamninga. Fjórmenningarnir gerðu um tveggja stunda hlé nú síðdegis en komu svo á ný saman nú undir kvöld og fengust þær einu fréttir að það væri verið að funda. Það er ljóst að málið leysist ekki án aðkomu ríkisvaldsins. Aðilar hafa þó ekki fundað með ráðherrum í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi lýst því yfir að hún sé tilbúin að koma að málinu ef aðilar vinnumarkaðarins nái saman. Beðið sé eftir því og hann viti af því að í gangi séu mjög alvarlegar viðræður. Menn hafi verið sæmilega bjartsýnir um það að það náist jákvæð niðurstaða og það sé alveg ljóst að allir hafi lagt mikið á sig til þess. Búist er við að meginaðkoma ríkisvaldsins mun i felast í hækkun á atvinnuleysisbótum, en einnig leggur verkalýðshreyfingin áherslu á þrjú önnur mál gagnvart stjórnvöldum: að fá lög um starfsmannaleigur, aukna fjármuni til starfsmenntunar og að ríkið létti undir lífeyrissjóðum hvað varða örorkubætur. Fortsætisráðherra býst við að funda með aðilum á morgun. Hann segist aðspurður vera bjartsýnn og hann geri sér grein fyrir að það sé mjög mikilvægt að það náist jákvæð niðurstaða og það sé eins með þá sem standi í viðræðunum. Hann hafi trú á því að forsendunefndin leysi málið. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í svokallaðri forsendunefnd mættu upp úr hádegi í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands til fundar við fulltrúa ASÍ í nefndinni. Þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór fram úr forsendum kjarasamninga er það þessara manna að ná saman um niðurstöðu sem sættir verkalýðshreyfinguna eigi síðar en á morgun. Að öðrum kosti vofir yfir uppsögn kjarasamninga. Fjórmenningarnir gerðu um tveggja stunda hlé nú síðdegis en komu svo á ný saman nú undir kvöld og fengust þær einu fréttir að það væri verið að funda. Það er ljóst að málið leysist ekki án aðkomu ríkisvaldsins. Aðilar hafa þó ekki fundað með ráðherrum í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi lýst því yfir að hún sé tilbúin að koma að málinu ef aðilar vinnumarkaðarins nái saman. Beðið sé eftir því og hann viti af því að í gangi séu mjög alvarlegar viðræður. Menn hafi verið sæmilega bjartsýnir um það að það náist jákvæð niðurstaða og það sé alveg ljóst að allir hafi lagt mikið á sig til þess. Búist er við að meginaðkoma ríkisvaldsins mun i felast í hækkun á atvinnuleysisbótum, en einnig leggur verkalýðshreyfingin áherslu á þrjú önnur mál gagnvart stjórnvöldum: að fá lög um starfsmannaleigur, aukna fjármuni til starfsmenntunar og að ríkið létti undir lífeyrissjóðum hvað varða örorkubætur. Fortsætisráðherra býst við að funda með aðilum á morgun. Hann segist aðspurður vera bjartsýnn og hann geri sér grein fyrir að það sé mjög mikilvægt að það náist jákvæð niðurstaða og það sé eins með þá sem standi í viðræðunum. Hann hafi trú á því að forsendunefndin leysi málið.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira