Trúnaðarbrestur milli stjórnvalda og bótaþega 9. desember 2005 12:48 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að trúnaðarbrestur hafi orðið milli stjórnvalda, aldraðra og öryrkja. Umræður um öryrkjaskýrslu Stefáns Ólafssonar endurspeglaði það. Hún vildi vita á Alþingi í dag hvort forsætisráðherra vildi beita sér fyrir fimm ára áætlun í samvinnu við fulltrúa lífeyrisþega í málefnum þessara hópa. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vitnaði í skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors og sagði að ef heildartekjur öryrkja út frá skattframtölum væru skoðaðar kæmi í ljós, að meðaltekjur þeirra hefðu ekki þróast með sama hætti og tekjur annarra. Stjarnan í örorkukerfinu, sá einstaklingur sem væri metin til fullrar örorku fyrir átján ára aldur, ætti rétt á bótum sem næmu um eitthundrað og sjö þúsund króna ráðstöfunartekjum á mánuði. Halldór Ásgrímsson sagðist telja að málefni öryrkja og aldraðra væru í eðlilegum farvegi, það þyrfti enga fimm ára áætlun. Hann gaf ekki mikið fyrir skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors og viðbrögð hans við gagnrýni ráðamanna á hana. "Ég er mjög undrandi á þessum prófessor að vera ekki tilbúinn að leiðrétta skýrslu sína." Árni Mathiesen fjármálaráðherra var sama sinnis og sagði skýrsluna valda miklum vonbrigðum. Hann sagði niðurstöðuna svo fulla af rangfærslum að skýrslan væri nánast ónothæf. Formaður frjálslynda flokksins spurði hvort ráðherrann gæti ekki valið aðra jólakveðju til öryrkja. Formaður Samfylkingarinnar sagði að í grundvallaratriðum snerist málið um hvert menn vildu stefna með norrænu velferð. Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að trúnaðarbrestur hafi orðið milli stjórnvalda, aldraðra og öryrkja. Umræður um öryrkjaskýrslu Stefáns Ólafssonar endurspeglaði það. Hún vildi vita á Alþingi í dag hvort forsætisráðherra vildi beita sér fyrir fimm ára áætlun í samvinnu við fulltrúa lífeyrisþega í málefnum þessara hópa. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vitnaði í skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors og sagði að ef heildartekjur öryrkja út frá skattframtölum væru skoðaðar kæmi í ljós, að meðaltekjur þeirra hefðu ekki þróast með sama hætti og tekjur annarra. Stjarnan í örorkukerfinu, sá einstaklingur sem væri metin til fullrar örorku fyrir átján ára aldur, ætti rétt á bótum sem næmu um eitthundrað og sjö þúsund króna ráðstöfunartekjum á mánuði. Halldór Ásgrímsson sagðist telja að málefni öryrkja og aldraðra væru í eðlilegum farvegi, það þyrfti enga fimm ára áætlun. Hann gaf ekki mikið fyrir skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors og viðbrögð hans við gagnrýni ráðamanna á hana. "Ég er mjög undrandi á þessum prófessor að vera ekki tilbúinn að leiðrétta skýrslu sína." Árni Mathiesen fjármálaráðherra var sama sinnis og sagði skýrsluna valda miklum vonbrigðum. Hann sagði niðurstöðuna svo fulla af rangfærslum að skýrslan væri nánast ónothæf. Formaður frjálslynda flokksins spurði hvort ráðherrann gæti ekki valið aðra jólakveðju til öryrkja. Formaður Samfylkingarinnar sagði að í grundvallaratriðum snerist málið um hvert menn vildu stefna með norrænu velferð.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira