Um kjaradóm og sigurvegara sögunnar 22. desember 2005 19:15 Nú má vel vera að úrskurður Kjaradóms stefni öllu til andskotans, en þarf forsætisráðherra nokkuð að kalla formann dómsins fyrir til að gefa skýringar? Þetta stendur nokkuð skýrum stöfum í lögunum um kjaradóm. Það er fimmta grein, þar er ritað:"Við úrlausn mála skal Kjaradómur gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem hann ákveður og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar." Má ekki segja að kjaradómurinn sé nokkuð málefnalegur í þessu ljósi? Hann á ekki að taka mið af "almennri launaþróun" eins og segir í Mogganum í dag, heldur horfa til starfa í samfélaginu sem teljast "sambærileg" við þau störf sem hann fjallar um. Á einkamarkaði hefur orðið mikið launaskrið innan þeirrar stéttar sem kallast sérfræðingar. Það er varla til sá læknir sem ekki er með hátt í milljón á mánuði. Meðal stjórnenda í bönkunum og stórum fyrirtækjum virðist kaupið svo vera miklu hærra. En ef alþingismönnum líkar ekki við þessi lög, þá ætti að vera auðvelt að breyta þeim. Það er þá til dæmis hægt að tengja laun þeirra við kjör leikskólakennara. --- --- --- Varðandi borgarstjórann í Reykjavík, og í ljósi allrar umræðunnar um launamun kynjanna: Eru það heppileg skilaboð að sú kona sem mest ber úr býtum í úrskurði Kjaradóms ákveði að þiggja ekki launahækkunina? En raunar ákveður Kjaradómur ekki laun borgarstjórans í Reykjavík né annarra sveitarstjórnarmanna, eins og formaður dómsins hefur bent á. Þannig að það eru aðrir sem hafa ákveðið að tengja kjör borgarstjóra við úrskurði Kjaradóms. --- --- --- Skrítin er sú niðurstaða Þorsteins Pálssonar og Morgunblaðsins að stjórnmálaferill Geirs Hallgrímssonar hafi ekki verið svo dauflegur, hann hafi jú á endanum verið í hópi "sigurvegara sögunnar". Þetta hlýtur að teljast fjarskalega langsótt. Geir var seinheppinn stjórnmálamaður eins og berlega kemur fram í bókinni Völundarhús valdsins. Eina ríkisstjórnin sem hann veitti forsæti, frá 1974 til 1978, var stjórn stöðnunar og almennra leiðinda, skipuð þunglamalegum körlum. Má jafnvel segja að helmingaskipti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi þá náð hámarki. Kannski var það ekki furða - Geir var upprunninn úr innsta hring kolkrabbans. Í stjórnarkreppunni sem stóð samfellt meira og minna frá 1978-80 komu veikleikar Geirs í ljós, hann var klaufskur, seinn og óákveðinn. Þetta endaði með því að Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði; þjóðin fagnaði þegar Gunnar Thoroddsen steig fram og batt enda á stjórnarkreppuna. En Geir var vænn maður og kurteis, hugsanlega betur innrættur en flestir stjórnmálaforingjar þessara ára, og kannski var það þess vegna sem flokkurinn hélt lengi hlífiskildi yfir svona veikum formanni - "kóaði" með honum. Auðvitað má segja að hugmyndirnar sem Geir aðhylltist í pólitík hafi að miklu leyti ræst, en það er að sáralitlu leyti honum að þakka. Gerir hann ekki að "sigurvegara sögunnar" fremur en ótalmarga aðra. --- --- --- Greinin eftir Þorstein Pálsson um Völundarhús valdsins birtist í tímaritinu Þjóðmálum sem dafnar vel undir stjórn Jakobs F. Ásgeirssonar. Þarna er mikið af efni sem er gaman að lesa, þótt raunar sé ekki sérlega spennandi að lesa upptuggur úr vefritinu Vef-Þjóðviljanum. Einhvern veginn er maður búinn að kortleggja til hlítar það sem þaðan kemur. Frjálshyggjan er eins og marxisminn að því leyti - maður veit alltaf hvað kemur næst. Það er fengur að því hvernig blaðið virðist ætla að spegla ólíka hugmyndastrauma á hægri vængnum; þeir eru ekki alltaf svo sýnilegir hér á landi, líklega vegna þess hversu Sjálfstæðisflokkurinn er samheldinn þegar á reynir. Þarna eru greinar sem má flokka undir frjálshyggju eins og áður segir, aðrar sem eru skrifaðar af virðulegri íhaldsmennsku og svo er þarna grein eftir Ragnhildi Kolka sem er dæmigerð fyrir þá hægrimenn sem eru fullir tortryggni gagnvart fjölmenningarsamfélaginu. Greinin ber yfirskriftina Innflytjendur og íslam í Evrópu - segir þar meðal annars:"Viljum við hleypa öllum inn og skapa lágstétt sem hefur annan litarhátt, talar bjagaða íslensku og fer á atvinnuleysisbætur þegar illa árar, eða viljum við stjórna streymi fólks til landsins? Er ósanngjarnt að ætlast til að þeir sem kjósa að búa hér játist þeim skyldum sem fylgja réttindum okkar sem fyrir eru og þiggi í staðinn fullan þegnrétt? Kjósi þeir það, verðum við þá ekki að sýna þeim það örlæti að gera þá að fullgildum borgurum? Og merkir það ekki að við þurfum þá að rýma til fyrir þeim? Þessa umræðu þarf að taka fyrr eða síðar án alls tepruskapar. Við megum ekki týna okkur í orðaleppum eða sjálfsblekkingum eins og gerðist úti í Evrópu, því spurningarnar eru miklu fleiri og þær kalla á svör. Því fyrr sem umræðan fer fram, því betra." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Nú má vel vera að úrskurður Kjaradóms stefni öllu til andskotans, en þarf forsætisráðherra nokkuð að kalla formann dómsins fyrir til að gefa skýringar? Þetta stendur nokkuð skýrum stöfum í lögunum um kjaradóm. Það er fimmta grein, þar er ritað:"Við úrlausn mála skal Kjaradómur gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem hann ákveður og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar." Má ekki segja að kjaradómurinn sé nokkuð málefnalegur í þessu ljósi? Hann á ekki að taka mið af "almennri launaþróun" eins og segir í Mogganum í dag, heldur horfa til starfa í samfélaginu sem teljast "sambærileg" við þau störf sem hann fjallar um. Á einkamarkaði hefur orðið mikið launaskrið innan þeirrar stéttar sem kallast sérfræðingar. Það er varla til sá læknir sem ekki er með hátt í milljón á mánuði. Meðal stjórnenda í bönkunum og stórum fyrirtækjum virðist kaupið svo vera miklu hærra. En ef alþingismönnum líkar ekki við þessi lög, þá ætti að vera auðvelt að breyta þeim. Það er þá til dæmis hægt að tengja laun þeirra við kjör leikskólakennara. --- --- --- Varðandi borgarstjórann í Reykjavík, og í ljósi allrar umræðunnar um launamun kynjanna: Eru það heppileg skilaboð að sú kona sem mest ber úr býtum í úrskurði Kjaradóms ákveði að þiggja ekki launahækkunina? En raunar ákveður Kjaradómur ekki laun borgarstjórans í Reykjavík né annarra sveitarstjórnarmanna, eins og formaður dómsins hefur bent á. Þannig að það eru aðrir sem hafa ákveðið að tengja kjör borgarstjóra við úrskurði Kjaradóms. --- --- --- Skrítin er sú niðurstaða Þorsteins Pálssonar og Morgunblaðsins að stjórnmálaferill Geirs Hallgrímssonar hafi ekki verið svo dauflegur, hann hafi jú á endanum verið í hópi "sigurvegara sögunnar". Þetta hlýtur að teljast fjarskalega langsótt. Geir var seinheppinn stjórnmálamaður eins og berlega kemur fram í bókinni Völundarhús valdsins. Eina ríkisstjórnin sem hann veitti forsæti, frá 1974 til 1978, var stjórn stöðnunar og almennra leiðinda, skipuð þunglamalegum körlum. Má jafnvel segja að helmingaskipti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi þá náð hámarki. Kannski var það ekki furða - Geir var upprunninn úr innsta hring kolkrabbans. Í stjórnarkreppunni sem stóð samfellt meira og minna frá 1978-80 komu veikleikar Geirs í ljós, hann var klaufskur, seinn og óákveðinn. Þetta endaði með því að Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði; þjóðin fagnaði þegar Gunnar Thoroddsen steig fram og batt enda á stjórnarkreppuna. En Geir var vænn maður og kurteis, hugsanlega betur innrættur en flestir stjórnmálaforingjar þessara ára, og kannski var það þess vegna sem flokkurinn hélt lengi hlífiskildi yfir svona veikum formanni - "kóaði" með honum. Auðvitað má segja að hugmyndirnar sem Geir aðhylltist í pólitík hafi að miklu leyti ræst, en það er að sáralitlu leyti honum að þakka. Gerir hann ekki að "sigurvegara sögunnar" fremur en ótalmarga aðra. --- --- --- Greinin eftir Þorstein Pálsson um Völundarhús valdsins birtist í tímaritinu Þjóðmálum sem dafnar vel undir stjórn Jakobs F. Ásgeirssonar. Þarna er mikið af efni sem er gaman að lesa, þótt raunar sé ekki sérlega spennandi að lesa upptuggur úr vefritinu Vef-Þjóðviljanum. Einhvern veginn er maður búinn að kortleggja til hlítar það sem þaðan kemur. Frjálshyggjan er eins og marxisminn að því leyti - maður veit alltaf hvað kemur næst. Það er fengur að því hvernig blaðið virðist ætla að spegla ólíka hugmyndastrauma á hægri vængnum; þeir eru ekki alltaf svo sýnilegir hér á landi, líklega vegna þess hversu Sjálfstæðisflokkurinn er samheldinn þegar á reynir. Þarna eru greinar sem má flokka undir frjálshyggju eins og áður segir, aðrar sem eru skrifaðar af virðulegri íhaldsmennsku og svo er þarna grein eftir Ragnhildi Kolka sem er dæmigerð fyrir þá hægrimenn sem eru fullir tortryggni gagnvart fjölmenningarsamfélaginu. Greinin ber yfirskriftina Innflytjendur og íslam í Evrópu - segir þar meðal annars:"Viljum við hleypa öllum inn og skapa lágstétt sem hefur annan litarhátt, talar bjagaða íslensku og fer á atvinnuleysisbætur þegar illa árar, eða viljum við stjórna streymi fólks til landsins? Er ósanngjarnt að ætlast til að þeir sem kjósa að búa hér játist þeim skyldum sem fylgja réttindum okkar sem fyrir eru og þiggi í staðinn fullan þegnrétt? Kjósi þeir það, verðum við þá ekki að sýna þeim það örlæti að gera þá að fullgildum borgurum? Og merkir það ekki að við þurfum þá að rýma til fyrir þeim? Þessa umræðu þarf að taka fyrr eða síðar án alls tepruskapar. Við megum ekki týna okkur í orðaleppum eða sjálfsblekkingum eins og gerðist úti í Evrópu, því spurningarnar eru miklu fleiri og þær kalla á svör. Því fyrr sem umræðan fer fram, því betra."
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun