Ríkisstjórnin klúðraði málinu 30. desember 2005 16:32 Stjórnarandstæðingar telja mun erfiðara að taka á úrskurði kjaradóms eftir að hann tekur gildi um áramót en hefði verið ef þing hefði komið saman fyrir áramót. Klúður er orðið sem stjórnarandstæðingar nota yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við úrskurði kjaradóms. Þeir eru afar ósáttir við að forystumenn ríkisstjórnarinnar vildu ekki kalla þing saman til að fresta gildistöku launahækkunar þingmanna og ráðherra. Formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna funduðu í dag eftir að ákvörðun stjórnvalda um að kveða þing ekki saman fyrir áramót lá fyrir. Allir viðmælendur NFS úr þeirra röðum eru sammála um að mun erfiðara verði að bregðast við úrskurði kjaradóms eftir áramót þegar hann hefur tekið gildi en hefði verið ef gildistöku hans hefði verið frestað. "Það eru vonbrigði að ríkisstjórnin skyldi ekki grípa það tækifæri sem stjórnarandstaðan rétti upp í hendurnar á henni, fyrst á Þorláksmessu þegar nægilegt svigrúm var til að láta þing koma saman og síðan ítrekuðum við þetta í gær," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Hún er ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eftir að kjaradómur komst að niðurstöðu sinni. "Þeir hafa haft öll tækifæri í málinu og þeir eru einfaldlega búnir að klúðra því." "Ég er furðu lostinn," segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að kalla þing ekki saman. "Nú er ljóst að vegna klúðurslegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar mun þing ekki koma saman fyrir áramót eins og stjórnarandstaðan bauð upp á." "Það er náttúrlega fyrst og fremst klúður hjá ríkisstjórninni að hafa ekki valið að þiggja tilboð stjórnarandstöðunnar um að klára þetta fyrir áramót með því að fresta gildistöku úrskurðarins," segir Guðjón A. Magnússon. Alþingi Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Kjaramál Samfylkingin Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Klúður er orðið sem stjórnarandstæðingar nota yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við úrskurði kjaradóms. Þeir eru afar ósáttir við að forystumenn ríkisstjórnarinnar vildu ekki kalla þing saman til að fresta gildistöku launahækkunar þingmanna og ráðherra. Formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna funduðu í dag eftir að ákvörðun stjórnvalda um að kveða þing ekki saman fyrir áramót lá fyrir. Allir viðmælendur NFS úr þeirra röðum eru sammála um að mun erfiðara verði að bregðast við úrskurði kjaradóms eftir áramót þegar hann hefur tekið gildi en hefði verið ef gildistöku hans hefði verið frestað. "Það eru vonbrigði að ríkisstjórnin skyldi ekki grípa það tækifæri sem stjórnarandstaðan rétti upp í hendurnar á henni, fyrst á Þorláksmessu þegar nægilegt svigrúm var til að láta þing koma saman og síðan ítrekuðum við þetta í gær," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Hún er ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eftir að kjaradómur komst að niðurstöðu sinni. "Þeir hafa haft öll tækifæri í málinu og þeir eru einfaldlega búnir að klúðra því." "Ég er furðu lostinn," segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að kalla þing ekki saman. "Nú er ljóst að vegna klúðurslegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar mun þing ekki koma saman fyrir áramót eins og stjórnarandstaðan bauð upp á." "Það er náttúrlega fyrst og fremst klúður hjá ríkisstjórninni að hafa ekki valið að þiggja tilboð stjórnarandstöðunnar um að klára þetta fyrir áramót með því að fresta gildistöku úrskurðarins," segir Guðjón A. Magnússon.
Alþingi Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Kjaramál Samfylkingin Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira