Hlutverk og sjálfstæði 7. apríl 2006 00:01 Framtíð Ríkisútvarpsins er nú til umræðu á Alþingi og setti Ögmundur Jónasson þingmaður nýtt ræðumet þegar hann talaði í málinu samfleytt í sex klukkustundir frá þriðjudagskvöldi til miðvikudagsmorguns. Ögmundur sagði í viðtali að hann liti á Ríkisútvarpið sem heilaga kú, kjölfestu menningar og fjölmiðlunar á Íslandi sem ekki mætti hrinda inn á markaðstorg afþreyingarinnar. Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins og ritstjóri hjá stærstu einkareknu fjölmiðlasamsteypunni, kemur inn á þetta samspil menntunar eða menningarhlutverksins og afþreyingarinnar í leiðara í vikunni. Hann er ekki í vafa um nauðsyn ríkisútvarps eða almannaútvarps þótt áherslur séu e.t.v. aðeins aðrar en hjá Ögmundi þannig að augljóslega á almannaútvarp hljómgrunn vítt um hið pólitíska litróf. Ágreiningur dagsins snýst því ekki endilega um hvort almannaútvarp, eða "útvarp í almannaþágu" eins og það heitir í frumvarpi menntamálaráðherra sé æskilegt, heldur frekar um einstaka þætti í útfærslu þess. Nú vill svo til að Íslendingar eru langt frá því einir um að hafa staðið í umræðum um nákvæmlega þessi atriði og auðvelt er að horfa til landanna í kringum okkur eftir fordæmum. Þannig hefur Evrópuráðið t.d. gefið út ábendingar til okkar líkt og annarra aðildarþjóða í þessum efnum. Má þar nefna svokallaða Pragyfirlýsingu, en þar er sú mikilvæga skilgreining sett fram að það sem ákvarðar hvort útvarp/sjónvarp sé almannaútvarp eða ekki ræðst af hlutverki þess, en ekki eignarhaldi eða rekstrarformi. Það þarf því ekki að vera samasemmerki á milli almannaútvarps og ríkisútvarps. Evrópuráðið hefur líka gefið út tilmæli þar sem áhersla er lögð á sjálfstæði almannaútvarps og að það verði að vera óháð viðskipta- og auglýsingahagsmunum ekki síður en stjórnmálahagsmunum. Það eru því þessi tvö atriði, hlutverkið og sjálfstæðið, sem nágrannalönd okkar og Evrópuráðið hafa lagt áherslu á í umræðunni um almannaútvarp. Önnur atriði s.s. rekstrarform, eignarhald, starfsmannastefna og uppbygging fyrirtækisins og staða þess á markaði eru síðan metin með hliðsjón af hvernig þau þjóna og styðja við þessi grundvallaratriði. Í frægri rannsókn sem McKinsey-fyrirtækið gerði fyrir BBC fyrir nokkrum árum á almenningsútvörpum í fjórum heimsálfum kom fram að í öllum aðalatriðum eru til þrjár tegundir almannaútvarpa. Í fyrsta lagi útvörp sem stefna að sérhæfingu á tilteknum sviðum (menningarlegum) til að réttlæta tilvist sína, en leggja lítið upp úr því að ná mikilli markaðshlutdeild. Í öðru lagi eru til stöðvar sem ganga mjög langt í markaðsáherslum og skemur í sérhæfingunni og eru í raun mjög svipaðar einkastöðvum. Dæmi um þetta gæti verið ítalska ríkisútvarpið RAI. Þriðji hópurinn er þarna einhvers staðar á milli, og væntanlega myndum við vilja flokka RÚV þar og þá að dagskrárstefnan hallaðist frekar að menningarstarfseminni en markaðsbundinni afþreyingu. Sú umræða snýst fyrst og fremst um hlutverk og þetta hlutverk er nokkuð ítarlega tíundað í frumvarpi menntamálaráðherra sem nú er rætt á þinginu. Spurningunni um sjálfstæði útvarps í almannaþágu er hins vegar ekki svarað með eins skýrum hætti í frumvarpinu og má segja að það snerti bæði rekstrarformið og skipuritið í fyrirtækinu. Útvarpsstjóri verður hæstráðandi til sjós og lands, ræður og rekur alla starfsmenn og er æðsti yfirmaður dagskrárgerðar. Þessi sami maður verður jafnframt háður pólitískri stjórn (útvarpsráði) sem kosin er árlega á Alþingi. Þeir sem einhvern tíma sváfu í fyrstu gerðunum af vatnsrúmum - rúmum sem voru einn geimur og án skilrúma - vita hvílíkur öldugangur getur skapast við minnstu byltu. Það er ekki tilviljun að slík rúm hafa verið hólfuð niður! Að setja einn mann með þessum hætti yfir jafn fjölbreytta og stóra stofnun og RÚV er og hafa þar engin skilrúm eða hólf sem takmarka öldugang getur verið mjög varasamt fyrir sjálfstæði útvarpsins. Menn kunna að hafa ýmsar skoðanir á framgöngu fréttamanna í fréttastjóramálinu svonefnda en ljóst er að í grunninn treystu menn sér þá til að standa vörð um það sem þeir töldu vera grundvallaratriði ritstjórnarlegs sjálfstæðis. Það verður fólk að geta gert áfram. Horfur eru á að umræður á Alþingi um RÚV-frumvarpið verði enn langar og hefur það sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. En á meðan menn í einlægni ræða um hlutverk og sjálfstæði RÚV sem útvarps í almannaþjónustu, snýst umræðan um grundvallaratriði og eðlilegt er að gefa grundvallaratriðum þann tíma sem þau þurfa - án pirrings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun
Framtíð Ríkisútvarpsins er nú til umræðu á Alþingi og setti Ögmundur Jónasson þingmaður nýtt ræðumet þegar hann talaði í málinu samfleytt í sex klukkustundir frá þriðjudagskvöldi til miðvikudagsmorguns. Ögmundur sagði í viðtali að hann liti á Ríkisútvarpið sem heilaga kú, kjölfestu menningar og fjölmiðlunar á Íslandi sem ekki mætti hrinda inn á markaðstorg afþreyingarinnar. Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins og ritstjóri hjá stærstu einkareknu fjölmiðlasamsteypunni, kemur inn á þetta samspil menntunar eða menningarhlutverksins og afþreyingarinnar í leiðara í vikunni. Hann er ekki í vafa um nauðsyn ríkisútvarps eða almannaútvarps þótt áherslur séu e.t.v. aðeins aðrar en hjá Ögmundi þannig að augljóslega á almannaútvarp hljómgrunn vítt um hið pólitíska litróf. Ágreiningur dagsins snýst því ekki endilega um hvort almannaútvarp, eða "útvarp í almannaþágu" eins og það heitir í frumvarpi menntamálaráðherra sé æskilegt, heldur frekar um einstaka þætti í útfærslu þess. Nú vill svo til að Íslendingar eru langt frá því einir um að hafa staðið í umræðum um nákvæmlega þessi atriði og auðvelt er að horfa til landanna í kringum okkur eftir fordæmum. Þannig hefur Evrópuráðið t.d. gefið út ábendingar til okkar líkt og annarra aðildarþjóða í þessum efnum. Má þar nefna svokallaða Pragyfirlýsingu, en þar er sú mikilvæga skilgreining sett fram að það sem ákvarðar hvort útvarp/sjónvarp sé almannaútvarp eða ekki ræðst af hlutverki þess, en ekki eignarhaldi eða rekstrarformi. Það þarf því ekki að vera samasemmerki á milli almannaútvarps og ríkisútvarps. Evrópuráðið hefur líka gefið út tilmæli þar sem áhersla er lögð á sjálfstæði almannaútvarps og að það verði að vera óháð viðskipta- og auglýsingahagsmunum ekki síður en stjórnmálahagsmunum. Það eru því þessi tvö atriði, hlutverkið og sjálfstæðið, sem nágrannalönd okkar og Evrópuráðið hafa lagt áherslu á í umræðunni um almannaútvarp. Önnur atriði s.s. rekstrarform, eignarhald, starfsmannastefna og uppbygging fyrirtækisins og staða þess á markaði eru síðan metin með hliðsjón af hvernig þau þjóna og styðja við þessi grundvallaratriði. Í frægri rannsókn sem McKinsey-fyrirtækið gerði fyrir BBC fyrir nokkrum árum á almenningsútvörpum í fjórum heimsálfum kom fram að í öllum aðalatriðum eru til þrjár tegundir almannaútvarpa. Í fyrsta lagi útvörp sem stefna að sérhæfingu á tilteknum sviðum (menningarlegum) til að réttlæta tilvist sína, en leggja lítið upp úr því að ná mikilli markaðshlutdeild. Í öðru lagi eru til stöðvar sem ganga mjög langt í markaðsáherslum og skemur í sérhæfingunni og eru í raun mjög svipaðar einkastöðvum. Dæmi um þetta gæti verið ítalska ríkisútvarpið RAI. Þriðji hópurinn er þarna einhvers staðar á milli, og væntanlega myndum við vilja flokka RÚV þar og þá að dagskrárstefnan hallaðist frekar að menningarstarfseminni en markaðsbundinni afþreyingu. Sú umræða snýst fyrst og fremst um hlutverk og þetta hlutverk er nokkuð ítarlega tíundað í frumvarpi menntamálaráðherra sem nú er rætt á þinginu. Spurningunni um sjálfstæði útvarps í almannaþágu er hins vegar ekki svarað með eins skýrum hætti í frumvarpinu og má segja að það snerti bæði rekstrarformið og skipuritið í fyrirtækinu. Útvarpsstjóri verður hæstráðandi til sjós og lands, ræður og rekur alla starfsmenn og er æðsti yfirmaður dagskrárgerðar. Þessi sami maður verður jafnframt háður pólitískri stjórn (útvarpsráði) sem kosin er árlega á Alþingi. Þeir sem einhvern tíma sváfu í fyrstu gerðunum af vatnsrúmum - rúmum sem voru einn geimur og án skilrúma - vita hvílíkur öldugangur getur skapast við minnstu byltu. Það er ekki tilviljun að slík rúm hafa verið hólfuð niður! Að setja einn mann með þessum hætti yfir jafn fjölbreytta og stóra stofnun og RÚV er og hafa þar engin skilrúm eða hólf sem takmarka öldugang getur verið mjög varasamt fyrir sjálfstæði útvarpsins. Menn kunna að hafa ýmsar skoðanir á framgöngu fréttamanna í fréttastjóramálinu svonefnda en ljóst er að í grunninn treystu menn sér þá til að standa vörð um það sem þeir töldu vera grundvallaratriði ritstjórnarlegs sjálfstæðis. Það verður fólk að geta gert áfram. Horfur eru á að umræður á Alþingi um RÚV-frumvarpið verði enn langar og hefur það sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. En á meðan menn í einlægni ræða um hlutverk og sjálfstæði RÚV sem útvarps í almannaþjónustu, snýst umræðan um grundvallaratriði og eðlilegt er að gefa grundvallaratriðum þann tíma sem þau þurfa - án pirrings.