Tafir á aðstöðu fyrir áhætturannsóknir 28. júlí 2006 07:30 Rannsóknarstofa Byggja á upp aðstöðu fyrir áhætturannsóknir á Keldum, sem felast meðal annars í því að kryfja dauða fugla. Nú er ljóst að ný áhætturannsóknarstofa við tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum verður ekki tilbúin 1. febrúar næstkomandi, eins og stefnt hafði verið að. Ástæðan er stöðvun sem stjórnvöld settu á útboð allra opinberra framkvæmda fyrir um það bil mánuði, að sögn Helga Helgasonar framkvæmdastjóra tilraunastöðvarinnar. Fyrri áfangi framkvæmdanna er nú tilbúinn til útboðs. Við reynum að gera okkar besta til að vinna upp þann tíma sem tapast hefur ef við fáum grænt ljós frá stjórnvöldum, segir Helgi. Þarna er fyrirhuguð rannsóknarstofa til að greina fugla vegna fuglaflensu og önnur dýr vegna sjúkdóma. Þar verður krufningastofa fyrir sérstakar aðstæður svo og áhættugreiningastofa. Við stefnum að því að rífa gamalt hús sem er úr sér gengið og byggja þetta á þeim grunni. Þá þarf sérstaka loftræstingu til að vernda starfsfólkið sem vinnur við rannsóknirnar þannig að það smitist ekki af þeim dýrum sem það er að vinna með hverju sinni. Helgi undirstrikar að mikilvægt sé að málinu verði hraðað vegna hugsanlegrar hættu á fuglaflensu og dýrasjúkdómum hér á landi. Ríkisstjórnin hafði samþykkt að heimila níutíu milljónir króna til uppbyggingar rannsóknar- og krufningaaðstöðu á Keldum, þegar umræðan um hættu á að farfuglar myndu bera hingað fuglaflensu í vor var í hámarki. Að sögn Helga er hönnun fyrri hluta verksins lokið og sá hluti bíður nú útboðs. Hann kveðst hafa sent beiðni um undanþágu frá útboðsbanni til menntamálaráðuneytisins en ekkert svar hafi borist enn. Við fengum leyfi til að hefja hönnunarvinnuna en nú er málið í bið, segir hann. Það er afar áríðandi að verkinu ljúki áður en hætta á fuglaflensusmiti hér á landi eykst á nýjan leik næsta vetur, þegar farfuglarnir fara að koma aftur til landsins. Útboðið hefur þegar tafist í um það bil mánuð, sem er afar bagalegt. Vilhjálmur Lúðvíksson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, segir að málið sé nú í vinnslu á borði stjórnvalda. Ráðast muni á næstu dögum hvort undanþága verði veitt þannig að útboð geti farið fram. Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Sjá meira
Nú er ljóst að ný áhætturannsóknarstofa við tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum verður ekki tilbúin 1. febrúar næstkomandi, eins og stefnt hafði verið að. Ástæðan er stöðvun sem stjórnvöld settu á útboð allra opinberra framkvæmda fyrir um það bil mánuði, að sögn Helga Helgasonar framkvæmdastjóra tilraunastöðvarinnar. Fyrri áfangi framkvæmdanna er nú tilbúinn til útboðs. Við reynum að gera okkar besta til að vinna upp þann tíma sem tapast hefur ef við fáum grænt ljós frá stjórnvöldum, segir Helgi. Þarna er fyrirhuguð rannsóknarstofa til að greina fugla vegna fuglaflensu og önnur dýr vegna sjúkdóma. Þar verður krufningastofa fyrir sérstakar aðstæður svo og áhættugreiningastofa. Við stefnum að því að rífa gamalt hús sem er úr sér gengið og byggja þetta á þeim grunni. Þá þarf sérstaka loftræstingu til að vernda starfsfólkið sem vinnur við rannsóknirnar þannig að það smitist ekki af þeim dýrum sem það er að vinna með hverju sinni. Helgi undirstrikar að mikilvægt sé að málinu verði hraðað vegna hugsanlegrar hættu á fuglaflensu og dýrasjúkdómum hér á landi. Ríkisstjórnin hafði samþykkt að heimila níutíu milljónir króna til uppbyggingar rannsóknar- og krufningaaðstöðu á Keldum, þegar umræðan um hættu á að farfuglar myndu bera hingað fuglaflensu í vor var í hámarki. Að sögn Helga er hönnun fyrri hluta verksins lokið og sá hluti bíður nú útboðs. Hann kveðst hafa sent beiðni um undanþágu frá útboðsbanni til menntamálaráðuneytisins en ekkert svar hafi borist enn. Við fengum leyfi til að hefja hönnunarvinnuna en nú er málið í bið, segir hann. Það er afar áríðandi að verkinu ljúki áður en hætta á fuglaflensusmiti hér á landi eykst á nýjan leik næsta vetur, þegar farfuglarnir fara að koma aftur til landsins. Útboðið hefur þegar tafist í um það bil mánuð, sem er afar bagalegt. Vilhjálmur Lúðvíksson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, segir að málið sé nú í vinnslu á borði stjórnvalda. Ráðast muni á næstu dögum hvort undanþága verði veitt þannig að útboð geti farið fram.
Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent