Skattkerfið hætt að jafna tekjur fólks 11. ágúst 2006 08:00 Áhrif skatta á tekjudreifingu hafa minnkað til muna undanfarin ár, samkvæmt Indriða H. Þorlákssyni ríkisskattstjóra. Embætti hans hefur reiknað út ójöfnuð í tekjum Íslendinga. Skattkerfið hefur aldrei jafnað tekjur landsmanna minna en nú. Til að bera saman ójöfnuð í tekjum er notaður svokallaður Gini-stuðull. Hann er viðtekinn mælikvarði á ójöfnuð í skiptingu tekna milli manna og er reiknaður úr gögnum um tekjur manna, yfirleitt samkvæmt skattframtali. Árið 2005 var Gini-stuðull Íslands þrjátíu og átta miðað við heildartekjur, en þrjátíu og sex eftir skatta og bætur. Munurinn hefur aldrei verið minni. Eins og sjá má á súluritinu hefur dregið saman með ójöfnuði fyrir og eftir skatta frá 1996. Samkvæmt lista Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna yfir Gini-stuðla í löndum heimsins er Ísland nú með ójöfnustu tekjuskiptingu í Evrópu ásamt Portúgal. Í grein Fréttablaðsins í síðustu viku kom fram að tekjuójöfnuður væri einn sá mesti í Evrópu en þá voru tölur fyrir árið 2005 ekki komnar. Nú er ljóst að Ísland er komið í efsta sætið ásamt Portúgal. Danmörk hefur minnstan tekjuójöfnuð í Evrópu, með Gini-stuðulinn tuttugu og fimm. „Eitt af hlutverkum skattkerfisins er að vera tekjujöfnunartæki og miðað við þessar tölur virðist skattkerfið ekki vera að virka sem skyldi,“ segir Hildigunnur Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. „Þetta er mjög slæm þróun. Við hjá BSRB höfum bent á að ójöfnuður hefur verið að aukast í þjóðfélaginu og það þarf að sporna við því með öllum tiltækum ráðum.“ Hún bendir á skattleysismörkin sem einn þátt í þessari þróun. „Það hefur margoft verið bent á þetta, meðal annars af okkur. Staðgreiðslukerfið var tekið upp 1988 og skattleysismörkin hafa setið eftir síðan þá. Á ráðstefnu hjá Landssambandi eldri borgara tóku allir undir þetta.“ Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Áhrif skatta á tekjudreifingu hafa minnkað til muna undanfarin ár, samkvæmt Indriða H. Þorlákssyni ríkisskattstjóra. Embætti hans hefur reiknað út ójöfnuð í tekjum Íslendinga. Skattkerfið hefur aldrei jafnað tekjur landsmanna minna en nú. Til að bera saman ójöfnuð í tekjum er notaður svokallaður Gini-stuðull. Hann er viðtekinn mælikvarði á ójöfnuð í skiptingu tekna milli manna og er reiknaður úr gögnum um tekjur manna, yfirleitt samkvæmt skattframtali. Árið 2005 var Gini-stuðull Íslands þrjátíu og átta miðað við heildartekjur, en þrjátíu og sex eftir skatta og bætur. Munurinn hefur aldrei verið minni. Eins og sjá má á súluritinu hefur dregið saman með ójöfnuði fyrir og eftir skatta frá 1996. Samkvæmt lista Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna yfir Gini-stuðla í löndum heimsins er Ísland nú með ójöfnustu tekjuskiptingu í Evrópu ásamt Portúgal. Í grein Fréttablaðsins í síðustu viku kom fram að tekjuójöfnuður væri einn sá mesti í Evrópu en þá voru tölur fyrir árið 2005 ekki komnar. Nú er ljóst að Ísland er komið í efsta sætið ásamt Portúgal. Danmörk hefur minnstan tekjuójöfnuð í Evrópu, með Gini-stuðulinn tuttugu og fimm. „Eitt af hlutverkum skattkerfisins er að vera tekjujöfnunartæki og miðað við þessar tölur virðist skattkerfið ekki vera að virka sem skyldi,“ segir Hildigunnur Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. „Þetta er mjög slæm þróun. Við hjá BSRB höfum bent á að ójöfnuður hefur verið að aukast í þjóðfélaginu og það þarf að sporna við því með öllum tiltækum ráðum.“ Hún bendir á skattleysismörkin sem einn þátt í þessari þróun. „Það hefur margoft verið bent á þetta, meðal annars af okkur. Staðgreiðslukerfið var tekið upp 1988 og skattleysismörkin hafa setið eftir síðan þá. Á ráðstefnu hjá Landssambandi eldri borgara tóku allir undir þetta.“
Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira