Plútó er ekki lengur ein reikistjarnanna 25. ágúst 2006 07:00 brugðið á leik Jocelyn Bell Burnell, einn stjörnufræðinganna á ráðstefnunni, brá á leik eftir að niðurstöðurnar voru kynntar og veifaði tuskudýri í líki Disney-hundsins Plútó til að leggja áherslu á mál sitt. Himintunglið Plútó hefur verið svipt reikistjörnutitli sínum, sem það hefur borið allt frá uppgötvun árið 1930. Þetta er niðurstaða atkvæðagreiðslu á þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga í Prag í Tékklandi í gær, í kjölfar viku þrotlausra rökræðna um eðli alheimsins. Þetta varð niðurstaðan eftir að um 2.500 stjörnufræðingar frá 75 löndum komu sér saman um nýja skilgreiningu á reikistjörnu. Umræðan um skilgreiningu reikistjörnuhugtaksins fór á flug eftir að hnöttur, sem kallaður var Xena, fannst talsvert lengra frá sólinni en Plútó, en var þó nokkru stærri en hann. Vísindamenn stóðu þá frammi fyrir því að viðurkenna þann hnött annaðhvort sem reikistjörnu eða lækka Plútó í tign, sem varð raunin. Fyrir viku var lögð fram tillaga á þinginu sem hefði treyst reikistjörnustöðu Plútós, og bætt við Karon, stærsta tungli Plútós, Xenu og loftsteininum Ceres í þann hóp, en Ceres var skilgreindur sem reikistjarna á 19. öld. Tillagan olli miklu fjaðrafoki sem klauf stjörnufræðinga niður í nokkrar andstæðar í fylkingar og kom af stað heitum rökræðum sem lyktaði með tignarlækkun Plútós. Xena og Ceres fylgja Plútó í dvergreikistjörnuflokkinn en ekkert sérstakt hefur verið ákveðið um Karón, sem sennilega mun áfram verða einungis fylgitungl Plútós. Plútó fannst árið 1930 af bandaríska stjörnufræðingnum Clyde Tombaugh, síðastur hinna níu hnatta sem hingað til hafa talist reikistjörnur sólkerfisins, og var þeirra langminnstur. Nú eru pláneturnar hin vegar orðnar einungis átta talsins: Merkúr, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranús og Neptúnus. Sverrir Guðmundsson stjörnufræðingur sér eftir Plútó úr flokki reikistjarna en er ekki hissa á niðurstöðunni. „Þetta er í sjálfu sér skynsamlegasta niðurstaðan því það er líklegt að það finnist ennþá fleiri hnettir af svipaðri stærð og Plútó á næstu árum og ef það þyrfti að gera þá alla að reikistjörnum þá yrðu þær býsna margar.“ Eigendur prentsmiðja heimsins hljóta að hugsa sér gott til glóðarinnar þegar fyrir liggur að prenta þurfi endurskoðaðar útgáfur af öllum kennslu- og fræðibókum sem snerta stjörnufræði. Plútó Geimurinn Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Himintunglið Plútó hefur verið svipt reikistjörnutitli sínum, sem það hefur borið allt frá uppgötvun árið 1930. Þetta er niðurstaða atkvæðagreiðslu á þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga í Prag í Tékklandi í gær, í kjölfar viku þrotlausra rökræðna um eðli alheimsins. Þetta varð niðurstaðan eftir að um 2.500 stjörnufræðingar frá 75 löndum komu sér saman um nýja skilgreiningu á reikistjörnu. Umræðan um skilgreiningu reikistjörnuhugtaksins fór á flug eftir að hnöttur, sem kallaður var Xena, fannst talsvert lengra frá sólinni en Plútó, en var þó nokkru stærri en hann. Vísindamenn stóðu þá frammi fyrir því að viðurkenna þann hnött annaðhvort sem reikistjörnu eða lækka Plútó í tign, sem varð raunin. Fyrir viku var lögð fram tillaga á þinginu sem hefði treyst reikistjörnustöðu Plútós, og bætt við Karon, stærsta tungli Plútós, Xenu og loftsteininum Ceres í þann hóp, en Ceres var skilgreindur sem reikistjarna á 19. öld. Tillagan olli miklu fjaðrafoki sem klauf stjörnufræðinga niður í nokkrar andstæðar í fylkingar og kom af stað heitum rökræðum sem lyktaði með tignarlækkun Plútós. Xena og Ceres fylgja Plútó í dvergreikistjörnuflokkinn en ekkert sérstakt hefur verið ákveðið um Karón, sem sennilega mun áfram verða einungis fylgitungl Plútós. Plútó fannst árið 1930 af bandaríska stjörnufræðingnum Clyde Tombaugh, síðastur hinna níu hnatta sem hingað til hafa talist reikistjörnur sólkerfisins, og var þeirra langminnstur. Nú eru pláneturnar hin vegar orðnar einungis átta talsins: Merkúr, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranús og Neptúnus. Sverrir Guðmundsson stjörnufræðingur sér eftir Plútó úr flokki reikistjarna en er ekki hissa á niðurstöðunni. „Þetta er í sjálfu sér skynsamlegasta niðurstaðan því það er líklegt að það finnist ennþá fleiri hnettir af svipaðri stærð og Plútó á næstu árum og ef það þyrfti að gera þá alla að reikistjörnum þá yrðu þær býsna margar.“ Eigendur prentsmiðja heimsins hljóta að hugsa sér gott til glóðarinnar þegar fyrir liggur að prenta þurfi endurskoðaðar útgáfur af öllum kennslu- og fræðibókum sem snerta stjörnufræði.
Plútó Geimurinn Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira