Heillaður af Íslandi 26. ágúst 2006 09:30 Glatt á hjalla Geir Haarde forsætisráðherra segir Gary Doer, fylkisstjóra Manitoba, einhverja afar skemmtilega sögu á fundi þeirra í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum á fimmtudagskvöld MYND/Gunnar vigfússon „Það er ákaflega gaman að eiga í samskiptum við land þar sem er svona mikill uppgangur og hér er uppgangurinn og bjartsýnin svo greinileg að maður sér þau á byggingakrönunum um alla borg,“ sagði Gary Doer, fylkisstjóri Manitobafylkis í Kanada, í samtali við blaðamann Fréttablaðsins í gær. Doer er staddur hér á landi í opinberri heimsókn í annað sinn á ferli sínum sem fylkisstjóri, en hann kom hingað fyrst fyrir fimm árum. Opinberum heimsóknum milli Manitoba og Íslands hefur farið fjölgandi undanfarin ár, enda er þar að finna langstærsta hóp fólks af íslenskum ættum þegar litið er út fyrir Íslandsstrendur. Það er því vel viðeigandi að Doer er hér staddur ásamt félaga sínum Eric Stefanson, fyrrverandi þingmanni í Kanada, en hann er af íslensku bergi brotinn. „Samskipti Manitoba við Ísland eru ákaflega mikilvæg, því svo margir Manitoba-búar geta rakið ættir sínar hingað,“ sagði Doer. „En ég er ekki hér bara til að ræða um fortíðina, heldur einnig um framtíðina.“ Hann vonast til þess að heimsóknin leiði til aukinna viðskipta milli landanna, sem og að Kanadamenn og Íslendingar samnýti enn frekar vísindaþekkingu landanna. Eitt af málunum sem hann er hér staddur til að ræða við Íslendinga um eru strætisvagnar sem ganga fyrir vetni, en líkt og í Reykjavík er verið að prófa slíka strætisvagna í Manitoba. Þegar er mikið samstarf meðþjóðunum og má þar nefna skiptinemaverkefnið Snorra, sem styrkir íslenska og kanadíska námsmenn til náms í hinu landinu. „Þetta verkefni veitir ungu fólki frá báðum löndum frábært tækifæri til að kynnast menningarheimi hinnar þjóðarinnar, tungumáli og lífsháttum,“ sagði Doer. „Og það er vel þess virði að styðja þetta samstarf.“ Doer hitti, auk annarra, forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde, á fimmtudagskvöld, og bauð hann Geir að sækja Manitoba heim næsta sumar þegar Íslendingadagurinn verður haldinn hátíðlegur með pompi og prakt. Doer vonast til þess að beint flug hefjist innan tíðar milli Íslands og Manitoba, sem myndi að sjálfsögðu auðvelda samskipti millum landanna tveggja. Þetta er mál sem liggur hjarta hans nærri, enda segist Doer vera afar heillaður af Íslandi. „Það hljómar eins og klisja, að segja að Ísland sé ákaflega fallegt land og að dást að því hversu opið og hlýtt fólk Íslendingar eru, en það er samt satt,“ sagði Doer með bros á vör, og bætti svo hlæjandi við, „Þó ekkert íslenskt blóð renni í æðum mínum, kallar Eric mig „eftirhermu-Íslending“.“ Þeir félagar fljúga heim á morgun. Erlent Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
„Það er ákaflega gaman að eiga í samskiptum við land þar sem er svona mikill uppgangur og hér er uppgangurinn og bjartsýnin svo greinileg að maður sér þau á byggingakrönunum um alla borg,“ sagði Gary Doer, fylkisstjóri Manitobafylkis í Kanada, í samtali við blaðamann Fréttablaðsins í gær. Doer er staddur hér á landi í opinberri heimsókn í annað sinn á ferli sínum sem fylkisstjóri, en hann kom hingað fyrst fyrir fimm árum. Opinberum heimsóknum milli Manitoba og Íslands hefur farið fjölgandi undanfarin ár, enda er þar að finna langstærsta hóp fólks af íslenskum ættum þegar litið er út fyrir Íslandsstrendur. Það er því vel viðeigandi að Doer er hér staddur ásamt félaga sínum Eric Stefanson, fyrrverandi þingmanni í Kanada, en hann er af íslensku bergi brotinn. „Samskipti Manitoba við Ísland eru ákaflega mikilvæg, því svo margir Manitoba-búar geta rakið ættir sínar hingað,“ sagði Doer. „En ég er ekki hér bara til að ræða um fortíðina, heldur einnig um framtíðina.“ Hann vonast til þess að heimsóknin leiði til aukinna viðskipta milli landanna, sem og að Kanadamenn og Íslendingar samnýti enn frekar vísindaþekkingu landanna. Eitt af málunum sem hann er hér staddur til að ræða við Íslendinga um eru strætisvagnar sem ganga fyrir vetni, en líkt og í Reykjavík er verið að prófa slíka strætisvagna í Manitoba. Þegar er mikið samstarf meðþjóðunum og má þar nefna skiptinemaverkefnið Snorra, sem styrkir íslenska og kanadíska námsmenn til náms í hinu landinu. „Þetta verkefni veitir ungu fólki frá báðum löndum frábært tækifæri til að kynnast menningarheimi hinnar þjóðarinnar, tungumáli og lífsháttum,“ sagði Doer. „Og það er vel þess virði að styðja þetta samstarf.“ Doer hitti, auk annarra, forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde, á fimmtudagskvöld, og bauð hann Geir að sækja Manitoba heim næsta sumar þegar Íslendingadagurinn verður haldinn hátíðlegur með pompi og prakt. Doer vonast til þess að beint flug hefjist innan tíðar milli Íslands og Manitoba, sem myndi að sjálfsögðu auðvelda samskipti millum landanna tveggja. Þetta er mál sem liggur hjarta hans nærri, enda segist Doer vera afar heillaður af Íslandi. „Það hljómar eins og klisja, að segja að Ísland sé ákaflega fallegt land og að dást að því hversu opið og hlýtt fólk Íslendingar eru, en það er samt satt,“ sagði Doer með bros á vör, og bætti svo hlæjandi við, „Þó ekkert íslenskt blóð renni í æðum mínum, kallar Eric mig „eftirhermu-Íslending“.“ Þeir félagar fljúga heim á morgun.
Erlent Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila