Fjórðungur sveitarstjóra er konur 5. september 2006 07:15 Stefanía Katrín Karlsdóttir Búið er að velja eða ráða sveitar- eða bæjarstjóra í 64 af 79 sveitarfélögum landsins síðan í sveitarstjórnarkosningunum nú í maí. Af þessum 64 sveitarstjórum eru 16, eða fjórðungur, konur og 48 karlmenn, samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu. Konur eru sveitarstjórar í tveimur af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þar er Mosfellsbær fjölmennastur, en sveitarfélagið Árborg næstfjölmennast. Helga Jónsdóttir tekur við embætti bæjarstjóra Fjarðabyggðar í þessum mánuði og verða þá konur sveitarstjórar í þremur af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Karlmenn eru borgar- eða bæjarstjórar í sex stærstu sveitarfélögunum, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Reykjanesbæ og Garðabæ. "Þeir sem verða sveitarstjórar eru ýmist pólitískt kjörnir, sem efstu menn á lista, eða ráðnir inn," segir Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. "Mér sýnist þessi skipting endurspegla hlut kvenna í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Þetta er kynjaskipting innan samfélagsins í hnotskurn, sýnist mér. Mér finnst að alltaf eigi að ráða hæfasta einstaklinginn til starfa, en hvort karlmenn eru hæfastir í þremur af fjórum tilvikum hef ég ekki hugmynd um." Alls búa 27.289 Íslendingar í sveitarfélögum undir stjórn kvenkyns sveitarstjóra. Það er um níu prósent af heildarfjölda Íslendinga. "Við teljum að jafnrétti hafi verið náð þegar hvorugt kynið hefur minni hlut en fjörutíu prósent í sveitarstjórnum," segir Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. "Það virðist vera sem konur nái ekki yfir þrjátíu prósentin í íslensku samfélagi. Tilhneigingin með röðun á lista var mikið til sú að karlmenn væru í 1. sæti og konur 2. sæti. Þá segir sig sjálft að það sé ólíklegra fyrir konur að komast í áhrifastöður. Auðvitað þurfa að vera fleiri konur í forsvari fyrir sveitarstjórnir. Þetta er slæm staða," segir Hugrún. Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Búið er að velja eða ráða sveitar- eða bæjarstjóra í 64 af 79 sveitarfélögum landsins síðan í sveitarstjórnarkosningunum nú í maí. Af þessum 64 sveitarstjórum eru 16, eða fjórðungur, konur og 48 karlmenn, samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu. Konur eru sveitarstjórar í tveimur af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þar er Mosfellsbær fjölmennastur, en sveitarfélagið Árborg næstfjölmennast. Helga Jónsdóttir tekur við embætti bæjarstjóra Fjarðabyggðar í þessum mánuði og verða þá konur sveitarstjórar í þremur af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Karlmenn eru borgar- eða bæjarstjórar í sex stærstu sveitarfélögunum, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Reykjanesbæ og Garðabæ. "Þeir sem verða sveitarstjórar eru ýmist pólitískt kjörnir, sem efstu menn á lista, eða ráðnir inn," segir Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. "Mér sýnist þessi skipting endurspegla hlut kvenna í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Þetta er kynjaskipting innan samfélagsins í hnotskurn, sýnist mér. Mér finnst að alltaf eigi að ráða hæfasta einstaklinginn til starfa, en hvort karlmenn eru hæfastir í þremur af fjórum tilvikum hef ég ekki hugmynd um." Alls búa 27.289 Íslendingar í sveitarfélögum undir stjórn kvenkyns sveitarstjóra. Það er um níu prósent af heildarfjölda Íslendinga. "Við teljum að jafnrétti hafi verið náð þegar hvorugt kynið hefur minni hlut en fjörutíu prósent í sveitarstjórnum," segir Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. "Það virðist vera sem konur nái ekki yfir þrjátíu prósentin í íslensku samfélagi. Tilhneigingin með röðun á lista var mikið til sú að karlmenn væru í 1. sæti og konur 2. sæti. Þá segir sig sjálft að það sé ólíklegra fyrir konur að komast í áhrifastöður. Auðvitað þurfa að vera fleiri konur í forsvari fyrir sveitarstjórnir. Þetta er slæm staða," segir Hugrún.
Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira