Snyrta hár án réttinda í heimahúsum 18. september 2006 06:00 Hárgreiðslustofa. Erfitt getur verið að fá þær konur sem starfa heima til að starfa á hárgreiðslustofum. Stærstur hluti þeirra sem hefja hárgreiðslunám hér á landi klárar aldrei námið. Jónína Snorradóttir, formaður Meistarafélags í hárgreiðslu, áætlar að af 140 nemum sem hefja hárgreiðslunám ljúki einungis um 30 nemendur náminu sem tekur fjögur ár. Það veldur nokkrum áhyggjum að hluti þeirra sem ekki klára námið starfar við fagið heima hjá sér án réttinda. Fyrir nokkrum árum gerði meistarafélagið gangskör í að reyna að uppræta þessa ólöglegu starfsemi og leitaði til opinberra aðila sér til aðstoðar. Sönnunarbyrðin í þessum málum er hinsvegar mjög erfið og því fór þetta mál aldrei lengra. Jónína segir erfitt að fá þær konur sem starfa heima til að fara að vinna á stofum. Ég hef lent í því að þurfa að finna fólk til starfa á stofu sem ég rek og fékk upplýsingar um hárgreiðslukonur sem voru skráðar atvinnulausar hjá vinnumiðlun. Þegar ég hafði samband við þær komu þær með ýmsar afsakanir fyrir því að þiggja ekki starfið og mér þykir líklegt að einhverjar þeirra hafi verið með atvinnustarfsemi heima auk atvinnuleysisbótanna. Þá segir Jónína nokkuð um að konur lengi barneignafrí með því að vinna heima. jónína snorradóttir Jónína segir heildsala aðeins selja hárgreiðsluvörur til viðurkenndra hárgreiðslustofa en að það sé auðvelt fyrir þá aðila sem starfa heima að fá einhverja með réttindi til að kaupa fyrir sig efni. Einnig er hægt að kaupa þessar vörur í gegnum netið. Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir svarta atvinnustarfsemi mein sem þurfi að reka áróður gegn. Samantektir sýna að neðanjarðarhagkerfi á Íslandi veltir milljörðum en þetta eru peningar sem fara framhjá hagkerfinu. Það er best að hver og einn sé vakandi fyrir þessu og krefjast nótu eftir viðskipti. Hægt er að hvetja fólk til nótuviðskipta með því að endurgreiða fólki gegn framvísun nótanna. Þetta hefur meðal annars verið gert í byggingariðnaði þar sem húsbyggendur fá endurgreitt ef þeir sýna fram á nótur frá iðnaðarmönnum. Jón Steindór segir að einnig gæti verið skynsamlegt að lækka virðisauksakatt sem sé mjög hár á atvinnustarfsemi hér á landi. Innlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Stærstur hluti þeirra sem hefja hárgreiðslunám hér á landi klárar aldrei námið. Jónína Snorradóttir, formaður Meistarafélags í hárgreiðslu, áætlar að af 140 nemum sem hefja hárgreiðslunám ljúki einungis um 30 nemendur náminu sem tekur fjögur ár. Það veldur nokkrum áhyggjum að hluti þeirra sem ekki klára námið starfar við fagið heima hjá sér án réttinda. Fyrir nokkrum árum gerði meistarafélagið gangskör í að reyna að uppræta þessa ólöglegu starfsemi og leitaði til opinberra aðila sér til aðstoðar. Sönnunarbyrðin í þessum málum er hinsvegar mjög erfið og því fór þetta mál aldrei lengra. Jónína segir erfitt að fá þær konur sem starfa heima til að fara að vinna á stofum. Ég hef lent í því að þurfa að finna fólk til starfa á stofu sem ég rek og fékk upplýsingar um hárgreiðslukonur sem voru skráðar atvinnulausar hjá vinnumiðlun. Þegar ég hafði samband við þær komu þær með ýmsar afsakanir fyrir því að þiggja ekki starfið og mér þykir líklegt að einhverjar þeirra hafi verið með atvinnustarfsemi heima auk atvinnuleysisbótanna. Þá segir Jónína nokkuð um að konur lengi barneignafrí með því að vinna heima. jónína snorradóttir Jónína segir heildsala aðeins selja hárgreiðsluvörur til viðurkenndra hárgreiðslustofa en að það sé auðvelt fyrir þá aðila sem starfa heima að fá einhverja með réttindi til að kaupa fyrir sig efni. Einnig er hægt að kaupa þessar vörur í gegnum netið. Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir svarta atvinnustarfsemi mein sem þurfi að reka áróður gegn. Samantektir sýna að neðanjarðarhagkerfi á Íslandi veltir milljörðum en þetta eru peningar sem fara framhjá hagkerfinu. Það er best að hver og einn sé vakandi fyrir þessu og krefjast nótu eftir viðskipti. Hægt er að hvetja fólk til nótuviðskipta með því að endurgreiða fólki gegn framvísun nótanna. Þetta hefur meðal annars verið gert í byggingariðnaði þar sem húsbyggendur fá endurgreitt ef þeir sýna fram á nótur frá iðnaðarmönnum. Jón Steindór segir að einnig gæti verið skynsamlegt að lækka virðisauksakatt sem sé mjög hár á atvinnustarfsemi hér á landi.
Innlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira