Magna fagnað í Smáralind 18. september 2006 05:30 í faðmi fjölskyldunnar. Magni var ánægður með að vera komin heim í faðm Eyrúnar eiginkonu sinnar og Marínós sonar síns. „Ég á eiginlega bara ekki til orð yfir þessu öllu saman. Ég varð klökkur þegar ég sá allan mannfjöldann sem var komin til að fagna mér," segir Magni Ásgeirsson nýlentur eftir þriggja mánaða dvöl í Los Angeles þar sem hann tók þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova og lenti í fjórða sæti eins og kunnugt er. Miklu var tjaldað til í Vetrargarðinum þar sem Skjár einn og NFS voru með beinar útsendingar frá viðburðinum sem hófst klukkan 16 með söngatriðum frá landsþekktum tónlistarmönnum. Um hálf fimm renndi Magni í hlað beint frá Leifsstöð með miklu fylgdarliði en bifhjólasamtökin Sniglarnir tóku að sér að fylgja Magna alla leið frá Keflavík að Smáralind eins og sannri rokkstjörnu sæmir. Föndrað fyrir Magna Sumir voru búnir að útbúa skemmtilegt spjöld fyrir Magna þar sem hann var boðinn velkomin heim. Þegar Magni steig inn í Smáralindina ætlaði þakið að rifna af húsinu með lófaklappi og öskrum frá aðdáendum rokkstjörnunnar. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og fulltrúi frá Flugleiðum buðu Magna velkominn heim. Valgerður Sverrisdóttir færði Magna bók um myndlistarmanninn Kjarval frá íslensku ríkisstjórninni sem þakklætisvott fyrir að hafa verið landi og þjóð til sóma með glæsilegri frammistöðu og framkomu í þáttunum. Flugleiðir gáfu einnig Eyrúnu, eiginkonu Magna, ferð fyrir tvo til Evrópu sem mun eflaust nýtast fjölskyldunni vel. Alvöru rokktónleikar Búið var að útbúa glæsilegt svið í Smáralindinni þar sem fjöldinn allur af fólki var samansafnaður til að bera rokkstjörnuna augum. Magni steig svo á stokk ásamt hljómsveit sinni Á móti sól og hafði hann orð á því hversu langt væri síðan hann hefði talað íslensku á sviði og bað fólk afsökunar á því hversu þreyttur hann væri eftir langt flug. Þrátt fyrir að vera ósofinn tókst Magna að ná rífandi stemningu í Vetrargarðinum í Smáralind enda orðinn þaulvanur eftir dvöl sína meðal stjarnanna í Los Angeles. Áhorfendur horfðu hugfangnir á rokkstjörnu Íslands taka lagið og svo virtist sem öll Smáralindin tæki undir þegar Magni tók lagið „Hvar sem ég fer" með hljómsveitinni. Sungið með Magna Mikil stemning var á tónleikunum og áhorfendur tóku vel undir með Magna. „Ég er eiginlega ekki búinn að ákveða hvað tekur við núna en það eina sem veit er að ég er að fara heim til mín og leika við son minn, Marínó og slökkva á símanum í að minnsta kosti viku," segir Magni Ásgeirsson að lokum. Innlent Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Ég á eiginlega bara ekki til orð yfir þessu öllu saman. Ég varð klökkur þegar ég sá allan mannfjöldann sem var komin til að fagna mér," segir Magni Ásgeirsson nýlentur eftir þriggja mánaða dvöl í Los Angeles þar sem hann tók þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova og lenti í fjórða sæti eins og kunnugt er. Miklu var tjaldað til í Vetrargarðinum þar sem Skjár einn og NFS voru með beinar útsendingar frá viðburðinum sem hófst klukkan 16 með söngatriðum frá landsþekktum tónlistarmönnum. Um hálf fimm renndi Magni í hlað beint frá Leifsstöð með miklu fylgdarliði en bifhjólasamtökin Sniglarnir tóku að sér að fylgja Magna alla leið frá Keflavík að Smáralind eins og sannri rokkstjörnu sæmir. Föndrað fyrir Magna Sumir voru búnir að útbúa skemmtilegt spjöld fyrir Magna þar sem hann var boðinn velkomin heim. Þegar Magni steig inn í Smáralindina ætlaði þakið að rifna af húsinu með lófaklappi og öskrum frá aðdáendum rokkstjörnunnar. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og fulltrúi frá Flugleiðum buðu Magna velkominn heim. Valgerður Sverrisdóttir færði Magna bók um myndlistarmanninn Kjarval frá íslensku ríkisstjórninni sem þakklætisvott fyrir að hafa verið landi og þjóð til sóma með glæsilegri frammistöðu og framkomu í þáttunum. Flugleiðir gáfu einnig Eyrúnu, eiginkonu Magna, ferð fyrir tvo til Evrópu sem mun eflaust nýtast fjölskyldunni vel. Alvöru rokktónleikar Búið var að útbúa glæsilegt svið í Smáralindinni þar sem fjöldinn allur af fólki var samansafnaður til að bera rokkstjörnuna augum. Magni steig svo á stokk ásamt hljómsveit sinni Á móti sól og hafði hann orð á því hversu langt væri síðan hann hefði talað íslensku á sviði og bað fólk afsökunar á því hversu þreyttur hann væri eftir langt flug. Þrátt fyrir að vera ósofinn tókst Magna að ná rífandi stemningu í Vetrargarðinum í Smáralind enda orðinn þaulvanur eftir dvöl sína meðal stjarnanna í Los Angeles. Áhorfendur horfðu hugfangnir á rokkstjörnu Íslands taka lagið og svo virtist sem öll Smáralindin tæki undir þegar Magni tók lagið „Hvar sem ég fer" með hljómsveitinni. Sungið með Magna Mikil stemning var á tónleikunum og áhorfendur tóku vel undir með Magna. „Ég er eiginlega ekki búinn að ákveða hvað tekur við núna en það eina sem veit er að ég er að fara heim til mín og leika við son minn, Marínó og slökkva á símanum í að minnsta kosti viku," segir Magni Ásgeirsson að lokum.
Innlent Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira