370 fötluð börn líða fyrir deilu ríkis og sveitarfélaga 20. september 2006 07:15 Kristín Steinarsdóttir og Sigurbjörn Magnússon Segja ólíðandi að fötluð börn séu látin líða fyrir seinagang ríkis og sveitarfélaga. Þegar um fötluð börn er að ræðavirðist það talið eðlilegt að málin fái að velkjast í kerfinu svo mánuðum og árum skiptir án þess að nokkuð sé að gert, segja Sigurbjörn Magnússon og Kristín Steinarsdóttir, foreldrar fatlaðrar stúlku. Þau vísa með því í umræðu um viðveru fatlaðra grunnskólabarna á aldrinum tíu til sextán ára. Þegar grunnskólum lýkur eftir hádegi fá fötluð börn á þessum aldri hvergi inni vegna deilna milli ríkis og sveitarfélaga um hvort þeirra eigi að greiða fyrir þjónustuna sem börnin þarfnast. Þetta veldur því að foreldrar, annað eða bæði, neyðast til að vinna skemur með tilheyrandi launaskerðingu. Kristín bendir einnig á að þessi staða einangri börnin. Í byrjun mars á síðasta ári skipaði Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, starfshóp til að fjalla um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna. Hópurinn skilaði áfangaskýrslu um miðjan síðasta mánuð. Í henni harmar starfshópurinn að heildstætt bráðabirgðasamkomulag hafi ekki náðst og leggur til að bráðabirgðasamkomulag verði gert milli ríkis og sveitarfélaga til tveggja ára, á meðan lög um málefni fatlaðra séu í endurskoðun. Samkomulag virðist þó ekki í sjónmáli og segir Óskar Páll Óskarsson, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, ástæðuna vera þá að ríki og sveitarfélög hafi ekki náð að semja um upphæð sem þyrfti fyrir þessa þjónustu. Þrátt fyrir að ríkið telji sér ekki lagalega skylt að greiða fyrir þjónustuna hafi það komið með tilboð um kostnaðarskiptingu á móti sveitarfélögum, vegna brýnnar þarfar á þjónustunni. Þetta hafi sveitarfélögin þó ekki samþykkt. Sigurður Óli Kolbeinsson, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögum beri ekki skylda til að sjá um þessa þjónustu. Hann segir ástæðuna fyrir því að sveitarfélögin hafi ekki samið við ríkið vera þá að upphæðin sem ríkið hafi reiknað með að þurfi sé um 109 milljónir. Vitað sé að sú upphæð sé allt of lág. Sveitarfélögin hafi því ekki verið tilbúin að semja um að ríkið greiddi helming upphæðar sem vitað væri að ekki dygði til. Bráðabirgðaniðurstaða, hvað þá lausn, virðist hvergi í sjónmáli í þessu máli, segir Sigurbjörn Magnússon og bætir við að hann telji ekkert lengur því til fyrirstöðu að leysa málið. Börn eigi ekki að líða fyrir seinagang ríkis og sveitarfélaga, allra síst fötluð börn. Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Þegar um fötluð börn er að ræðavirðist það talið eðlilegt að málin fái að velkjast í kerfinu svo mánuðum og árum skiptir án þess að nokkuð sé að gert, segja Sigurbjörn Magnússon og Kristín Steinarsdóttir, foreldrar fatlaðrar stúlku. Þau vísa með því í umræðu um viðveru fatlaðra grunnskólabarna á aldrinum tíu til sextán ára. Þegar grunnskólum lýkur eftir hádegi fá fötluð börn á þessum aldri hvergi inni vegna deilna milli ríkis og sveitarfélaga um hvort þeirra eigi að greiða fyrir þjónustuna sem börnin þarfnast. Þetta veldur því að foreldrar, annað eða bæði, neyðast til að vinna skemur með tilheyrandi launaskerðingu. Kristín bendir einnig á að þessi staða einangri börnin. Í byrjun mars á síðasta ári skipaði Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, starfshóp til að fjalla um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna. Hópurinn skilaði áfangaskýrslu um miðjan síðasta mánuð. Í henni harmar starfshópurinn að heildstætt bráðabirgðasamkomulag hafi ekki náðst og leggur til að bráðabirgðasamkomulag verði gert milli ríkis og sveitarfélaga til tveggja ára, á meðan lög um málefni fatlaðra séu í endurskoðun. Samkomulag virðist þó ekki í sjónmáli og segir Óskar Páll Óskarsson, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, ástæðuna vera þá að ríki og sveitarfélög hafi ekki náð að semja um upphæð sem þyrfti fyrir þessa þjónustu. Þrátt fyrir að ríkið telji sér ekki lagalega skylt að greiða fyrir þjónustuna hafi það komið með tilboð um kostnaðarskiptingu á móti sveitarfélögum, vegna brýnnar þarfar á þjónustunni. Þetta hafi sveitarfélögin þó ekki samþykkt. Sigurður Óli Kolbeinsson, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögum beri ekki skylda til að sjá um þessa þjónustu. Hann segir ástæðuna fyrir því að sveitarfélögin hafi ekki samið við ríkið vera þá að upphæðin sem ríkið hafi reiknað með að þurfi sé um 109 milljónir. Vitað sé að sú upphæð sé allt of lág. Sveitarfélögin hafi því ekki verið tilbúin að semja um að ríkið greiddi helming upphæðar sem vitað væri að ekki dygði til. Bráðabirgðaniðurstaða, hvað þá lausn, virðist hvergi í sjónmáli í þessu máli, segir Sigurbjörn Magnússon og bætir við að hann telji ekkert lengur því til fyrirstöðu að leysa málið. Börn eigi ekki að líða fyrir seinagang ríkis og sveitarfélaga, allra síst fötluð börn.
Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira