Mörg rannsóknarúrræði fyrir hendi 21. september 2006 07:30 Björg Thorarensen prófessor Mörk milli grunsemda og rökstudds gruns geta verið óljós. Engin skýr eða afdráttarlaus lagaákvæði eru í raun til um að hefja megi rannsókn í „fyrirbyggjandi“ tilgangi ef ekki er til staðar beinn grunur um að brotið sé yfirvofandi eða í undirbúningi. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð um lagalega hlið forvirkra rannsóknarúrræða lögreglu í málum af því tagi sem greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Lögregluyfirvöld rannsaka nú mál sem upp hefur komið vegna síendurtekinna heimsókna manns af erlendum uppruna inn á vefsíður þar sem leiðbeiningar er að finna um meðferð sprengiefnis og gerð sprengja. „Hins vegar geta mörkin þarna á milli verið óljós, það er hvort tilefni sé til grunsemda eða rökstuddur grunur sé uppi,“ heldur Björg áfram. „Erfitt er að slá fastri einhverri skilgreiningu um mörkin, en mér þykir dæmi sem Fréttablaðið er með til skoðunar tæplega uppfylla kröfu um að rökstuddur grunur sé til staðar, að svo miklu leyti sem hægt er að segja eitthvað um svo knappa lýsingu á atvikum.“ Björg segir lögregluna ekki hafa í sjálfu sér neinar rýmri lagaheimildir til að rannsaka umrædd brot en önnur alvarleg brot og byggir hún þar á ákvæðum laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. „Ef grunur er uppi um yfirvofandi brot á þessum ákvæðum getur lögregla beitt öllum rannsóknarúrræðum sem talin eru upp einkum í X. og XI. kafla þeirra laga,“ segir Björg, „svo sem haldlagningu á munum, húsleit, handtöku og fleira. Þá er heimilt að beita símhlerunum, fá upplýsingar um notkun síma, beita herbergjahlustun og myndatökum, skv. 86. og 87. gr. laga um meðferð opinberra mála, þar sem þessi brot varða meira en átta ára fangelsi. Loks hefur lögreglan ýmsar aðferðir, svokallaðar „óhefðbundnar“ rannsóknaraðferðir, þar með talið leynilegt eftirlit, eftirfararbúnað, notkun tálbeitu í takmörkuðum mæli og fleira.“ Innlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Engin skýr eða afdráttarlaus lagaákvæði eru í raun til um að hefja megi rannsókn í „fyrirbyggjandi“ tilgangi ef ekki er til staðar beinn grunur um að brotið sé yfirvofandi eða í undirbúningi. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð um lagalega hlið forvirkra rannsóknarúrræða lögreglu í málum af því tagi sem greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Lögregluyfirvöld rannsaka nú mál sem upp hefur komið vegna síendurtekinna heimsókna manns af erlendum uppruna inn á vefsíður þar sem leiðbeiningar er að finna um meðferð sprengiefnis og gerð sprengja. „Hins vegar geta mörkin þarna á milli verið óljós, það er hvort tilefni sé til grunsemda eða rökstuddur grunur sé uppi,“ heldur Björg áfram. „Erfitt er að slá fastri einhverri skilgreiningu um mörkin, en mér þykir dæmi sem Fréttablaðið er með til skoðunar tæplega uppfylla kröfu um að rökstuddur grunur sé til staðar, að svo miklu leyti sem hægt er að segja eitthvað um svo knappa lýsingu á atvikum.“ Björg segir lögregluna ekki hafa í sjálfu sér neinar rýmri lagaheimildir til að rannsaka umrædd brot en önnur alvarleg brot og byggir hún þar á ákvæðum laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. „Ef grunur er uppi um yfirvofandi brot á þessum ákvæðum getur lögregla beitt öllum rannsóknarúrræðum sem talin eru upp einkum í X. og XI. kafla þeirra laga,“ segir Björg, „svo sem haldlagningu á munum, húsleit, handtöku og fleira. Þá er heimilt að beita símhlerunum, fá upplýsingar um notkun síma, beita herbergjahlustun og myndatökum, skv. 86. og 87. gr. laga um meðferð opinberra mála, þar sem þessi brot varða meira en átta ára fangelsi. Loks hefur lögreglan ýmsar aðferðir, svokallaðar „óhefðbundnar“ rannsóknaraðferðir, þar með talið leynilegt eftirlit, eftirfararbúnað, notkun tálbeitu í takmörkuðum mæli og fleira.“
Innlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira